fbpx
Laugardagur 15.desember 2018
Fókus

Eyþór sveik sjálfan sig með Eurovision: „Mér fannst þetta allt mjög gervilegt“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 25. nóvember 2018 14:30

Eyþór Ingi Gunnlaugsson hefur ekki náð þrítugsaldri enn þá en er þó fyrir löngu orðinn stórt nafn í skemmtanabransanum. Hann á að baki fjölbreyttan feril bæði í tónlist og leiklist og hefur unnið hverja keppnina á fætur annarri, jafnvel þótt hann hafi ímugust á þeim. DV ræddi við Eyþór um ímyndunarveika krakkann á Dalvík, átján ára sjónvarpsstjörnuna, Eurovision-farann og eftirhermuna.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV.

Sveik sjálfan sig

Nú hefur þú tekið þátt í þremur tónlistarkeppnum og unnið þær allar. Er mikill keppnismaður í þér?

„Nei. Það er enginn íþróttamaður í mér og enginn keppnismaður. Ég er ekkert hrifinn af keppnum og að það sé yfir höfuð verið að keppa í tónlist. Þetta er nokkuð skondið þegar litið er til baka. Kannski hefur þetta æxlast svona út af kæruleysinu í mér,“ segir Eyþór og hlær.

Sú stærsta sem hann sigraði í var vitanlega Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2013 með laginu Ég á líf eftir Pétur Örn „Jesú“ Guðmundsson og Örlyg Smára. Í kjölfarið flugu þeir út til Malmö til að taka þátt í Eurovision, komust upp úr undanriðlinum og höfnuðu í sautjánda sæti lokakeppninnar.

„Eurovision var aldrei á stefnuskránni hjá mér, jafnvel þó að ég hafi alla ævi verið mjög upptekinn af söng. Kannski datt mér þetta í hug þegar ég var sex eða sjö ára. En allt frá unglingsárum fannst mér þetta það hallærislegasta sem til var.“

Eyþór segir að Eurovision hafi í raun verið svik af hans hálfu. Bæði gagnvart sjálfum sér og Bubba Morthens.

„Bubbi tók loforð af mér um að fara aldrei í Eurovision þegar ég vann keppnina hans. Ég lofaði því og sveik það síðan. Hann reyndar gerði það á undan mér og samdi texta fyrir lag sem Jógvan söng. Ég fel mig alltaf á bak við það,“ segir Eyþór og skellihlær. „Ég sveik samt aðallega sjálfan mig því að mig langaði ekkert og langar enn ekkert að taka þátt í þessari keppni. Eftir Bandið hans Bubba fékk ég fyrirspurnir á hverju einasta ári. Fékk sendan fjöldann allan af flottum lögum sem ég hefði alveg getað hugsað mér að flytja en ég vildi ekki fara í keppnina. Horfði ekki einu sinni á hana.“

Hvað var það sem breyttist?

„Pétur er góður vinur minn og áður en ég kynntist honum var hann átrúnaðargoð mitt því ég hlustaði mikið á Dúndurfréttir. Hann bað mig um að syngja lagið sem var þá komið inn í keppnina. Ég var hikandi til að byrja með, en af því að þetta var Pétur tók ég mér tíma í að hugsa þetta. Af því að ég var svo lengi að ákveða mig var ég eiginlega orðinn of seinn að segja nei,“ segir Eyþór og skellir upp úr. „Sem er mjög lýsandi fyrir mig.“

Eurovision gervilegur hliðarveruleiki

Ég á líf sker sig úr íslenskum framlögum að því leyti að það var sungið á íslensku í lokakeppninni. Eina lagið síðan tungumálið varð valfrjálst árið 1997.

„Okkur fannst mikilvægt, fyrst við vorum komnir inn í þetta umhverfi, að við gerðum eitthvað sérstakt. Við fengum marga enska texta, bæði frá innlendum og erlendum textahöfundum. En af því að lagið er í raun svo einfalt fannst okkur hæfa því betur að syngja á einhverju álfatungumáli eins og íslensku.“

Heldur þú að það hafi hjálpað til eða hamlað?

„Ég held að það hafi frekar hjálpað til,“ segir Eyþór hugsi. „Það voru margir af Eurovision-nördar sem voru þakklátir fyrir að við skyldum hafa valið okkar tungumál.“

Hvert var takmarkið hjá ykkur?

„Bara að hafa gaman af þessu. Fyrir mér var þetta allt svo súrt og eins konar bóla. Í viðtölum fengum við alls konar spurningar um takmörk og árangur lagsins og þá leið mér eins og íþróttamanni. Ég reyndi því að snúa mig út úr þeim viðtölum. Ég gekk inn í þetta umhverfi og tók þátt í þessu leikriti. Þarna var rauður dregill og paparassar úti um allt að mynda mig. Svo kom ég aftur heim til Íslands og fór í Bónus eins og venjulega. Þetta var algjör hliðarveruleiki. Það getur verið að aðrir upplifi þetta á annan hátt, en mér fannst þetta allt mjög gervilegt.“

Varstu smeykur við að standa á þessu sviði?

„Nei, ég var orðinn vanur því að flytja lög fyrir fjölda fólks. Bæði í ýmsum sýningum í Hörpu og svo á Fiskideginum á Dalvík.“

Hugsaðir þú ekkert um milljónirnar sem voru að horfa í sjónvarpi?

„Nei, ég hugsaði lítið um áhorfendur úti í heimi. En þegar myndavélin var fyrir framan mig og það var verið að telja niður í útsendingu hugsaði ég til Íslands. Ég veit hvað Íslendingum þykir upp til hópa vænt um keppnina, alveg sama hvað þeir þykjast ekki gera það. Þegar íslenska lagið byrjar hækka allir í sjónvarpinu. Þá allt í einu áttaði ég mig á því að ég væri ekki að taka þetta nógu alvarlega og þá varð ég stressaður. Ég mátti ekki klúðra þessu fyrir Íslendingum, þeir verða svo sárir,“ segir Eyþór og hlær.

 

 

Kristinn H. Guðnason
Kristinn Haukur Guðnason er blaðamaður og sagnfræðingur sem starfað hefur hjá DV síðan 2017 en áður skrifaði hann fyrir Kjarnann.
Kristinn skrifar almennar fréttir, mannlífsviðtöl, um söguleg málefni og menningu.
Hann er ólæknanlegur nörd sem eyðir laugardagskvöldum í að spila við sjálfan sig og leggja höfuðborgir heimsins á minnið.

netfang: kristinn@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Snarlúkkar þessi kerra!
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Ragga nagli komin með Heilsuvarp

Ragga nagli komin með Heilsuvarp
Fókus
Í gær

DV Tónlist : FM Belfast í beinni útsendingu kl. 13.00

DV Tónlist : FM Belfast í beinni útsendingu kl. 13.00
Fókus
Í gær

Allir gráta og Minningarsjóður Einars Darra færa leik- og grunnskólum kærleiksgjöf

Allir gráta og Minningarsjóður Einars Darra færa leik- og grunnskólum kærleiksgjöf
Fókus
Í gær

Frægir sem hata jólin – „Hvílík sóun á pappír!“

Frægir sem hata jólin – „Hvílík sóun á pappír!“
Fókus
Í gær

Dillon og Bulleit safna fyrir Geðhjálp og Rauða krossinn – Húðflúr gegn myrkrinu

Dillon og Bulleit safna fyrir Geðhjálp og Rauða krossinn – Húðflúr gegn myrkrinu
Fókus
Í gær

Tónlistarspekúlantar hafa fundið formúlu hins fullkomna jólasmells

Tónlistarspekúlantar hafa fundið formúlu hins fullkomna jólasmells
Fókus
Í gær

Hrafn var búinn að hringja um allt – Fann það sem hann vantaði á spottprís í Costco

Hrafn var búinn að hringja um allt – Fann það sem hann vantaði á spottprís í Costco
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ævar vísindamaður með Þína eigin auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Ævar vísindamaður með Þína eigin auglýsingu – Sjáðu myndbandið