fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

„Hvernig kynlíf stundið þið?“

Ingileif sárnar óviðeigandi spurningar um ástarlíf sitt

Kristín Clausen
Mánudaginn 5. desember 2016 20:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvernig kynlíf stundið þið?“ Þessi spurning er titill pistils sem laganeminn og blaðamaðurinn Ingileif Friðriksdóttir birti á lífstílsbloggsíðunni Mamie í gær. Ingileif, og unnusta hennar María, hafa oft fengið þessa spurningu frá ókunnugu fólki. Þá stórefast hún um að gagnkynhneigð pör hafi fái þessa sömu spurningu jafnoft .

Óviðeigandi spurning

„Útfærslurnar eru ýmiss konar (mér finnst hálf óþægilegt og vandræðalegt að skrifa þetta niður því þetta er svo langt yfir strikið – en mig langar á sama tíma að gefa ykkur eins skýra mynd af raunveruleikanum og ég get): „Hvernig sleikið þið píkuna á hvor annarri?“ „Eruð þið mikið að skæra?“ „Finnst ykkur ekki vanta typpi inn í myndina?“. Þetta eru spurningar sem við höfum raunverulega fengið frá fólki sem við þekkjum ekki neitt.“

Ingileif segir að svo virðist sem sumir haldi að sú staðreynd að þær María séu samkynhneigt par gefi fólki leyfi til að spyrja þessara óviðeigandi spurninga.

„Klámvæðing á lesbíum spilar líklega stórt hlutverk þarna, en fáfræði fólks gerir það líka. Við María erum mjög opnar með okkar samband og látum þetta ekki hafa áhrif á okkur, svo við erum yfirleitt fljótar að svara fólki með spurningum á borð við: „Myndirðu spyrja gagnkynhneigt par að þessu?“ Þá átta sig flestir á fáránleikanum og biðjast afsökunar. En þó ekki allir.“

Ingileif viðurkennir fúslega að forvitni sé eðlilegt og að það sé eðlilegt að fólk velti sér upp úr því sem það þekkir ekki.

„En það að spyrja bláókunnugt fólk út í kynlífið þeirra er vægast sagt óviðeigandi.“

Eruð þið lesbíur?

Síðast um helgina voru þær Ingileif og María í veislu þar sem þær kynntu sig fyrir manni sem þær höfðu aldrei áður hitt. Það fyrsta sem maðurinn sagði við þær var:

„Eruð þið lesbíur? Þá þurfum við nú aðeins að ræða um píkur sem eru augljóslega sameiginlegt áhugamál. Hvernig finnst ykkur best að sleikja píkur?“ Þetta sagði hann bara eins og ekkert væri eðlilegra,“ segir Ingileif og bætir við:

„Þó við María séum samkynhneigt par þá erum við samt sem áður manneskjur, eigum fjölskyldu og lifum ósköp venjulegu lífi.Við erum ekki öðruvísi þrátt fyrir að elska manneskju af sama kyni.

Ingileif segir í pistlinum að þær séu mjög heppnar að búa á Íslandi. Að sama skapi muni okkur sem samfélagið aldrei takast að eyða fordómum fyrr en við áttum okkur á því að það felast ákveðnir fordómar í því að koma öðruvísi fram við fólk einungis vegna þess að það elskar manneskju af sama kyni.

„Skilaboðin eru því þessi: það er ágætis þumalputtaregla að koma eins fram við alla, óháð kynhneigð, kyni, kynvitund, kyngervi, uppruna, trú, litarhafti, efnahag eða stöðu að öðru leyti. Það ætti ekki að vera flókið, er það?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun