fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Kristófer missti bæði föður og besta vin úr sjálfsvígi á árinu

„Eins og þruma úr heiðskíru lofti“- Sjálfsvíg ennþá tabú í íslensku samfélagi – „Það vantar svo sárlega andlega aðstoð fyrir karlmenn“

Auður Ösp
Föstudaginn 2. desember 2016 19:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fyrir tuttugu árum var tabú að tala um þetta og það er það enn í dag. Fjöldinn og kynjahlutfallið hefur heldur ekkert breyst, það hefur nákvæmlega ekkert breyst á tuttugu árum hvað varðar sjálfsmorð karlmanna í þjóðfélaginu. Þetta er þjóðfélagsmein og að hluta til má rekja þetta til því þjóðfélagslega uppeldi sem karlmenn fá,“ segir Kristófer Smári Leifsson sem nú í ár hefur misst tvo nákomna aðila sem báðir féllu fyrir eigin hendi. Faðir hans endaði líf sitt í byrjun árs, og einn af hans kærustu vinum tók eigið líf fyrir aðeins örfáum vikum. Kristófer segir sárlega skorta aðstoð og stuðning fyrir karlmenn hér á landi sem kljást við sálræna erfiðleika, og þá telur fólk oft á tíðum hræðast umræðuna um sjálfsvíg.

Faðir Kristófers, Leifur Þorvaldsson kvaddi heiminn þann 6.janúar, á þrettánda. Kristófer telur aðdragandann hafa verið langann. „Pabbi var búinn að að vera andlega veikur í langan tíma. Hann glímdi við mikinn kviða og þunglyndi, og þegar maður hugsar til baka þá virðist sem að þetta sé ákvörðun sem hann tók fyrir löngu síðan.“

Faðir Kristófers reyndi í gegnum tíðina að leita sér hjálpar, en það gekk illa. Telur Kristófer að þar hafi spilað inn í hin aldagamla íslenska hefð að karlmenn eigi ekki að bera tilfinningar sínar á borð, heldur byrgja hlutina inni og harka af sér.

„Hann missti sjálfur bróður sinn úr sjálfsvígi þegar hann í kringum tvítugt. Sama saga hjá móður minni, hún missti bróður sinn úr sjálfsvígi. Frændi og góður vinur pabba féll fyrir eigin hendi árið 2007, en hann hafði alltaf verið hrókur alls fagnaðar og mikill gleðigjafi.“

Einn af bestu vinum Kristófers, Adam Steinn Guðmundsson tók sitt eigið líf þann 7. nóvember síðastliðinn. Hann var aðeins þrítugur að aldri. Fráfall hans kom öllum í opna skjöldu.

„Við vorum búnir að þekkjast frá því við vorum sautján ára gamlir. Við náðum strax einstaklega vel saman. Við byrjuðum saman í háskólanámi, og þetta gerist viku fyrir lokaprófin. Þetta var ólýsanlegt sjokk. Adam hafði alltaf verið með rosalega mikið jafnaðargeð og var lítið að sýna tilfinningar sínar. Hann hafði alltaf verið svolítið þungur í fari. En engan grunaði að þetta myndi gerast. Þetta var eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þegar pabbi dó var ég ný byrjaður í dýru námi sem kostaði rúmlega milljón, og ég gat ekki bakkað út úr því. Ég þurfti þess vegna að taka mig saman og grafa þetta niður. Svo þegar Adam fer þá einhvern veginn springur allt.“

„Stórir strákar gráta ekki“

Kristófer greindi frá reynslu sinni í opinni færslu á facebook nú í vikunni þar sem hann ritaði meðal annars:

„Á unga aldri heyrir maður í samfélaginu: „Vertu sterkur“, „Stórir strákar gráta ekki“, og fleiri setningar á borð við þessar. Við ölumst upp við þá hugsun að tilfinningar eigi að bæla og að við eigum að standa einir, því það hjálpar okkur enginn. Við eigum að vinna ógeðslega mikið og það sem okkur þykir skemmtilegt er yfirleitt of dýrt, of barnalegt eða of tímafrekt, þá er ég að tala um þau áhugamál sem við höfum gaman af. „Ertu ekki orðinn of gamall til að spila tölvuleiki?“ eða „ Er þetta ekki bara hobby fyrir unglinga?“,“ Ertu viss um að þú hafir tíma til að leika þér svona?“
Afleiðingarnar af þessu eru þær að við lærum ekki að tjá okkur, við eigum oft mjög erfitt með að tjá tilfinningarnar okkar og hvernig okkur líður og hvað við viljum á andlega sviðinu.

Kristófer segir að eftir andlát vinar sínars hafi opnað fyrir flóðgátt af tilfinningum, sem hann hafði áður þurft að grafa niður.

„Síðan að pabbi fyrirfór sér hef ég fengið að heyra oftar en ég get talið að ég þurfi að vera sterkur og halda áfram, og þá hlustaði ég og gerði. Eftir að Adam fyrirfór sér ákvað ég að hlusta ekki, ég tók þá ákvörðun að ég skyldi ekki vera sterkur því ég einfaldlega vill halda geðheilsu, ég eyddi þremur vikum uppi í rúmmi því ég einfaldlega meikaði ekki framúr, ég þurfti minn tíma til að syrgja, ég fór mjög langt niður og borðaði lítið sem ekkert svo dögum skipti. Enn í dag sef ég 12-14 tíma á sólarhring því ég einfaldlega er svo gjörsamlega búinn á því andlega að ég hef ekki orku í meira, mér finnst best að vaka á næturnar því þá þarf ég ekki að hafa samskipti við fólk, það er einfaldlega oft þannig að ég hef bara ekki orku í það. sumum finnst þetta kanski óeðlilegt en það er það ekki, mörg spendýr gera þetta þegar einn úr hópnum deyr og þetta er eðlilegur hluti af sorgarferli.

Kristófer, ásamt unnustu sinni Söru Dröfn Valgeirsdóttur.
Kristófer, ásamt unnustu sinni Söru Dröfn Valgeirsdóttur.

Það hefur aldrei nokkurn tíman komið fyrir að faglærður einstaklingur hafi haft samband við mig af fyrrabragði eða að mér hafi verið boðin aðstoð til þess að vinna úr mínum áföllum, og ég get ekki sagt að það sé auðvelt að leita sér aðstoðar. Sálfræðingar eru ekki niðurgreiddir af ríkinu og fyrir mig að sækja sálfræðiaðstoð kostar mig lágmark 17 þúsund kónur tíminn. Geðdeild er ekki vænlegur kostur heldur því stofnunin er svo undirmönnuð að þeir ná varla að sinna þeim sem leita til þeirra,“ ritar Kristófer jafnframt í færslu sinni.

Fólk hrætt við umræðuna

„Mér finnst svolítið eins og fólk sé hrætt við það að með aukinni umræðu um sjálfsvíg gæti skapast einhvers konar faraldur; að við munum þá sjá fleira ungt fólk fara. Það er mjög vond þróun. Það þarf rosalega margt að breytast í þessum málum,“ segir Kristófer jafnframt í samtali við blaðamann og nefnir til að mynda aukið eftirlit með andlegri heilsu hjá karlmönnum. „Sem dæmi, þá er dæmis brýnt fyrir ungum konum að fara í krabbameinsskoðun reglulega, af hverju ætti ekki að setja eitthvað svipað upp fyrir karlmenn og þeirra líðan, þar sem þeim er boðið koma í viðtal og láta tékka á stöðunni? Þróa námskeið þar sem þeim er kennt að takast á við tilfinningar sínar og sjálfa sig. Það er heilmikið sem væri hægt að gera.“

Nú veit ég að Kvíðameðferðarstöðin hefur verið að vinna frábært starf, en það kostar sitt að sækja sér aðstoð. Ég held að það myndi hafa mikla þýðingu að koma á niðurgreiðslu á sálfræðiaðstoð fyrir karlmenn, koma því inn í sjúkratryggingakerfið. Þannig er það með þjónustu geðlækna, og af hverju ætti ekki það sama að gilda um sálfræðinga?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi