fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Sanchez brjálaður út í umdeildan miðil: Þetta er RANGT

Victor Pálsson
Föstudaginn 21. desember 2018 17:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexis Sanchez, leikmaður Manchester United, hefur ekki þótt standast væntingar hjá félaginu.

Samband hans við Jose Mourinho var ekki talið gott en Mourinho var látinn taka poka sinn á dögunum.

Sanchez var fenginn til United frá Arsenal í janúar og var það Mourinho sem vildi mikið fá sóknarmanninn.

The Sun birti frétt af Sanchez í dag þar sem greint er frá því að hann hafi tekið veðmál við liðsfélaga sína.

Sanchez á að hafa sett 20 þúsund pund undir en hann var viss um að Portúgalinn væri að fá sparkið og veðjaði á það.

Sanchez hefur nú svarað þessari frétt Sun og segir að miðillinn sé að ljúga upp á sig og að þetta hafi aldrei gerst.

Hann segir að leikmenn United standi saman og biður fólk um að sýna virðingu.

,,Þetta er RANGT!!! Jose gaf mér tækifæri á að spila fyrir besta félag heims og ég er bara þakklátur honum,“ skrifaði Sanchez á meðal annars á Twitter.

Færslu hans má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“