Bræður og bananalíkjör

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Bræðurnir Gústaf og Brynjar Níelssynir eru ólíkindatól hin mestu. Á Facebook bar það til tíðinda í vikunni að Vigdís nokkur Hauksdóttir bað vini sína á samfélagsmiðlinum að ráðleggja sér með drykkjarval fyrir lítið samkvæmi sem hún hugðist standa fyrir í heimahúsi. Ekki leið á löngu þar til Gústaf hóf upp raust sína: „Fjórfaldur brennivín í bananalíkjör.“ Uppástungan hlaut engar sérstakar undirtektir fyrr en Brynjar, sem þekktur er af kímnigáfu sinni og umdeildum skoðunum, hjó í sama knérunn: „Brennivín í bananalíkjör. Mesta víman fyrir minnstan pening.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.