fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Edda Björgvins birtir goðsagnakennt myndband: „Á sunnudögum erum við oftast með smyglað“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 13:30

Eggert og Edda fara á kostum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin ástsæla leikkona Edda Björgvinsdóttir birtir ansi skemmtilegt myndband á Facebook-síðu sinni. Um er að ræða gamalt grínatriði þar sem Edda og leikarinn Eggert Þorleifsson bregða sér í hlutverk þáverandi sendiherrahjóna, Bryndísar Schram og Jóns Baldvins Hannibalssonar.

Atriðið fjallar um hvernig Bryndís nái að spara svo mikið í matarinnkaupum og nefnir hún til dæmis ríkisstjórnarmálsverði, sem hjónin þurfa ekki að borga fyrir. Síðan er fast skotið á Bryndísi og Jón þegar hún segir: „Á sunnudögum erum við oftast með smyglað.“

Er þetta vísan í smyglmál sem kom upp sumarið 1993 þegar að tollgæslan á Keflavíkurflugvelli lagði hald á tvö til þrjú kíló af hráu svínakjöti í farangri Bryndísar og Jóns Baldvins.

Birtir Edda myndbandið í kjölfar umræðu síðustu daga um meint brot Jóns Baldvins gegn fjölda kvenna, þar á meðal dóttur sinnar, Aldísar Schram.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan:

Sjá einnig:

Jón Baldvin kemur femínisma til varnar: „Dæmigert fyrir karlaveldið“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun