fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
433Sport

,,Hörður, enough is enough“ – Fékk aldrei tækifæri eftir liðspartý í Bermúda

Victor Pálsson
Laugardaginn 17. nóvember 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er Hörður Magnússon knattspyrnulýsandi og fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu.

Hörður var aldrei valinn í landsliðið af Bo Johansson á sínum tíma sem var þjálfari Íslands frá 1990 til 1991.

Bo var ekki mikill aðdáandi Harðar eftir atvik sem kom upp eftir leik við Bermúda en landsliðsnefnd hafði sett saman hópinn fyrir þessa ferð.

Ísland vann þann leik örugglega og eftir leikinn þá var haldið partý á leikmannahótelinu.

Því miður fyrir Hörð þá var það partý haldið í hans herbergi og fékk hann alla sökina á sig ásamt þáverandi herbergisfélaga sínum.

,,Í fyrsta sinn er ég valinn í landsliðið um haustið og það var rosalegur heiður þegar Ásgeir Elíasson heitinn tekur við,“ sagði Hörður.

,,Þrátt fyrir þessa þrjá markakóngs titla þá valdi Bo Johansson mig aldrei í landsliðið.“

,,Það pirraði mig aðeins en ég ætla að segja þessa sögu. Við förum til Bermúda og Bandaríkjanna sem eru fyrstu verkefni Bo Johanssonar.“

,,Við spilum við Bermúda og ég kem inná þar og fiska víti og við vinnum 4-1. Það er gleðskapur eftir leikinn, við vorum á geggjuðu hóteli, 20 metrar í sjóinn.“

,,Það gerist það að það koma allir í herbergið sem ég og annar landsliðsmaður erum í og það er partý, mikið og gott partý.“

,,Menn voru ekki að brjóta neinar reglur, þetta var allt í lagi. Svo fer ég að hafa smá áhyggjur því menn voru búnir að sitja þarna ansi lengi og þetta er orðið bara fínt.“

,,Svo á endanum lýkur gleðskapnum og svo vakna ég um morguninn nokkuð snemma og sé að það er allt í rúst og ég byrja að taka til.“

,,Það var þannig að Bo Johansson var í næsta eða þar næsta herbergi við mig og af einhverjum ástæðum var hurðin opin.“

,,Ég er að taka einhverjar kampavínsflöskur og er bara að ganga frá þessu. Ég held svona á einhverjum flöskum til að henda og hann kemur í dyragættina og segir við mig þessa setningu: ‘Hörður, enough is enough.’

,,Svo spiluðum við gegn Bandaríkjamönnum og ég hafði staðið mig vel og bjóst við að koma inná. Ég og þessi hinn landsliðsmaður sem var með mér í herbergi vorum þeir einu sem komu ekkert við sögu. Við töpum 4-0.“

,,Ég var ‘happy go lucky’, við vorum í landsliðinu í fyrsta skiptið og voða gaman en svo gerist það að hann velur mig aldrei.“

,,Ég velti því eitthvað fyrir mér en það voru aðrir sem höfðu kannski meiri áhyggjur af því af hverju ég var ekki valinn, það var auðvitað rosaleg samkeppni, við áttum frábæra sóknarmenn.“

,,Það er svo mörgum árum seinna, löngu eftir að Bo Johansson er hættur. Þá kemur maður að máli við mig og segir að þetta hafi verið ástæðan.“

,,Ég hugsaði bara ‘í alvöru? ha?’ Hann talaði aldrei við mig, ég var einn af fáum sem reyndi að halda haus þarna. Mér finnst þetta nokkuð góð skýring. Það hefði verið skemmtilegt hefði hann spjallað við mig um þetta atvik.“

Meira:
Einelti í garð Harðar fékk að ganga í mörg ár: Sonur Bjössa Bollu og Höddi Skinka – ,,Yrði kæft í fæðingu í dag“
Sopranos og KR mafían – ,,Vesturbærinn kom á okkur eins og flóðbylgja“
Höddi Magg svarar Benedikt Bóasi: Ósanngjörn, illa ígrunduð og algjörlega út úr kú

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arteta lét leikmenn kjósa í gær – Odegaard heldur fyrirliðabandinu

Arteta lét leikmenn kjósa í gær – Odegaard heldur fyrirliðabandinu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fjórir af þeim fimm sem Amorim vildi burt eru enn hjá félaginu

Fjórir af þeim fimm sem Amorim vildi burt eru enn hjá félaginu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

City að lána norska undrabarnið til Boro

City að lána norska undrabarnið til Boro
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Carragher með sneið á Chelsea sem vekur mikla athygli

Carragher með sneið á Chelsea sem vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Enrique ekki refsað fyrir að slá til leikmanns

Enrique ekki refsað fyrir að slá til leikmanns
433Sport
Í gær

Var að missa vitið eftir að hafa flutt í nýtt land – Þakklátur foreldrunum sem sýndu mikinn stuðning

Var að missa vitið eftir að hafa flutt í nýtt land – Þakklátur foreldrunum sem sýndu mikinn stuðning
433Sport
Í gær

Úr 100 milljónum niður í tvær milljónir

Úr 100 milljónum niður í tvær milljónir
433Sport
Í gær

Lykilmenn funda á Íslandi á næstu dögum

Lykilmenn funda á Íslandi á næstu dögum