Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrum leikmaður íslenska landsliðsins, birti skemmtilegt myndband á Twitter í kvöld.
Eiður er eins og allir vita einn allra besti ef ekki besti knattspyrnumaður í sögu Íslands.
Hann lagði skóna á hilluna árið 2016 en lék síðast með liði Molde í Noregi.
Eiður tók þátt í svokallaðri tyggjóáskorun þar sem hann heldur tyggjóinu á lofti og grípur það svo með munninum.
Óhætt að segja að Eiður hafi engu gleymt en myndbandið má sjá hér.
One take & one take only! #chewinggumchallange pic.twitter.com/5g1FwJlOMT
— Eidur Gudjohnsen (@Eidur22Official) 1 February 2019