fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fókus

Katrín Mörk:„Þetta var ein ógeðslegasta tilfinning sem ég hef upplifað“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 12. janúar 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í kasti öskrar hann og gengur berserksgang. Þótt hann sé aðeins sex ára er hann nautsterkur þegar adrenalínið flæðir um hann. Hann hefur kastað stól í hausinn á mér, brotið klósett, brotið sjónvarp, brotið gluggakistu. Hann breytist í lítinn Hulk,“segir Katrín Mörk Melsen móðir hins sex ára gamla Ólivers Viktors sem greindur er með mikla einhverfu og ofvirkni sem brýst meðal annars út í heiftarlegum skapofsaköstum. Uppeldi hans hefur fylgt gífurlegt álag sem tekið hefur sinn toll á sambandi foreldra hans, sem og andlegri heilsu Katrínar en hún fékk taugaáfall árið 2014. Hún tekur þó fram að þrátt fyrir að Óliver sé krefjandi sé hún óendanlega þakklát fyrir að fá að vera mamma hans.

Katrín er í einlægu viðtali sem birtist í Akureyri Vikublað en hún á tvö önnur börn með eiginmanni sínum, Agli Erni Sigurðssyni. Þá er hún mörgum kunnug eftir að hún tók þátt í hinum vinsælu raunveruleikasjónvarpsþáttum Biggest Loser.

Katrín Mörk segir einhverfu Ólivers Viktors sveiflukennda og líkir henni við rússíbana. Einn af fylgifiskunum eru heiftarleg skapofsaköst þar sem Óliver breytist að sögn Katrínar í „lítinn Hulk“ eins og fyrr segir. Katrín og Egill þurfa því sífellt að vera á varðbergi þegar þeim grunar að kast sé í aðsigi og segir Katrín það vera afar slítandi.

„Í verstu köstunum grenja ég yfirleitt með honum því ég veit að þetta er bara lítill strákur sem kann ekki að höndla aðstæður. Svona tjáir hann sig. Hann er verstur við mig og verður brjálaður ef ég fer á klósettið eða út úr húsinu. Ég er því alltaf með hnút í maganum og eins og njósnari að reikna út hvernig ég komist í burtu óséð. Stundum tek ég slaginn en það kostar kast sem getur tekið klukkutíma. Svo þegar kastinu lýkur er hann í svitabaði, algjörlega búinn á því og vill bara liggja í fanginu á mér.

Katrín og eiginmaður hennar, Egill Örn Sigurðsson ásamt börnum sínum þremur en það eru þau Erika Rakel, átta ára, Óliver Viktor sex ára og  Baltasar Kasper  þriggja ára.
Katrín og eiginmaður hennar, Egill Örn Sigurðsson ásamt börnum sínum þremur en það eru þau Erika Rakel, átta ára, Óliver Viktor sex ára og Baltasar Kasper þriggja ára.

Þá rifjar Katrín upp gríðarlega erfitt tímabil árið 2014 en þá varð álagið sem fylgdi einhverfu Ólivers henni gjörsamlega um megn. Í kjölfarið leitaði hún sér hjálpar.

„Egill var á þessum tíma í háskólanámi og ég var alveg svefnlaus. Þetta var á því tímabili sem Óliver dreifði kúknum sínum um allt. Við urðum að skipta um öll teppi. Einn daginn sat ég í stiganum, öll útötuð í kúk, kúkur í teppinu, á veggjunum og báðir strákarnir grátandi. Ég var gjörsamlega búin og þegar maðurinn minn kom gangandi upp stigann byrjaði ég að öskra og garga. Þetta var ein ógeðslegasta tilfinning sem ég hef upplifað. Egill fór strax með mig upp á sjúkrahús.

Mér fannst ég gjörsamlega misheppnuð en hitti geðlækni sem sagði að það væri ekkert að mér og útskýrði fyrir mér að hvaða manneskja sem er hefði farið yfir um í þessum aðstæðum. Ég man hvað ég fann fyrir miklum létti. Ég hafði reynt að gera mitt besta svo lengi en aðstæðurnar voru algjörlega yfirþyrmandi. Upp frá þessu fór ég að vinna í sjálfri mér.“

Katrín er þrátt fyrir allt afar æðrulaus gagnvart aðstæðunum, þó svo að álagið hafi vissulega bitnað á hinum börnunum.

„Í gegnum þetta ferðalag okkar með Óliver hef ég lært svo margt varðandi sjálfa mig. Ég hefði aldrei unnið í mínum ókláruðu málum nema fyrir hann. Vegna hans hef ég komist að því hvernig manneskja ég er og vil vera.“

Viðtalið við Katrínu má finna í heild sinni í Akureyri Vikublað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Í gær

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára