fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Það besta og versta á árinu: Egill – „Áhrif Google, Facebook og Amazon eru fordæmalaus“

Álitsgjafar DV segja frá því sem stóð upp úr á árinu 2017 að þeirra mati

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 31. desember 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

MeToo-byltingin, stöðugt efnahagsástand og gróska í íslensku menningarlífi er það sem álitsgjafar DV nefna þegar þeir eru beðnir um að lýsa því besta í íslensku samfélagi árið 2017. Morð, ákvarðanir kjararáðs um launahækkanir, gróðafíkn og aukin ítök stórfyrirtækja eru meðal þess versta. DV leitaði til nokkurra álitsgjafa og fékk þá til að lýsa því besta og versta sem einkenndi samfélagið á árinu sem er að líða.

Egill Helgason fjölmiðlamaður

Það besta:

Mér dettur fyrst í hug látlaus gróska í íslensku menningarlífi. Bókmenntum, tónlist, leikhúsi, kvikmyndum. Ég nefni dæmi úr tveimur fyrstu greinunum, ég hef mestan áhuga á þeim. Ég hef haldið því fram að í bókmenntunum séum við að lifa gullöld. Það er ekki síst vegna þess að íslenskir höfundar eru núorðið þýddir á fjölmörg tungumál, einangrunin hefur verið rofin, lesendahópurinn hefur stækkað og um leið hafa höfundarnir okkar orðið djarfari í efnistökum. Sumir af stóru eldri höfundunum gáfu ekki út bækur á þessu ári, en í staðinn fáum við bækur eftir ungt fólk sem margar lofa afar góðu.

Víkingur Heiðar Ólafsson á eina af vinsælustu klassísku plötunum í heiminum á þessu ári, hljóðritanir á verkum Philips Glass, hann er heimspíanisti. Það er haldin íslensk tónlistarhátíð í tengslum við Los Angeles Philharmonic í Disney Hall í LA. Þar er fremstur í flokki tónskáldið Daníel Bjarnason. Verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur eru flutt víða um heim. Hljómsveitin Kaleo er heimsfræg og túrar með Rolling Stones. Það er líka mikil gróska í djassinum, hann mætti fá meiri athygli. Músíklífið byggir á gríðarlega góðu starfi sem er unnið í tónlistarskólum landsins.

Það versta:

Það sem mér er efst í huga þegar spurt er hvað sé verst á árinu er síaukin völd stórfyrirtækja í heimi upplýsinga- og nettækni. Áhrif Google, Facebook og Amazon eru fordæmalaus. En það er eins og ekki megi hrófla við þessum fyrirtækjum – þá virkar það eins og maður sé á móti framtíðinni. Við lifum á tíma blindrar tæknihyggju, við látum tæknina stjórna því hvert við förum í stað þess að reyna að stjórna því sjálf hvert tæknin leiðir okkur.

Við erum að færast inn á svið gervigreindar. Mannshöndin verður óþörf við ýmis störf og mannshugurinn líka. Fjöldi fólks tapar vinnunni, verður jafnvel utanveltu í samfélögunum, en gróðinn safnast á sífellt færri hendur án þess að við höfum nokkra hugmynd um hvernig við ætlum að deila honum réttlátlegar eða nokkur áform þar um.

Stóru fyrirtækin safna sífellt meiri upplýsingum um einstaklingana sem veldur því að erfiðara verður að keppa við þau eða hrinda þeim af stallinum. Við sjáum út um allt misnotkun þessara upplýsinga, hún á bara eftir að færast í aukana. Falskar fréttir og markauglýsingar eru bara byrjunin. Á sama tíma mega hefðbundnir fjölmiðlar – sem eru nauðsynlegir fyrir siðuð og heilbrigð samfélög – sín einskis gagnvart netrisunum. Þeir stjórna aðganginum.

Illu heilli er það gróðafíknin ein sem knýr stórfyrirtækin áfram, viljinn til að stækka sífellt og öðlast meiri völd. Það er helst að Evrópusambandið skynji hættuna og reyni að koma böndum á risana, en það virðist því miður vera vonlítið verk. Menn hefðu þurft að vakna fyrir alllöngu og byrja að brjóta upp þessi fyrirtæki, líkt og Roosevelt gerði með auðhringana í upphafi tuttugustu aldar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi