fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Fókus

Jóladagatal RÚV 2018 er 22 ára gamalt: „Eru ekki allir pepp í það?“

Fókus
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 11:00

Skjáskot af vef KrakkaRÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóladagatal RÚV í ár verður Hvar er Völundur?. Um er að ræða endursýningu á 22 ára gömlu jóladagatali sem Gunnar Helgason og Felix Bergsson gerðu á sínum tíma. Jóladagatalið er fastur liður í jólaundirbúningi íslenskra barna frá því hefðin var tekin upp af Skandinavískum sið árið 1988.

Hvar er Völundur? var fyrst sýnt árið 1996 og er úr smiðju Þorvaldar Þorsteinssonar.

Spurt er á Facebooksíðunni Jóladagatal RÚV: „Fyrir 22 árum gerðu Gunni og Félix jóladagatal sem nefnist Hvar er völundur? Það verður skjánum 1. Desember – 24. Desember 2018. Eru ekki allir pepp í það?“

Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og þegar fréttin var skrifuð höfðu tugir deilt og lýst ánægju sinni sem framtakið.

Samkvæmt vef RÚV verður fyrsti þáttur sýndur þann 1. desember kl. 18:01.

Fyrir þá sem vilja forskot á sæluna þá er Hvar er Völundur? nú þegar aðgengilegt á vef KrakkaRÚV.  Var það tilkynnt á Facebooksíðu RÚV þann 19. desember 2016 að um sé að ræða með vinsælli jóladagatölum sem sýnd hafi verið á RÚV og það sé gert aðgengilegt á vefnum vegna mikillar eftirspurnar.

Fókus
Á Fókus finnur þú umfjöllun um fólk, bæði í fréttamolum og styttri og lengri viðtölum, Tímavélina, umfjöllun um menningu: bækur, kvikmyndir og sjónvarp, leiklist, tónlist og tónleika, viðburði,
próf, gjafaleiki og fleira. Ert þú með ábendingar, hugmyndir eða efni fyrir Fókus, upplýsingar um viðburði, eða annað? Sendu okkur þá línu á fokus@fokus.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigga Eyrún og Kalli eignuðust barn í morgun: „3 kíló og 15 grömm af hamingju mættu í heiminn“

Sigga Eyrún og Kalli eignuðust barn í morgun: „3 kíló og 15 grömm af hamingju mættu í heiminn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Max Landis, handritshöfundur Deeper sakaður um nauðgunartilraun – Leikstýrt af Baltasar – „Ég bað hann um að hætta en hann hlustaði ekki“

Max Landis, handritshöfundur Deeper sakaður um nauðgunartilraun – Leikstýrt af Baltasar – „Ég bað hann um að hætta en hann hlustaði ekki“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Katrín mætti stórleikara með ógleymanlegum hætti – „Núna erum við besties“

Katrín mætti stórleikara með ógleymanlegum hætti – „Núna erum við besties“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður – Þessar sveitir koma fram

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður – Þessar sveitir koma fram