Þórlaugur beið fimm og hálfa klukkustund eftir læknisaðstoð

Kerfið brást - Sonur Elvu Rósu Helgadóttur svipti sig lífi 22. desember 2015, aðeins 18 ára gamall - Lýsti því fyrir lækni hvernig hann ætlaði að binda endi á líf sitt. - 28 dögum síðar var Þórlaugur látinn

„Það er gríðarlega stórt skref fyrir unglinga að viðurkenna vandamálið og leita sér aðstoðar. Það er því töluvert meira högg fyrir þá að koma að luktum dyrum heilbrigðiskerfisins.“ Þetta segir Elva Rósa Helgadóttir, móðir 18 ára drengs sem svipti sig lífi 22. desember 2015. Drengurinn hét Þórlaugur Ragnar Ólafsson og hafði glímt við alvarlegt þunglyndi og kvíða sem stigmagnaðist mánuðina áður en honum tókst ætlunarverkið – að fremja sjálfsvíg með því að keyra framan á trukk.

Upplifði mikla höfnun

Eftir að Þórlaugur játaði fyrir móður sinni og ömmu hvernig honum leið var hann sammála þeim um að hann þyrfti á utanaðkomandi aðstoð að halda. Það tók þær þó nokkra daga að sannfæra Þórlaug um að fara á bráðamóttökuna til að hitta lækni.

Þar beið Þórlaugur í fimm og hálfa klukkustund eftir læknisaðstoð. Í viðtalinu segir Elva meðal annars:

„Það er algjörlega fáránlegt að svona veikur einstaklingur sé látinn bíða svona lengi. Ef hann hefði verið með verk fyrir hjarta þá hefði hann verið tekinn strax inn. Ef hann hefði verið með krabbamein hefði allt verið gert til að hjálpa honum. En af því að hann var unglingur með sjálfsvígshugsanir þá var hann ekki metinn nægilega veikur til að fá viðeigandi aðstoð.“

Elva segir að Þórlaugur hafi upplifað mikla höfnun eftir viðtalið sem hann fékk við unglækni. Þórlaugur var leystur út úr viðtalinu með uppáskrifuð þunglyndislyf frá geðlækni sem hann fékk þó aldrei að hitta augliti til auglits. Geðlæknir skrifaði upp á lyfin fyrir unglækninn og setti nafn sitt við bráðamóttökuskrána án þess þó að hitta Þórlaug.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærume