Aboubakar Kamara, leikmaður Fulham, er að kveðja félagið en hann var handtekinn á mánudaginn.
Kamara lenti í rifrildi við starfsmann Fulham og var lögreglan kölluð til og var framherjinn handtekinn í kjölfarið.
Fulham hefur sett Kamara í ótímabundið bann þar til málið skýrist frekar.
Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem Kamara kemur sér í vesen en hann slóst við liðsfélaga sinn Aleksandar Mitrovic í síðustu viku.
Greint er frá að Kamara hafi ráðist að starfsmanni Fulham en ekki er greint frá af hverju að svo stöddu.
Fulham reynir nú að koma þessum 23 ára gamla leikmanni burt en lið í Tyrklandi hafa áhuga.
Fulham’s Aboubakar Kamara arrested on suspicion of actual bodily harm and criminal damagehttps://t.co/E4kdnnOOF1
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) 23 January 2019