fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Gunnhildur missti lunga, tær og heyrn: „Fór í mikla afneitun gagnvart sjálfri mér“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 19. október 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég man bara þegar ég vakna eftir tvo mánuði. Það var ofboðslega vont, en samt var svo gott að finna fyrir mínu fólki. Ég gat mig hvergi hreyft, notaði bara augun til að horfa, ég vissi ekkert hvað hafði gerst. En maður gerði sér samt alveg grein fyrir alvarleika málins, maður sá það á fólkinu sínu,“ segir Gunnhildur Þorbjörg Sigþórsdóttir sem lenti í hrikalegri lífsreynslu 16 ára að aldri þegar hún bíll sem ekið var í óleyfi hafnaði ofan á henni utan vegar þannig að hún hlaut alvarlega innvortis áverka.

Gunnhildur segir sögu sína í sjónvarpsþættinum Örlagadagurinn á Hringbraut en afleiðingar slyssins voru þær að Gunnhildur lá í dái í tvo mánuði og var vart hugað líf: hún missti annað lungað og nánast allar tær. Læknisaðgerðin sem Gunnhildur gekkst undir var tímamótaðgerð í slysalækningum á Íslandi, en hún reyndist gríðarlega flókin og dýr í framkvæmd og var lengi talin nánast ómöguleg, en aldarfjórðungur er nú liðinn síðan aðgerðin var framkvæmd.

Gunnhildur er alin upp á Þingeyri. Kvöldið sem slysið átti sér stað var hún á rúntinum með vinum sínum, fjögur saman, og freistaðist þess að keyra bílinn. Þau voru komin út í sveit þegar slysið átti sér stað en Gunnhildur kveðst ekkert muna eftir því sem gerðist. Ég man ekkert nema bara það sem hefur verið sagt við mig. Ég kastast út úr bílnum og lendi undir honum.“

Vinur hennar sem átti bílinn hafði nýlega farið á skyndihjálparnámskeið og vissi að það ætti ekkert að hreyfa við henni. Hann hljóp á næsta sveitabæ og hringdi eftir aðstoð. Gunnhildur var flutt suður á Borgarspítalann þar sem fljótlega kom í ljós að annað lungað óstarfshæft og hitt mikið skaddað. Hún gat ekkert tjáð sig og þurfti að horfa upp á sína nánustu þar sem þeir stóðu með tárin í augunum við sjúkrarúm hennar.

„Manni langaði svo að segja eitthvað: „Þetta er allt í lagi, þetta er allt í lagi.“ Ég reyndi að túlka það bara með augunum. Þegar þau tóku í hendurnar á mér reyndi ég að þrýsta svolítið og tala með hendinni,“ segir hún og bætir við að hún hafi gert sér grein fyrir á þeim tíma hversu illa hún hefði slasast. „Ég vissi það, ég gat mig hvergi hreyft. En samt fann ég ekkert til, ég var bara dofin.“

Fór langt inn í sig

Hún tók hægum framförum næstu vikur og mánuði en aðspurð um andlega líðan segir hún hafa valdið vanlíðan sína vel.„ Ég gat verið ofsalega reið útí sjálfa mig en ég var alltaf fljót að komast yfir það og finna til þakklætis.“

Hálfu ári eftir slysið þurfti síðan að fjarlægja allar tærnar af hægri fæti Gunnhildar og eina af þeim vinstri. Ástæðan var sú að í meðferðinni á undan hafði líkami hennar verið kældur mikið niður þannig að það myndaðist drep.

„Þetta er svolítið áfall fyrir mig og ég fór í mikla afneitun gagnvart sjálfri mér. Ég fór langt inn í mig,“ segir hún en ofan á allt þurfti hún einnig að fá heyrnartæki vegna heyrnasköddunar sem hún hlaut vegna slyssins. Það reyndist henni afar erfitt.

„Ég lokaði mig af og fór ofsalega inn í mig. Ég fór í mjög mikla afneitun gagnvart sjálfri mér og upplifði mikla fordóma. En ég held samt þegar ég hugsa um það að fordómarnir hafi verið hvað mestir hjá sjálfri mér,“ segir hún og bætir við að hún hefði aldrei viljað viðurkenna heyrnarleysið.

Slys Gunnhildar varð til þess að Íslendingar fengu hjarta og lungatæki til landsins en íþróttafélag hennar, Höfrungur setti á stað söfnun og móti Hjartavernd og söfnuðu fyrir vélinni sem síðan var gefin Landspítalanum. Hægt er að horfa á viðtalið við Gunnhildi í heild sinni hér fyrir neðan.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=OFGf959f4Ro&w=600&h=550]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar