fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Tímavélin: Messufall vegna ölvunar séra Jóns og Sigurðar

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 9. desember 2018 15:30

Messuvín Tveir prestar ófærir um að sinna guðsþjónustu vegna ölvunar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1734 var nokkuð strembið fyrir íslensku kirkjuna og trúverðugleika hennar. Tveir prestar gerðust þá sekir um að koma fram í guðsþjónustu mjög ölvaðir. Svo ölvaðir að þeir ultu niður á kirkjugólfið og gátu ekki haldið áfram.

 

Datt og gleymdi að helga vínið

Jón Þórðarson var prestur á Söndum til nærri þrjátíu ára. Hann var mikið skáld og sagður göldróttur en breyskur mjög. Árið 1719 slapp hann við dóm fyrir embættisafglöp. Á allraheilagramessu árið 1734 stóð til að gifta hjón á Söndum. Séra Jón mætti hins vegar svo fullur til messunnar að hann hneig niður við altarið og var lagður út af á einn kirkjubekkinn. Var hann ætíð kallaður dettir eftir það. Einn kirkjugestanna þurfti að taka að sér að halda guðsþjónustunni áfram og las úr húslestrabók fyrir salinn.

Þegar því lauk var séra Jón kominn til meðvitundar aftur og sagðist geta klárað guðsþjónustuna. Útdeildi hann tuttugu mönnum sakramenti en gleymdi að vígja bæði vínið og brauðið. Þá gat hann heldur ekki gift grey hjónaefnin eftir kirkjunnar reglum. Þau héldu hins vegar að allt hefði verið með felldu og hófu að lifa eins og hjón eftir athöfnina. Var séra Jón talinn ábyrgur fyrir því.

Séra Jón var kærður fyrir þetta atvik og um vorið sagði hann sig frá brauðinu. Fluttist hann þá í Hokinsdal og bjó þar út lífið.

 

Klúðraði jólunum

Séra Sigurður Árnason hét presturinn sem klúðraði jólunum fyrir sóknarbörnum í Landeyjum. Sigurður hafði verið á Krossi í fjórtán ár og var talinn drykkfelldur. Í eitt skipti áður hafði orðið messufall hjá honum vegna þessa.

Atvikið árið 1734 átti sér stað í Voðmúlastaðakirkju, sem var útkirkja frá Krossi. Á jólanótt messaði Sigurður í kirkjunni en var svo ölvaður að hann hrundi út á kórgólfið. Líkt og í tilviki séra Jóns á Söndum var Sigurður þá borinn á einn kirkjubekkinn til að sofa úr sér. En Sigurður svaf og svaf og kirkjugestir þurftu frá að hverfa án guðsþjónustu. Á jóladag var hann svo timbraður að hann gat engan veginn messað þá heldur.

Á þrettándanum var sóknarfólkið boðað til séra Ólafs Gíslasonar, prófasts að Odda, til að svara fyrir atvikið. Allir sem höfðu verið í messunni neituðu að svara prófasti og reyndist því vandasamt að kæra Sigurð. Það tókst hins vegar fyrir rest og var hann sviptur hempunni árið 1738.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Í gær

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell