fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Edda vill gefa syni sínum góðar minningar

Gagnrýnir greiðsluþátttökukerfi krabbameinssjúkra harðlega

Kristín Clausen
Laugardaginn 8. apríl 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Auðvitað á fólk í þessari stöðu að eyða peningunum sínum í eitthvað allt annað.“ Þetta segir Edda Dröfn Eggertsdóttir sem greindist með krabbamein árið 2015. Í tilfelli Eddu er sjúkdómurinn ólæknandi en með fyrirbyggjandi lyfjagjöf er hægt að halda honum í skefjum.

Nú þegar hefur Edda, sem er einstæð móðir, borgað um 300 þúsund krónur í beinan læknis- og lyfjakostnað vegna veikindanna. Sú upphæð á aðeins eftir að hækka þar sem sjúkdómur Eddu er ólæknandi. DV ræddi við Eddu Dröfn vegna umræðunnar sem hefur skapast síðustu daga um málefni greiðsluþátttöku krabbameinssjúkra eftir að Ástrós Rut Sigurðardóttir greindi frá því nýverið, í átakanlegu myndskeiði, að unnusti hennar, sem er með krabbamein á fjórða stigi, hafi nánast eytt aleigunni í lyf og lækniskostnað í stað þess að nota féð til að njóta lífsins á meðan hann getur.

Ólæknandi sjúkdómur

„Ég veiktist í október 2015 en þá fundust þrjú stór æxli. Við héldum fyrst að þau væru fyrirferð á eggjastokkum. Síðan kom í ljós að æxlin komu út frá smáþörmunum.“ Í framhaldinu var Edda send í aðgerð. Þá sást að krabbameinið var búið að dreifast um allt kviðarholið. Meðal annars í eggjastokkana, legið, lífhimnuna og þindina. Í skurðaðgerðinni voru öll æxli fjarlægð. Í dag er Edda með Gist-krabbamein sem hægt er að halda niðri með töflum sem hún tekur inn daglega auk annarra lyfja til að halda aukaverkununum niðri. Þá er lyfjameðferðinni ætlað að fyrirbyggja að meinið taki sig upp aftur.

Edda segir að þótt hún taki inn fyrirbyggjandi lyf sé mikil hætta á að meinið taki sig upp aftur. „Ég verð alltaf á þessum lyfjum og er í reglulegu eftirliti. Þetta er auðvitað erfitt og reynir á en ég reyni að líta á björtu hliðarnar. Ég er allavega enn á lífi.“
Edda á 12 ára son en mæðginin búa tvö saman. Edda þarf því að halda heimili en þegar hún veiktist var hún í tveimur störfum til að láta enda ná saman. „Ég vann mína 100 prósent vinnu á daginn og svo var ég í aukavinnu á kvöldin og um helgar. Núna get ég ekki lengur gert það.“

Í dag hefur Edda greitt um það bil 300 þúsund krónur í kostnað vegna læknis- og lyfjakostnaðar samkvæmt gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands. Þá eru ekki meðtalin ólyfseðilskyld lyf, sjúkraþjálfun, tannlæknakostnaður og sálfræðimeðferð vegna veikindanna. Í dag er Edda í 75 prósent starfi.
Auk þess sem Edda þarf að hitta krabbameinslækni sinn reglulega, og greiða fyrir rannsóknir og myndatökur, þá þarf hún að hitta sérfræðilækna á borð við kvensjúkdóma-, augn- og húðsjúkdómalækna vegna aukaverkana og borga komugjald í hvert einasta skipti.

Þakklát fyrir að vera á lífi

Líkt og svo margir í hennar stöðu á Edda góða að. Hlaupahópurinn hennar safnaði fyrir hana og hún hefur nýtt sjóðinn til að leggja út fyrir lækniskostnaðinum. „Það á samt ekki að vera í höndum vina og ættingja að borga undir lækniskostnað. Auðvitað á heilbrigðiskerfið að sjá um þetta.“

Þá segir Edda:

„Áður en ég greindist hafði ég enga hugmynd um hvað kostnaðurinn er lúmskur og hvað maður þarf alltaf að vera að borga. Þetta er fljótt að safnast saman. Þetta veldur manni áhyggjum.“

Edda viðurkennir fúslega að hún sjálf sé í töluvert betri stöðu en margir sem hafa greinst með krabbamein því hún sé þó með vinnu. „Þeir sem eru á örorkubótum eru í dag í mun verri stöðu en ég. Ég vona að þetta nýja greiðsluþátttökukerfi muni gagnast okkur öllum. Er samt ekki viss hvað mig varðar þar sem ég er ekki öryrki.“

Að lokum vill Edda koma því á framfæri að það sé erfitt að þurfa að eyða peningunum í læknis- og lyfjakostnað. „Auðvitað er ég þakklát fyrir að vera á lífi. En ég vil líka nýta tímann sem best. Gefa syni mínum góðar minningar um mömmu sína. Maður veit ekkert hvað gerist næst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi