fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Ásgerður hefur sótt um á annað hundrað störf: Fær engin svör vegna aldurs

Sextug og með mikla og fjölbreytta reynslu – „Ég vil ekki eldast og hafa ekkert að gera“ – Niðurbrjótandi að fá endalaust höfnun

Auður Ösp
Mánudaginn 27. febrúar 2017 16:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vil ekki eldast og hafa ekkert að gera. Eins og aðrir hef ég mínar fjárhagslegu skuldbindingar og þoli það hreinlega ekki að vera án atvinnu. Ég vil ekki hætta að vinna enda hef ég fulla starfsgetu og fína reynslu,“ segir Ásgerður Guðbjörnsdóttir en hún hefur sótt um á annað hundrað störf eftir að hún missti vinnuna árið 2012. Þetta kemur fram á vefnum Lifðu núna. Ásgerður, sem er rúmlega sextug, segir það niðurdrepandi að sækja um hvert starfið á fætur öðru og fá lítil sem engin viðbrögð.

Ásgerður hefur meðal annars unnið hjá skipafélögum, tryggingafélagi og á verkfræðistofu, en hún hafði unnið í 12 ár hjá Tryggingamiðlun Íslands þegar eigendaskipti urðu hjá fyrirtækinu árið 2012. Hún missti í kjölfarið vinnuna sökum hagræðingar. Í kjölfarið sótti hún um hvert starfið á fætur öðru en kom alls staðar að lokuðum dyrum.

„Ég var alveg óttalaus og fór strax í að leita mér að nýrri vinnu. Sótti um hjá skipafélögunum, í bönkunum og hjá tryggingarfélögunum og á verkfræðistofum. Ég sótti líka um hjá Landspítalanum í sjúklingamótttöku og ýmislegt annað. Ég held að ég hafi sótt um vel á annað hundrað störf. Ég sótti hreinlega alls staðar um,“ segir Ásgerður sem hélt sér þó virkri á meðan á atvinnuleitinni stóð og gætti þess að hafa nóg fyrir stafni.

„Fáir þökkuðu fyrir umsóknina aðrir en opinberar stofnanir og Gámafélagið. En að öðru leyti fékk ég lítil viðbrögð, komst að vísu í örfá viðtöl en þau leiddu ekki til þess að ég fengi starf. Þú getur rétt ímyndað þér hvað þetta brýtur mann niður,“

Ásgerður sem fékk að lokum starf við umönnun á hjúkrunarheimili og hefur hún unnið þar síðan í september 2015. Hún segir vinnuna líkamlega erfiða en hún sé að vissu leyti búin að gefa það upp á bátinn að fá starf annars staðar. Hún bendir á að hún sé með fulla starfsgetu og mikla reynslu. Og ólíkt yngri starfsmönnum sé hún aldrei föst heima með veik börn.

„Ég hef ekki aðra skýringu á því hversu illa mér hefur gengið að fá vinnu aðra en að ég er orðin rúmlega sextug og atvinnurekendum finnst ég hreinlega orðin of gömul.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun