fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Mannfræði á krakkamáli – Börn vinna með fyrirbærið þjóð

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 16. júlí 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Gerðubergi stendur nú yfir sýningin Mannfræði á mannamáli þar sem sjá má afrakstur vinnusmiðju þar sem krakkar á aldrinum 9-12 ára unnu á skapandi hátt með fyrirbærið þjóð. Umsjónarkonur smiðjunnar lögðu fram spurningar og umræðukveikjur, krakkarnir ræddu eigin reynslu og hugmyndir og notuðu ímyndurnaraflið til að túlka þær í myndmáli og texta. Sýningin stendur til 24. ágúst.

Smiðjan er í tengslum við þróun á nýrri útgáfu í bókaröðinni Mannfræði fyrir krakka ( Anthropology for Kids) sem áformað er að gera aðgengilega fyrir íslensk börn. Auk bókaraðarinnar samanstendur verkefnið af vinnusmiðjum og skapandi starfi sem leiðir saman sérfræðiþekkingu fullorðinna og sköpunarkraft barna og ungmenna. Aðalhöfundur bókanna og upphafsmaður verkefnisins er frumkvöðullinn og listakonan Nika Dubrovsky.  Hún er af rússnesku bergi brotin en lifir og starfar í Berlín, Þýskalandi.

Verkefnið er hugsað út frá mikilvægi þess að hvetja börn og ungt fólk til að nýta eigin sköpunarkraft, beita gagnrýnni hugsun og draga sjálfstæðar ályktanir um uppbyggingu eigin samfélags. Ekki síst eru þau hvött til að ímynda sér hið (ó)mögulega og velta fyrir sér merkingu hinna ótal þátta sem að koma saman í menningu okkar.

Nika Dubrovsky, Ólöf Sverrisdóttir og Sara S. Öldudóttir leiddu smiðjuna.

Verkefnið er unnið í samstarfi við Borgarbókasafnið og List fyrir alla. Aðrir styrktaraðilar eru Fullveldissjóður og Goethe Institut.

Nánari upplýsingar um verkefnið hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum