fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Ragnar Þór: „Fólk er þremur launaseðlum frá fjárhagslegu þroti“

Kolbrún Bergþórsdóttir
Mánudaginn 2. október 2017 22:00

„Þetta verður til ævarandi skammar fyrir hreyfinguna“

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir hitti hinn skelegga formann VR, Ragnar Þór Ingólfsson, og forvitnaðist um helstu baráttumálin. Plott innan VR komu einnig til tals, sem og pólitíkin og vitanlega kjör fólksins í landinu.

Fyrr á þessu ári, í mars, var Ragnar Þór Ingólfsson kjörinn formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur með tæplega 63 prósent atkvæða. Sigur hans var óvæntur en flestir höfðu átt von á að Ólafía Rafnsdóttir myndi halda formannssæti sínu. Ragnar hafði setið í stjórn VR í átta ár áður en hann bauð sig fram til formanns. Hann er í sambúð með Guðbjörgu Ingunni Magnúsdóttur grunnskólakennara og á fimm börn.

Fólk er þremur afborgunum af lánum eða leigu frá því að missa húsnæði. Fólk er þremur launaseðlum frá fjárhagslegu þroti og alvarleg veikindi geta leitt til sárrar fátæktar. Þess vegna skiptir svo miklu máli að við sem erum í betri stöðu en þeir verst settu berjumst fyrir þéttara öryggisneti fyrir okkur öll. Við gerum okkur ekki grein fyrir því hversu stutt er á milli hláturs og gráts í þessum efnum fyrr en við lendum í því sjálf.

Ég fæ ótal símtöl frá fólki sem hefur verið að berjast við tryggingafélög og bankana árum saman. Alltaf er í boði að skrifa undir og semja um versta dílinn. Við erum með réttarkerfi sem er réttarkerfi ríka fólksins. Ef þú ert einstaklingur sem er ekki efnaður og þarft að sækja rétt þinn þá gengurðu ekki inn á lögfræðistofu og borgar 20–25 þúsund kall fyrir tímann. Þeir efnameiri hafa því betri aðgang að réttarkerfinu en þeir efnaminni.

Síðan erum við með þessi kerfi, eins og almannatryggingakerfið og lífeyrissjóðakerfið, sem beinlínis læsa fólk inni í sárri fátækt út af frítekjumörkum og skerðingum. Það er búið að svipta fólkið okkar sjálfsbjargarviðleitni, sem er ömurlegt. Við eigum ekki að sætta okkur við að vera með kerfi sem er ekki að vinna fyrir okkur. Ég tala ekki um að vera með kerfi sem við skiljum ekki því það eru mjög fáir sem skilja þetta kerfi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Í gær

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell