fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Endur fyrir löngu á klósetti í fjarlægri vetrarbraut

Star Wars-þema á klósettinu laðar ferðamenn á Café Babalú

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 12. ágúst 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar fólk spyr hvar klósettið sé svara ég yfirleitt: í fjarlægri vetrarbraut. Fólk er alltaf svolítið hissa þangað til að það sér baðherbergið,“ segir Glenn Barkin, eigandi kaffihússins Babalú við Skólavörðustíg 22, en baðherbergi staðarins er líklega eitt það vinsælasta í borginni meðal ferðamanna – enda hannað í anda Stjörnustríðsmyndanna.

Baðherbergið er innréttað með málmplötum, speglum og ljósum til að minna á geimskip. Myndir af persónum úr upphaflegu Star Wars-myndunum eru límdar á veggina í raunstærð: Logi Geimgengill, Han Solo, Lilja prinsessa og vélmennin R2D2 og C3PO, og tónlist úr myndunum ómar um salernið.

„Ég hef alltaf verið mikið Star Wars-nörd og ákvað að nota það sem þema þegar við gerðum neðri hæð hússins upp árið 2013. Smám saman höfum við bætt við það. Á þessu ári settum við til dæmis upp hátalarann sem spilar stöðugt tónlist úr myndunum,“ segir Glenn.

Hann segir baðherbergið ekki bara vera farið að vekja athygli á samfélagsmiðlum á borð við Instagram og Snapchat heldur hafi verið fjallað um það í þó nokkrum leiðarvísum og leiðsögubókum, oftar en ekki frá Asíu – og stundum koma ferðalangar í pílagrímsferð á klósettið.

„Mér finnst skemmtilegast þegar krakkar fara á baðherbergið án þess að vita af þessu, koma svo út með hökuna í gólfinu,“ segir Glenn sem segist njóta þess að nota kaffihúsið sem tóman striga til að skapa skemmtilegt andrúmsloft.

„Næst á dagskrá er að gera upp klósettið á efri hæðinni. Ég hugsa að ég geri það í Dr. Who-þema, setji upp spegla og ljós og svoleiðis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Í gær

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell