fbpx
Fókus

Flogaveikir varaðir við Incredibles 2

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 19. júní 2018 11:30

Kvikmyndahús víða í Bandaríkjunum hafa neyðst til þess að setja upp viðvaranir vegna nýjustu myndar Pixar, Incredibles 2. Ráðstafanir þessar fylgja í kjölfar fjölmargra kvartana sem bárust frá bíógestum vegna flöktandi ljósa sem sjást í bíómyndinni á einum tímapunkti.

Félag flogaveikra í Bandaríkjunum (e. The Epilepsy Foundation) gaf út yfirlýsingu þar sem áhorfendur voru beðnir um að hafa varann á og segir þar að áhorfendur hafi upplifað óvænt flogaveikisköst yfir myndinni.

„Við stöndum með okkar flogaveikisstríðsmönnum og fjölskyldum þeirra á meðan þau opinbera rödd sína og tjá áhyggjur sínar um kvikmyndina. Við kunnum að meta tilraunir sumra kvikmyndahúsa til þess að setja upp viðvaranir fyrir fólk sem langar að sjá hana,“ segir í yfirlýsingunni.

Hér að neðan má sjá tíst frá áhorfendum sem voru skelkaðir þegar þeir stigu út af myndinni og/eða fundu sig knúna til þess að dreifa skilaboðunum.

Nokkrum dögum síðar sendi stórfyrirtækið Disney út þessa tilkynningu til kvikmyndahúsa.

Incredibles 2 er frumsýnd á Íslandi 20. júní og hefur fengið bæði frábæra dóma og aðsókn. Um helgina síðustu opnaði myndin vestanhafs við 180 milljón dala aðsókn (tæplega 1,5 milljarð í íslenskum krónum) og er það hingað til stærsta opnun teiknimyndar frá upphafi.

 

Tómas Valgeirsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Hálendi Íslands eins og þú hefur aldrei séð það áður – Stórbrotið myndband Ólafs Más

Hálendi Íslands eins og þú hefur aldrei séð það áður – Stórbrotið myndband Ólafs Más
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Elsa hannar jólafrímerkin í ár – Gefa frá sér piparkökuilm

Elsa hannar jólafrímerkin í ár – Gefa frá sér piparkökuilm
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gyða gefur út Evolution – Útgáfutónleikar og Airwaves

Gyða gefur út Evolution – Útgáfutónleikar og Airwaves
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjörnumerkin og fatastíll: Rísandi sporðdreki – POW

Stjörnumerkin og fatastíll: Rísandi sporðdreki – POW