Alexis Sanchez, leikmaður Manchester United, hefur ekki þótt standast væntingar hjá félaginu.
Samband hans við Jose Mourinho var ekki talið gott en Mourinho var látinn taka poka sinn á dögunum.
Sanchez var fenginn til United frá Arsenal í janúar og var það Mourinho sem vildi mikið fá sóknarmanninn.
The Sun birti frétt af Sanchez í dag þar sem greint er frá því að hann hafi tekið veðmál við liðsfélaga sína.
Sanchez á að hafa sett 20 þúsund pund undir en hann var viss um að Portúgalinn væri að fá sparkið og veðjaði á það.
Sanchez hefur nú svarað þessari frétt Sun og segir að miðillinn sé að ljúga upp á sig og að þetta hafi aldrei gerst.
Hann segir að leikmenn United standi saman og biður fólk um að sýna virðingu.
,,Þetta er RANGT!!! Jose gaf mér tækifæri á að spila fyrir besta félag heims og ég er bara þakklátur honum,“ skrifaði Sanchez á meðal annars á Twitter.
Færslu hans má sjá hér.
This is FALSE!!!. José gave me the chance to play for the best team in the world and I only have gratitude for him. We are a truly United team. We are MANCHESTER UNITED. Respect. I can’t wait to help the team !. Good luck tomorrow family! pic.twitter.com/9uhXqd5iEU
— Alexis Sánchez (@Alexis_Sanchez) December 21, 2018