fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Með þann hæfileika að hljóma eins og dvergur læstur í tunnu

Dalvíkingurinn Eyþór Ingi situr fyrir svörum

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 18. ágúst 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór Ingi Gunnlaugsson, söngvari, lagahöfundur og leikari, hefur átt velgengni að fagna síðan hann kom fyrst fram á söngsviðið með sigri í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2007 og Bandinu hans Bubba árið 2008. Hann hefur sungið og komið fram við hin ýmsu tækifæri, gefið út plötu með eigin lögum og sýnt góða frammistöðu í sýningum eins og Jesus Christ Superstar, Rocky Horror og Hárinu. Síðast kom hann fram á Fiskidagstónleikunum á Dalvík þann 12. ágúst síðastliðinn. Verkefnin framundan eru fjölmörg: Með Soul í Auga fönktónleikar í Andrews Theatre Keflavík, Gospeltónleikar á Eskifirði, Bat out of Hell í Hörpu, einsöngstónleikar í Hljómahöll og Bæjarbíó og Halloween Horror Show Rokktónleikasýning. Eyþór Ingi svarar spurningum vikunnar.

Fæddur og uppalinn? Á Dalvík.

Mér finnst gaman að … hanga í stúdíóvinnu , spila og hlusta á tónlist og fíflast með góðu fólki.

Síðasta kvöldmáltíðin: Nautasteik, rauðvín, rauðvínssósa og gott meðlæti. Eða „deluxe“ góður hamborgari og ekkert bull.

Brenndur eða grafinn? Brenndur.

Hvað gerirðu milli kl. 17–19? Úff, það er allur gangur á því en mér finnst svolítið týpískt að ég sé einhvers staðar staddur á rauðu ljósi í bíl.

Samfélagsmiðlar eða dagblöðin? Samfélagsmiðlar eiga óhugnanlegan vinning.

Hvað ertu með í vinstri vasanum? Gítarneglur, kortaveski, stundum krumpuð nóta.

Bjór eða hvítvín? Bjór frekar en hvítvín.

Hver stjórnar fjarstýringunni á þínu heimili? Ég held að ég sjái um það oftast þegar ég og frúin veljum eitthvað, en annars eru allir nokkuð jafnir, þegar krakkarnir eiga í hlut til dæmis.

Hvernig var fyrsti kossinn? Hann var ógeðslegur, haha nei nei, hann var í snjókomu utandyra að nóttu til.

Hver væri titill ævisögu þinnar? Hakuna Matana (Engar áhyggjur).

Hver er draumabíllinn? Ég hef voða lítinn áhuga og vit á bílum, draumabíllinn er bara rafmagnsbíll sem ég þarf litlar sem engar áhyggjur að hafa af.

Fyrsta starfið? Sjómaður á trillu hjá pabba var fyrsta alvöru starfið, en annars var ég búinn að vera skemmtikraftur af og til í óvissuferðum og alls kyns uppákomum á vegum Júlla Júll (Júlli Fiskidagur) frá sirka 10 ára aldri og fékk vasapening fyrir.

Eyþór Ingi og gítarleikarinn Kristján Grétarsson hafa margoft unnið og komið fram saman.
Félagar í leik og starfi Eyþór Ingi og gítarleikarinn Kristján Grétarsson hafa margoft unnið og komið fram saman.

Mynd: Gulli

Fallegasti staður á landinu? Svarfaðardalurinn situr nálægt hjarta mínu.

Hvaða ofurkraft værir þú til í að vera með? Verða ósýnilegur.

Gist í fangaklefa? Nei.

Sturta eða bað? Sturta.

Húðflúr eða ekki? Ekki.

Hvaða leynda hæfileika hefur þú? Get talað með lokaðan munninn og það hljómar eins og lítill dvergur læstur inni í tunnu.

Hvað fékk þig til að tárast síðast? Útför hjá langafa mínum á Dalvík, sem ég söng í.

Fyrirmynd í lífinu? Foreldrar mínir eru kannski einu alvöru fyrirmyndirnar, annað getur verið svo grunnhyggið.

Hvaða sögu segja foreldrar þínir endurtekið af þér? Allar sögurnar þegar ég er með athyglisbrest, að gleyma einhverju eða er utan við mig.

Ertu með einhverja fóbíu? Það má alls ekki snerta púlsinn á mér.

Hver er besta ákvörðun sem þú hefur tekið? Að byrja með konunni minni.

Furðulegasti matur sem þú hefur borðað? Það kemur ekkert upp í hugann í fljótu bragði.

Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég lendi ítrekað í neyðarlegum atvikum sökum þess hvað ég er utan við mig.

Það er einvala lið söngvara og listamanna sem stendur að Rokktónleikasýningu í lok október í Háskólabíó.
Hryllingssýning Það er einvala lið söngvara og listamanna sem stendur að Rokktónleikasýningu í lok október í Háskólabíó.

Klukkan hvað ferðu á fætur? Eins seint og ég kemst upp með.

Leigirðu eða áttu? Ég á, ég er frekar mikill safnari.

Hvaða bók er á náttborðinu? Les ekki bækur og fæ hroll við tilhugsunina um að hafa bók á náttborðinu. Ipad-inn er þar.

Með hverjum lífs eða liðnum myndir þú vilja verja einni kvöldstund? Ég myndi vilja setjast niður með Thom Yorke.

Hver er fyrsta endurminning þín? Að vera heima hjá ömmu og afa þegar systir mömmu kom heim með hvolp.

Lífsmottó? Þetta reddast.

Uppáhaldsútvarpsmaður/stöð? Rás 2, þar hafa þau átt hug minn Andrea Jóns , Matti og Óli þótt mér finnist reyndar Andri Freyr vera einn fyndnasti og skemmtilegasti útvarpsmaður sem ég veit um.

Uppáhaldsmatur/drykkur? Ég er rosalegur hamborgaramaður, svo drekk ég vatn sem er frábær drykkur, gott rauðvín eða ofsalega reykt Islay-viskí.

Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? Get varla valið, Jeff Buckley og Radiohead hafa mótað mig svakalega, Josh Homme úr Queens of the Stone Age á líka ágætispart í því eins og David Bowie, Led Zeppelin, Queen, Deep Purple, og fleiri og fleiri.

Uppáhaldskvikmynd/sjónvarpsþættir? Game of Thrones.

Uppáhaldsstjórnmálamaður? Enginn.

Fylgjast má með Eyþóri Inga á Facebook-síðu hans: eythoringimusic og á Snapchat: eythoringi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar