fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Hulda: „Heimurinn er hruninn. Upplifunin er í rauninni að það er ekkert lengur til að lifa fyrir“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 7. desember 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það sem ég stóð uppi með þegar hann dó var það að við skildum aldrei ná að kveðjast. Mér fannst það mjög vont. Það var það sem ég þurfti svolítið að vinna með í minni sorgarúrvinnslu; eftirsjána og að hafa ekki náð þessum dásamlega endapunkti í góðu hjónabandi, að kveðjast. Það hefði verið svo dýrmætt,“ segir Hulda Guðmundsdóttir ekkja og formaður Nýrrar dögunar – samtaka um sorg og sorgarviðbrögð. Í viðtali sem birtist í sjónvarpsþættinum Fólk hjá Sirrý á Hringbraut nú á dögunum segir Hulda mikilvægt að hjón og sambúðarfólk bíði ekki með það fram í rauðann dauðann að ræða erfiða hluti á borð við makamissi.

Hulda var gestur þáttarins ásamt séra Vigfúsi Bjarna Albertssyni sjúkrahúspresti þar sem rætt var um lífið eftir makamissi. Sjálf missti Hulda mann sinn fyrir 18 árum en hann hafði þá barist við veikindi í á þriðja ár. Hulda leitaði sér hjálpar í sorgarferlinu rúmlega ári eftir að maður hennar dó.

„Á þeim tíma var verið að horfa til þess að maður ætti ekki að fara of snemma. Skilaboðin voru: „láttu sex mánuði líða að minnsta kosti, þú ert í svo miklu losti fyrst eftir að þú missir að þú ert kanski ekkert fær að taka einhver skref fram á við.“ Þetta var svolítið ríkjandi einhvern veginn, að maður ætti ekki að fara af snemma. En í dag hugsar maður að það er ekkert of snemma. Ef viðkomandi vill einhvern veginn fara að vinna í sinni sorg þá er það bara þegar þú ert tilbúinn, það er ekkert spurt um tíma,“ segir Hulda.

Þá tekur Hulda einnig undir með séra Vigfúsi Albert þegar talið berst að öðrum óuppgerðum sorgum sem oft á tíðum vakna upp í sorgarferlinu sem fólk gengur í gegnum eftir makamissi. Ekki sé óalgengt að við slíkt áfall fari á stað úrvinnsluferli á fleiri en einni upplifun. Þannig geta þeir sem hafa áður gengið í gegnum missi á borð við barnsmissi upplifað það að áfallið blossi skyndilega upp þegar makinn deyr.

Hulda segir maka dauðvona einstaklinga oft vilja hlífa viðkomandi við erfiðum aðstæðum, og sömuleiðis vilji sá sem er að deyja heldur ekki minnast á það að tími sé kominn til að kveðja. Slíkt sé hins vegar óhjákvæmilegt, og oft er raunin sú að þegar maki viðkomandi deyr þá sitji hinn eftir með ótal spurningar og óuppgerð mál. Segir Hulda mikilvægt að hjón og pör taki sjálf ábyrgð á því að horfast í augu við raunveruleikann sem mun taka við eftir að annar hvor aðilinn fellur frá.

Þá minnist Hulda einnig á sorgarferlið eftir makamissi.

„Heimurinn er hruninn. Upplifunin er í rauninni að það er ekkert lengur til að lifa fyrir. Þannig að fólk getur dottið í mjög erfiða líðan. En ég segi gjarnan við fólk: „sorgin er erfið. Hún getur aldrei verið annað en erfið, gerðu ráð fyrir því. Og þú munt smátt og smátt ná upp á bak,“ segir hún en hún kveðst sjálft hafa verið heppin að því leyti að þegar að eiginmaður hennar lést þá hafði hún náð að undirbúa sig undir andlátið og að vissu leyti hafði hún náð að syrgja fyrir fram. Hún hafði gert ráð fyrir því að það kæmi að þessari stund og náði því að kveðja mann sinn þó svo að hann væri ekki með meðvitund. Höggið var því ekki eins gríðarlegt.

„Ég myndi vilja hvetja fólk sem er í blóma lífsins og á sinn maka að huga aðeins að því að það kemur að því að annað ykkar deyr,hvort sem það er ég eða þú á undan,“ segir Hulda en tekur um leið fram að þetta þýði ekki að fólk eigi endalaust að velta sér upp úr því að það sé dauðlegt heldur hafa það í huga að lifa ríkara lífi og lifa í núinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Í gær

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum