fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025

Davíð Þór: „Smánarblettur á íslenskum stjórnvöldum hvernig komið er fram við fjölskyldur og börn sem leita hér hælis“

Eignaðist barn 18 ára – Slóst við Stein Ármann – Erótískar myndatökur óvissuferð – Átti ekki fyrir páskaeggjum

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 10. desember 2017 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, hefur komið víða við í lífi sínu á sviði lista og fræða. Kristinn Haukur heimsótti hann í kirkjuna og spurði meðal annars út í grínferilinn, ritstjórnina á Bleiku og bláu, prestsstörfin og baráttuna við áfengið. Þetta er brot úr löngu viðtali úr helgarblaði DV.

Myndi kæra Útlendingastofnun

Alla tíð hafa mannréttindamál skipt Davíð miklu máli og hefur hann verið meðlimur í Amnesty International síðan á unglingsárum. Í átta ár sat hann í stjórn samtakanna og í fimm ár var hann formaður Íslandsdeildar. Í seinni tíð hefur hann látið málefni hælisleitenda og flóttafólks sig miklu varða. Hann segir að hvernig Íslendingar taki á móti kvótaflóttafólki sé til fyrirmyndar en öðru máli gegni um hælisleitendur.

„Ég fæ ekki betur séð en að Útlendingastofnun sé hvað eftir annað að brjóta bæði barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og íslensk barnaverndarlög. Í íslenskum barnaverndarlögum segir að þau nái yfir öll börn á yfirráðasvæði íslenska ríkisins. Öll börn eiga rétt á umgengni við báða foreldra og fjölskyldur hafa verið brotnar upp, til dæmis þegar Tony Omos var sendur úr landi. Í barnasáttmálanum, sem á að heita lögfestur á Íslandi, segir að allar ákvarðanir um börn verði að taka með hag barnanna að leiðarljósi. Fólkið er sent út í algjöra óvissu. Það er smánarblettur á íslenskum stjórnvöldum hvernig komið er fram við fjölskyldur og börn sem leita hér hælis.“

Hann segir að skýlaus grundvöllur sé til að kæra Útlendingastofnun fyrir þessar aðgerðir og hann myndi gera það sjálfur ef hann væri hagsmunaaðili samkvæmt lögum. „Ég fagna því að ný ríkisstjórn segist ætla að taka við fleira flóttafólki en ég vona að hún geri skurk í því að skikka Útlendingastofnun til að virða íslensk barnaverndarlög og barnasáttmálann.“

Eins og flestir vita er Davíð fyrrverandi sambýlismaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Ég vona það besta og óska henni velfarnaðar en bjartsýni mín varðandi þessa ríkisstjórn í heild er hófleg. Ég hef enga ástæðu til þess að efast um að Katrín verði góður forsætisráðherra. En hún er ekki ein í þessari ríkisstjórn og í henni situr fólk, án þess að ég nefni nein nöfn, sem ég vona að verði fyrir góðum áhrifum og breyti háttum sínum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mætti meiddur og gefst upp á að reyna að ná næsta leik

Mætti meiddur og gefst upp á að reyna að ná næsta leik
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fékk skilaboð um að hann geti gleymt því að fara frá United í janúar

Fékk skilaboð um að hann geti gleymt því að fara frá United í janúar
Eyjan
Fyrir 20 klukkutímum

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum