fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
433Sport

Geir kynntist annarri menningu er hann hóf störf: ,,Sem betur fer hefur mikið breyst til batnaðar“

Victor Pálsson
Laugardaginn 2. febrúar 2019 07:00

Snýr aftur Geir hætti sem formaður árið 2017 en býður sig nú fram á ný.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geir, fyrrum formaður og framkvæmdarstjóri KSÍ reynir þessa dagana að tryggja sér sæti á ný sem formaður KSÍ. Geir hætti fyrir tveimur árum, taldi komið gott.

Hann snýr nú aftur með nýja hugmyndafræði, hann hugsar fótboltann öðruvísi. Geir gerði margt gott fyrir KSí en var umdeildur í starfi

Það hefur verið rætt um drykkjumenningu í herbúðum KSÍ á meðan Geir var formaður.

Geir og fleiri starfsmenn KSÍ eru ásakaðir um það að hafa skemmt sér aðeins of mikið á tímum og hefur myndast gagnrýni í kringum það mál.

Hann viðurkennir að hann hafi skemmt sér of mikið en nú eru breyttir tímar í íslenska landsliðinu.

Geir segir að hlutirnir hafi breyst mikið undanfarin ár og þá sérstaklega eftir komu Lars Lagerback sem kom inn með sínar hugmyndir.

,,Ég myndi segja sko að já sko  þegar ég kem inn í knattspyrnuhreyfinguna sem ungur maður þá kynntist ég þessari menningu, má segja,“ sagði Geir um breytingarnar innan KSÍ.

,,Í knattspyrnu og íþróttum almennt, þá var kannski svona, og þetta var ekki bara þekkt í kringum knattspyrnu á Íslandi, þetta þekktist í kringum knattspyrnu í öllum heiminum en með kynslóðunum og með breytingunum hefur auðvitað þróast mikið og breyst til hins betra og núverandi hópur, það er aðdáunarvert leikmenn í dag hugsa miklu meira og betur um sína heilsu.“

,,Klúbbarnir þeirra, leikmanna, gera miklu meiri kröfur til leikmanna sinna í dag, þetta eru gríðarleg laun sem leikmennirnir fá, eðlilega. En það var annað andrúmsloft í kringum þetta sem ég kynntist.“

,,En ég verð að segja að sem betur fer hefur mikið breyst mikið til batnaðar og Lars, ein ástæðan fyrir að við fengum útlending var að Lars kom með sínar hugmyndir utan frá til að hjálpa okkur að breyta ýmsu í kringum landsiðið.
,,Lars var ekki með boð og bönn hann bara gerði ákveðnar kröfur á menn og vildi að hlutirnir væru í lagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Sverrir heldur með Liverpool: Svona er leikdagur hjá honum – Þakklátur konunni fyrir að nenna að vera gift honum

Sverrir heldur með Liverpool: Svona er leikdagur hjá honum – Þakklátur konunni fyrir að nenna að vera gift honum
433Sport
Í gær

Hvítur miðaldra fréttamaður: ,,Hann er stór, svartur og hugrakkur“

Hvítur miðaldra fréttamaður: ,,Hann er stór, svartur og hugrakkur“
433Sport
Í gær

Brask Arnars og félaga sprakk í andlitið á þeim: ,,Alltaf einn trúður sem tekur þetta að sér”

Brask Arnars og félaga sprakk í andlitið á þeim: ,,Alltaf einn trúður sem tekur þetta að sér”
433Sport
Í gær

Handtekinn fyrir ölvunarakstur – Sagðist vera að flýja glæpamenn

Handtekinn fyrir ölvunarakstur – Sagðist vera að flýja glæpamenn