fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Afsögn Hönnu Birnu

Egill Helgason
Föstudaginn 21. nóvember 2014 14:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlar skýra frá því að Hanna Birna Kristjánsdóttir ætli að segja af sér sem innanríkisráðherra í dag – ári eftir að lekamálið kom fyrst upp. Það er þá endirinn á sorgarsögu hennar í ráðherraembætti.

Málið sem fellir hana er eiginlega kennslubókardæmi um hvernig vond og vitlaus viðbrögð geta gert smámál að svo stóru máli að það felli ráðherra – eins óvenjulegt og það er nú á Íslandi.

Til hvers var ráðuneytið yfirleitt að skipta sér af máli Tony Omos – var það til að mæta fáeinum mótmælendum sem von var á fyrir utan innanríkisráðuneytið fyrir réttu ári síðan?

Þetta er dæmi um míkróstjórnun eins og hún verður verst. Og hvers vegna var sannleikurinn ekki sagður þegar upp komst að lekinn var frá ráðuneytinu? Hvers vegna var sett í gang málamyndarannsókn innanhúss? Hvaða dómgreindarskortur réði því að ráðherrann var sífellt að amast við lögreglurannsókn?

Mótsagnirnar eru svo margar og ósannsöglin hefur verið svo margháttuð að margir trúa ekki öðru en að Hanna Birna hafi vitað af málinu frá fyrstu stund. Dapurlegur leikþáttur Gísla Freys Valdórssonar breytir engu þar um. Það blasti við að einlægni hans var uppgerð.

Eins og segir – það er  hægt að nota þetta sem kennsluefni í stjórnunar og pr-fræðum, um það hvernig á ekki að gera.

Það sem er ekki síst sorglegt við þetta er að Hanna Birna lofaði góðu sem ráðherra. Manni sýndist hún vera einlæg í því að vilja bæta meðferðina á málum hælisleitenda. Forveri hennar, Ögmundur Jónasson, gerði ekki mikið í því vegna sífellds pólitísks ófriðar. Því voru vonir bundnar við Hönnu. Hugsanlega hlaut hún vont pólitískt uppeldi sem fór að segja illa til sín – bak við hana glittir í heldur óráðvanda menn.

Hugmyndin er að ráðherrar skuldi helst engum svör, að ráðuneyti séu einhvers konar lén sem stjórnmálamenn fái afhent til varðveislu. „Ég á þetta, ég má þetta“, er viðhorfið.

Loks þekkti Hanna Birna sinn vitjunartíma, seint og um síðir. Hefði hún brugðist við fyrr, hefði hún getað bjargað miklu meira af stjórnmálaferli sínum. Hún hefði jafnvel getað orðið ráðherra aftur. Nú er líklegt að hún sitji ekki lengi sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Það eru innan við tvö ár síðan að talið var líklegt að hún yrði formaður flokksins – gæti velt Bjarna Benediktssyni og stóraukið fylgið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki