fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Björk og James sigruðu Dancing With the Stars

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. desember 2018 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björk Gunnarsdóttir dansari og James Cooke, sigruðu belgíska Dancing With The Stars á laugardag. Þættirnir njóta mikilla vinsælda í Belgíu, en sýningar hófust á þessari þáttaröð um miðjan október.

Í síðustu viku dönsuðu þau freestyle við lag Tinu Turner, Nutbush City Limits.

Cooke er einn vinsælasti sjónvarpsmaður Belga, en hann stýrir sjallþættinum Gert Late Night sem er á dagskrá sex kvöld í viku. Björk hefur starfað sem dansari í Hollandi og Belgíu um árabil, en hún hefur verið búsett í Holllandi frá 16 ára aldri og býr í Amsterdam. Hún er með BA gráðu í dansi og hefur starfað við fagið frá námi loknu. Henni hefur vegnað vel á þessum vettvangi og komið að mörgum stórum verkefnum í Evrópu, Dubai, Brasilíu og víðar. Björk hefur einnig fengist við uppsetningu á sýningum og samið eigin dansverk.

 

Íslendingar eru sigursælir í Dancing With the Stars, en fyrir stuttu sögðum við frá því að Ásta Björk Ívarsdóttir sigraði dönsku útgáfu þáttanna, ásamt meðdansara sínum, Simon Stenspil.

Hér fyrir neðan má sjá nokkra dansa Bjarkar og James í þáttaröðinni:




Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun