Fókus

Glódís stígur fram: Fær stjúpbörnin um helgar þó pabbinn sé farinn – „Af hverju ertu enn þá að taka krakkana hans?“

„Mér finnst oft tilfinningar barna vanmetnar eða gleymdar“ – Börn alltaf blessun – Vill að tekið sé tillit til barnanna

Kristjón Kormákur Guðjónsson skrifar
Þriðjudaginn 14 febrúar 2017 11:55

„Mig langar aðeins að tjá mig um svolítið sem liggur mér á hjarta. Það snýr að stjúpmömmu hlutverkinu eða í mínu tilfelli að vera „fyrrverandi“ stjúpmamma. Nú höfum ég og fyrrverandi kærasti minn slitið sambúð en það gerðum við fyrir nokkrum mánuðum. Honum fylgdu þrjú yndisleg börn þegar við tókum saman. Það var „pakki“ eins og það er oft orðað en það truflaði mig ekki og eftir að ég kynntist þeim urðu þau bara blessun í mínum augum. Ég hef hugsað um þau frá því þau voru 4, 5 og 11 ára gömul síðust 4 ár. Ég hef fætt þau, klætt þau, hlegið með þeim, huggað þau, tekið þátt í þeirra starfi, bæði í leikskóla og skóla, hjálpað þeim að læra, frætt þau um lífið, svarað þeirra vangaveltum, ferðast með þeim um landið. Þannig gæti ég haldið lengi áfram. Ein blessun í viðbót bættist við í hópinn og er hann nýorðinn 1 árs gamall.“

„Er þetta ekki of mikið fyrir þig?“ „Ætlarðu að taka þau reglulega alla ævi?“

Þannig hefst frásögn Glódísar Öldu Baldurdóttur sem hefur haldið áfram að taka börn fyrrverandi sambýlismanns til sín á helgum þrátt fyrir að hann sé fluttur út. Móðir barnanna, Aðalheiðar Ósk Þorsteinsdóttur skrifaði pistil um Glódísi á Bleikt og þessar sérstöku aðstæður og hefur hann vakið mikla athygli. Hófst hann á þessum orðum:

„Börnin mín eiga fastar mömmuhelgar hjá annarri konu. Börnin mín komu heim í gær úr Glódísarhelgi. Eins og þeir sem þekkja mig vita, þá er ég ekki fráskilin samkynhneigð kona en börnin fara í mömmuhelgar hjá annarri konu, mömmu. Ekki nema von að fólk spyrji, hver er Glódís?“

Var aldrei stjúpmamma, ég var „all in“

Frásögn Heiðu

Frásögn Aðalheiðar Ósk Þorsteinsdóttur á Bleikt.is hafa vakið gríðarlega athygli en hún hófst á þessum orðum: Smelltu hér til að lesa pistilinn.

„Börnin mín eiga fastar mömmuhelgar hjá annarri konu. Börnin mín komu heim í gær úr Glódísarhelgi. Eins og þeir sem þekkja mig vita, þá er ég ekki fráskilin samkynhneigð kona en börnin fara í mömmuhelgar hjá annarri konu, mömmu. Ekki nema von að fólk spyrji, hver er Glódís?“

Þar sagði Aðalheiður eða Heiða Ósk að hún ætti þrjú börn með fyrrverandi sambýlismanni sínum og fyrir fjórum árum hefði Glódís Alda Baldursdóttir hafið samband með honum. Fyrst til að byrja með rigndi ekki glimmeri og regnbogum líkt og Heiða kemst að orði. En glimmerið settist og hún fékk að heyra hvernig börnin höfðu það hjá Glódísi og Glódís tók þátt í og gerði allt sem mömmu gera. Glódís eignaðist eitt barn með manninum áður en þau skildu. En þrátt fyrir skilnað við föður barnanna kvaddi hún ekki börnin. Eina helgi í mánuði fara börn Heiðu til Glódísar.

Heiða segir í pistli sínum um Glódísi:

„Ég er þakklát fyrir hennar val og hjartalag. Börnin mín völdu hana og hún þau.“

Smelltu hér til að lesa pistilinn.

Glódís staðfestir að hún taki enn þá börnin:

„Ég tek þau enn og hef gert frá því við pabbi þeirra slitum sambúð. Ég hef fengið mjög margar spurningar og komment á það, auðvitað flestar jákvæðar og ég hef fengið mikið hrós fyrir það en einnig fengið spurningar sem hljóma svona:

„Af hverju ertu enn þá að taka krakkana hans?“ „Hvernig nennir þú þessu?“ „Er þetta ekki of mikið fyrir þig?“ „Ætlarðu að taka þau reglulega alla ævi?“ og fleiri í ætt við þessar.

Þá segir Glódís:

„Fyrir mér var ég aldrei stjúpmamma, ég var „all in“ í mömmuhlutverkinu aðra hverja helgi, einnig þess á milli þegar þau hringdu og var enn þá meira með þau á sumrin, meðal annars ein heilt sumar þegar pabbi þeirra var að vinna í útlöndum og aldrei sleppti ég „pabba“ helgunum,“ segir Glódís.

„Ég tengdist þessum börnum inn að hjartarótum bókstaflega og það get ég ekki bara látið hverfa með því að smella fingri. Þó svo að sambúðin slitnaði get ég ekki hugsað mér að hverfa úr lífi þeirra eða þau úr mínu. Þetta var aðal áhyggjuefnið hjá mér við skilnaðinn og talaði ég um það strax við bæði móðir þeirra og föður, ég vildi fá að halda áfram að vera í lífi þeirra og sjá þau vaxa og dafna“

Taka skilnað nærri sér

Glódís kveðst ekki geta skilið þegar fólk slekkur nánast á tilfinningum og tengslum og hverfur úr lífi saklausra barna sem það hafi myndað tengsl við. Börnin átti sig ekki á því sem sé að gerast og taka skilnað nærri sér, að sjá fólk sem það hafði tengsl við hverfa á braut og sjá það jafnvel aldrei aftur.

„Ég var ekki búin að ákveða hversu oft ég myndi hitta þau né vissi ég hvernig þetta yrði í framtíðinni og veit ekki enn, en eitt vissi ég og það var að ég ætlaði ekki að loka á þessi tengsl,“ segir Glódís.

„Mér finnst oft tilfinningar barna vanmetnar eða gleymdar. Börn eru alltaf blessun sama hverjar aðstæður þeirra eru,“

„Ég og móðir þeirra ákváðum svo að festa eina helgi í mánuði sem þau koma í „Glódísar“ helgi og sonur minn fer svo eina helgi til þeirra. Það heldur ekki bara tengslunum milli mín og þeirra við, það heldur einnig tengslum á milli þeirra og litla bróður þeirra sem mér finnst mjög mikilvægt.“

Mun alltaf elska

Glódís segir of mikið um það að fólki hefji sambönd og þegar fólk ákveði að slíta samvistum verði börnin oft undir.

„Mér finnst oft tilfinningar barna vanmetnar eða gleymdar. Börn eru alltaf blessun sama hver aðstæður þeirra eru,“ segir Glódís en kveðst ekki geta svarað á þessum tímapunkti hvort hún taki börnin í hverjum mánuði þar til þau verði fullorðin:

„ … en ég mun alltaf elska þessa yndislegu gullmola og mun aldrei hverfa úr lífi þeirra. Vonandi geta fleiri tekið þetta til sín, pössum upp á þessar saklausu sálir og þeirra tilfinningar“

Hér má svo lesa frásögn Heiðu á Bleikt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fókus
Fyrir 35 mínútum síðan
Glódís stígur fram: Fær stjúpbörnin um helgar þó pabbinn sé farinn – „Af hverju ertu enn þá að taka krakkana hans?“

Leyndarmálið afhjúpað: Jóhanna Guðrún og Davíð trúlofuð

Fókus
Fyrir 37 mínútum síðan
Leyndarmálið afhjúpað: Jóhanna Guðrún og Davíð trúlofuð

Steingrímur Njálsson bauð Illuga uppí bíl: „Maðurinn var málgefinn og spurði mig að aldri“

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum síðan
Steingrímur Njálsson bauð Illuga uppí bíl: „Maðurinn var málgefinn og spurði mig að aldri“

Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum: „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í“

Fókus
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum: „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í“

Katrín segir píp-test hafa slæm áhrif á sjálfsmynd barna: „Skömmin við að geta ekki hlaupið jafn mikið var svakaleg“

Fókus
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Katrín segir píp-test hafa slæm áhrif á sjálfsmynd barna: „Skömmin við að geta ekki hlaupið jafn mikið var svakaleg“

Langar þig í Páskaegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag

Fókus
Fyrir 9 klukkutímum síðan
Langar þig í Páskaegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag

Þriggja barna móðir leitar töfralausna: ,,Ég þjáist af minnisleysi og einbeitingaskorti“

Fókus
í gær
Þriggja barna móðir leitar töfralausna: ,,Ég þjáist af minnisleysi og einbeitingaskorti“

Ævintýraferð til Ísrael og Jórdaníu: Mögnuð saga við hvert fótmál

í gær
Ævintýraferð til Ísrael og Jórdaníu: Mögnuð saga við hvert fótmál

Steinunn Rut lenti í hrottalegu einelti: „Ég leitaði í sjálfsskaða til þess að hleypa sársaukanum út“

Mest lesið

Rúnar Freyr gjaldþrota

Ekki missa af