fbpx
Sunnudagur 14.ágúst 2022
FókusViðtalið

Anna Svava um móðurhlutverkið – Ég set þau helst ekki í pössun

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 17. apríl 2021 08:00

Anna Svava Knútsdóttir. Mynd/Anton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Svava Knútsdóttir segist almennt löt að elda en þá komi heimsendir matarpakkar sér vel. Hún ætlaði alltaf að eignast börn en segir móðurhlutverkið hafa komið sér á óvart. Hún reynir að fara sem oftast í sjósund og segir það gefa sér ótrúlega orku að skella sér í kaldan sjóinn.

Ljósmyndir: Anton Brink
Förðun: Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage

Smelltu hér ef þú vilt frekar lesa helgarviðtalið umbrotið.

„Uppáhalds maturinn minn er hakk og spaghettí með tómatsósu. Ég elska allt sem ég borðaði þegar ég var lítil og held eiginlega að matarsmekkurinn minn hafi staðnað,“ segir Anna Svava Knútsdóttir leikkona, handritshöfundur og viðskiptamógúll. Hún þykir ein fyndnasta kona Íslands en er ekkert að djóka þegar kemur að matarsmekk.

„Mér finnst líka æði að fá steikt slátur með sykri og fisk með kartöflum og smjöri. Ég kann ekkert að elda en finnst reyndar flest gott sem ég fæ. Ég gæti örugglega alveg lært að elda en ég hef bara ekki áhuga á því. Almennt borða ég bara til að verða södd,“ segir hún.

Anna Svava er gift Gylfa Þór Valdimarssyni og saman eiga þau ísbúðina Valdísi. Gylfi er menntaður kokkur og starfaði sem slíkur í um tvo áratugi. Það hefur því verið hans hlutverk að elda fyrir fjölskylduna. Hingað til. Saman eiga þau börnin Arnar Orra, sex ára, og Laufeyju, fjögurra ára.

„Ef Gylfi er ekki heima höfum við haft pítsakvöld eða grjónagraut og slátur. Kjötbollur með brúnni sósu frá 1944 hafa líka verið vinsælar,“ segir hún og hefur einnig nýtt sér þjónustu fyrirtækja sem senda heim matarpakka með hráefni í réttum hlutföllum sem aðeins þarf að elda.

Anna Svava Knútsdóttir. Mynd/Anton

Með stöðugt samviskubit

Önnu Svövu langaði alltaf að eignast börn en lengi vel fannst henni það ekki liggja fyrir sér. „Þegar ég var yngri sá ég fyrir mér að ég myndi eignast mann og að við myndum eignast börn saman. Síðan varð ég 35 ára og þetta var bara ekki að gerast. Ég ákvað þá að eignast barn með öðrum leiðum. Ég hafði talað við vin minn og vinkonu, sem eru hjón, og við ætluðum öll að eignast barn saman. Við vorum búin að tala við sálfræðing og lögfræðing. Þetta var að fara að gerast – þangað til að ég kynntist Gylfa,“ segir hún.

Þegar Anna Svava og Gylfi kynntust lá reyndar ekki strax beint við að þau myndu eignast barn, hvað þá börn, saman. „Hann átti þá tvö börn með tveimur konum og fannst frábær hugmynd að ég ætlaði að eignast barn með vinahjónum því hann ætlaði sko ekki að eignast annað barn. Hann tilkynnti mér það bara á fyrsta eða öðru deiti. Mér fannst líka bara flott að hann vildi ekki eignast fleiri börn því ég var með þessa góðu áætlun. En síðan bara breyttist það. Þegar við vorum farin að vera saman fannst honum ekki lengur góð hugmynd að ég myndi eignast barn með einhverju öðru fólki. Við ákváðum þá að eignast barn saman. Mér tókst svo að sannfæra hann um að það hljómaði ekki vel að eiga þrjú börn með þremur konum – það væri miklu betra að eiga fjögur börn með þremur konum, og við eignuðumst annað barn.“

Hún segist alltaf hafa haft ákveðnar hugmyndir um barneignir en þegar hún eignaðist sín eigin börn komst hún að því að þessar hugmyndir áttu lítið skylt við raunveruleikann.

„Ég hélt alltaf að það væri bara nóg að elska börnin. Þannig sá ég fyrir mér að vera mamma. Um tveimur árum áður en ég kynntist Gylfa var ég í þrjá mánuði í Afríku þar sem ég fór á munaðarleysingjaheimili með yfir hundrað börnum. Ég varð alveg ástfangin af einu barninu, Clemont. Þau voru þarna fjögur systkinin og ég ætlaði bara að taka þau öll með mér heim. Mamma benti mér þá kurteislega á að ég byggi nú bara í leiguíbúð á Skólavörðustígnum en ég sá fyrir mér að þau gætu bara sofið öll í stofunni hjá mér – að mitt hlutverk væri bara að elska þau og það væri nóg. En það er víst aðeins meira sem þarf til að vera mamma,“ segir hún.

Nú þegar Anna Svava á tvö börn segist hún alltaf vera með samviskubit og efast um að hún sé að gera nóg. „Ég hef áhyggjur af því að leika ekki nógu mikið við þau og hef áhyggjur af því að ég sýni þeim ekki nógu mikinn aga. Þau tvö berjast síðan um athygli mína og ég held bókhald yfir tímann sem ég ver með þeim. Ef ég er með stelpunni minni í tvo tíma þá skulda ég tveggja tíma samveru með syninum. Mér finnst þau bara þurfa svo mikið á mér að halda. Þetta er auðvitað bilun,“ segir hún með dass af húmor en einnig af mikilli einlægni.

Anna Svava Knútsdóttir. Mynd/Anton

Vill alltaf vera til taks

Hún lýsir Arnari sem dæmigerðum fótboltastrák sem hugsar bara um fótbolta. „Hann er alveg eins og ég í útliti og hegðun, er ófeiminn og félagslega fær. Laufey fær síðan ofvirknina frá Gylfa og hvatvísina frá mér þannig að úr verður einhver sprengja. Hún er í lífshættu oft í viku, stingur af og hleypur yfir götur. Á kvöldin fer ég oft með hana út á Klambratún þar sem hún bara hleypur og nær þannig að losa orku áður en hún fer að sofa.“

Anna Svava segist sátt þegar þau eru í leikskólanum eða skólanum en þar með sé það upptalið. „Ég treysti alveg fólkinu í kring um mig en held að það skilji krakkana mína bara ekki alveg nógu vel og þess vegna sé betra að ég sé með þau. Um daginn ætluðu vinkonur mínar að reyna að fá mig með sér í pottinn á laugardagskvöldi en ég átti eftir að svæfa og sagðist ekki komast. Þær sögðu að Gylfi gæti alveg svæft en ég tók það ekki í mál. Ég vildi svæfa þau og vera síðan til taks um leið og þau vöknuðu morguninn eftir. Ég er alveg „all in“ og er þar af leiðandi líka ótrúlega þreytt. Ég er með aðskilnaðarkvíða gagnvart börnunum. Ég fór til sálfræðings og það hjálpaði bara einmitt á meðan ég var að hitta sálfræðinginn. Ég á bara svo erfitt með að skilja við þau.“

Anna Svava var 38 ára þegar hún eignaðist drenginn og fertug þegar stúlkan kom í heiminn. „Mig var búið að langa svo lengi til að eignast börn og mig langar bara að vera sjúklega góð mamma. Mig langar að vera búin að baka þegar þau koma heim úr skólanum og helst vera búin að undirbúa ratleik! Ég þyrfti reyndar að hætta að vinna ef ég ætlaði að vera með svona mikið prógramm alltaf,“ segir hún og áttar sig vel á að hún þarf líka að eiga uppbyggjandi stundir með sjálfri sér án barnanna.

Anna Svava Knútsdóttir. Mynd/Anton

Barnapakkar og myndbönd

Um hálft ár er síðan Þorkell Andrésson matreiðslumaður leitaði til þeirra hjóna og vildi fá þau með sér til að stofna nýtt fyrirtæki sem sendir matarpakka heim. Þorkell hafði þá þegar haft samband við Karítas K. McCrann og þau standa nú fjögur að fyrirtækinu Matseðill. „Við sáum strax á fyrsta fundi að þetta væri frábær hugmynd enda eru þau ótrúlega duglegt og hæfileikaríkt fólk.“

Hjá Matseðli getur fólk pantað pakka með hráefnum og leiðbeiningum til að elda máltíðina. Mikið er lagt upp úr að það sé bæði fljótlegt og einfalt að elda. Þannig eru hráefnin almennt lengra komin í eldunarferlinu en hjá öðrum fyrirtækjum sem bjóða upp á heimsenda matarpakka; búið er að marinera kjötið og forsjóða kartöflurnar. Markmiðið er að það taki aldrei meira en hálftíma að elda. Eitt af því sem aðgreinir Matseðil frá öðrum er að þar er hægt að panta sérstaka barnapakka. Þar er um að ræða einfalda rétti sem njóta almennt vinsælda hjá yngri börnum og er hægt að hita í ofni á meðan önnur matreiðsla fyrir fjölskylduna fer fram.

„Mér finnst þessir barnapakkar algjör snilld. Þeir eru ódýrir og ég sá fyrir mér að með þeim væri öruggt að krakkarnir myndu borða matinn og fá hollan mat. Ég þoli ekki þegar ég er búin að standa og elda – ókei, reyndar var það Gylfi sem stóð og eldaði – og síðan fóru krakkarnir bara að plokka eitthvað úr matnum sem þau vildu ekki.“

Öll plön Önnu Svövu um að panta barnapakkana reglulega hafa þó farið út um þúfur því börnin hafa ólm viljað taka þátt í matarundirbúningnum með tilkomu Matseðils. „

Mörgum finnst flókið að fylgja uppskrift en með hverri uppskrift hjá Matseðli fylgir myndband þar sem sýnt er hvernig maturinn er eldaður. Arnar minn er því bara kominn á fullt í eldamennskunni. Hann horfir á myndböndin og ýtir bara á play og pásu. Í staðinn fyrir að lesa uppskrift segir hann kannski við mig: Mamma, nú á þetta græna að koma út í! Þessi myndbönd gera að verkum að eldri krakkar geta alveg eldað sjálfir með foreldrana á kantinum. Besta aukaverkunin af þessu er að Arnar skóflar í sig matnum sem hann eldaði sjálfur. Hann gerði tyrkneskar köftebollur um daginn og hámaði þær í sig. Næsta dag vorum við með ótrúlega góða fiskisúpu en hann tók ekki þátt í að búa hana til og hann vildi þá ekki sjá hana. Ég er handviss um að ef hann hefði sjálfur sett fiskinn ofan í pottinn þá hefði honum fundist þetta meira spennandi réttur.“

Anna Svava Knútsdóttir. Mynd/Anton

Sjósundið breytir öllu

Dagarnir henni eru eins ólíkir og þeir eru margir. Það er ekkert sem kallast hefðbundinn dagur. „Það venjulegasta sem ég geri er að vakna á morgnana, fara með börnin í skóla og leikskóla, horfi á leikfimimyndbönd á Youtube og geri æfingar fyrir framan sjónvarpið, og fer svo í sjósund. Þegar sturturnar og heiti potturinn í Nauthólsvík eru lokuð tekur þetta enga stund því þá keyri ég bara niður eftir í slopp utan yfir sundbolnum og keyri svo aftur heim og fer þar í sturtu. Það gefur mér alveg ótrúlega mikla orku að fara í sjósund og skiptir sköpm fyrir hvernig dagurinn verður.“

Hún mælir sér yfirleitt mót við vinkonu sína enda ekki mælst til þess að fólk fari eitt í sjóinn – fólk getur ofkælst eða byrjað að ofanda – og mun færri fara í sjósund þegar aðstaðan er lokuð.

„Þegar ég gifti mig fóru vinkonur mínar sem gæsuðu mig með mig í sjósund. Mér fannst gaman að prófa þetta einu sinni og pældi svo ekkert í sjósundi í tvö ár. Mig fór svo að langa að prófa þetta aftur og er núna alveg háð þessu. Ég hef ekki prófað eiturlyf en held að þetta sé alveg eins. Augasteinarnir stækka og það kviknar á öllum líkamanum. Örugglega því maður er bara svo feginn að vera ekki að deyja í sjónum! Þegar ég kem upp úr finnst mér ég vera full af orku og bókstaflega geta allt. Um daginn hafði ég ekki farið lengi en þegar ég kom heim fór ég strax að þrífa bílinn, kláraði fullt af erfiðum verkefnum í vinnunni sem ég hafði ýtt á undan mér og hjólaði svo að sækja krakkana.“

Meira sjálfstraust

„Ég hef hreinlega fengið meira sjálfstraust eftir að ég byrjaði að fara reglulega í sjósund. Stundum hef ég farið í prufur til að tala inn á teiknimyndir en klúðraði því alltaf. Þegar það hefur verið hringt í mig út af teiknimyndum var ég síðan bara farin að segja að ég væri ekki góð í því og afþakkað. Nýlega var síðan hringt í mig út af talsetningu á nýrri stórmynd, ég ákvað bara að prófa aftur og fékk hlutverkið. Ég held að það sé sjósundið,“ segir hún kímin.

Planið hjá Önnu Svövu er svo að fara á skriðsundsnám[1]skeið til að geta synt meira og hraðar í sjónum. „Mig langar að fá meira út úr sjósundinu.É g fer svo hægt yfir þegar ég syndi bara bringusund. Á sumrin er mikið af fólki sem syndir úr Nauthólsvíkinni yfir í Kópavog og mig langar svakalega að gera það. Ég fæ líka mikið félagslega út úr þessu þegar pottarnir eru opnir og finnst þá gaman að hitta ókunnugt fólk og spyrja hvort það hafi séð Kastljós í gær,“ segir hún og hlær því hún áttar sig vel á að hún er orðin að einhvers konar staðalímynd.

Tilbúið handrit að Ligeglad 2

Að undanförnu hefur hún verið að klára útitökur fyrir Verbúðina, sjónvarpsþætti sem verða sýndir á RÚV um jólin. „Ég leik Ellu Stínu – systur aðal. Þetta eru alveg magnaðir þættir og ég hef mikla trú á þeim.“

Meðal annarra verkefna sem hún er að sinna er að tala inn á auglýsingar, taka þátt í hlaðvarpinu „Nei hættu nú alveg“ og skrifa.

Anna Svava lék eitt aðalhlutverkið í þáttunum Ligeglad sem voru sýndir á RÚV árið 2016, auk þess að skrifa handritið í félagi við þá Arnór Pálma Arnarsson og Vigni Rafn Valþórsson. Þættirnir nutu fádæma vinsælda. Ligeglad fékk Edduverðlaun sem skemmtiþáttur ársins og tilnefningar sem leikið sjónvarpsefni ársins og handrit ársins. Snemma bárust fregnir af því að þegar væri byrjað að skrifa handritið að annarri seríu en hún hefur enn ekki litið dagsins ljós.

„Áður en við sýndum fyrstu seríu af Ligeglad í sjónvarpi vorum við tilbúin með uppkast að næstu seríum. Við skrifuðum handrit að seríu 2 en þegar á hólminn var komið var hvorki áhugi hjá RÚV né Kvikmyndamiðstöð Íslands á að gera þá seríu. Ég hefði viljað halda þessu áfram en þurfti bara að snúa mér að öðrum skemmtilegum verkefnum í staðinn.“

En er ennþá möguleiki á að sería tvö verði að veruleika? „Nei, það er tími fyrir allt og sá tími er bara farinn.“

Anna Svava Knútsdóttir. Mynd/Anton

Leyndi draumurinn

Þrátt fyrir að hafa lengst af verði þekkt sem leikkona og grínari er Anna Svava líka á fullu í viðskiptum í dag. Hana grunaði aldrei að þetta yrði lendingin, að hún myndi vinna bæði við listir og viðskipti.

„Ég gæti þetta aldrei ein. Peningahliðin er ekki mín sterkasta hlið en þar er Gylfi mjög klókur. Hann er alltaf eitthvað að reikna út og sjá hvernig hægt er að hagræða. En mér finnst gaman að skapa og bissness er líka sköpun. Það eru síðan öðruvísi áhyggjur sem fylgja því að reka fyrirtæki en að leika. Áður en ég er með uppistand þarf ég að vera útsofin, ógeðslega fyndin og sjá til þess að aðrir skemmti sér. Ef þetta mistekst þá er það Anna Svava sem var ekki nógu góð. Þó að einhverjum pöntunum seinki eða það sé ekki búið að útbúa reikninga þá er það allt öðruvísi álag og ekki ég sem persóna sem er að bregðast. Í raun finnst mér skemmtilegra að vera í viðskiptum og það er mun betra fyrir mína andlegu heilsu.“

Matseðill er að slíta barnsskónum en ísbúðin Valdís er löngu orðin stöndugt fyrirtæki. Þau hjónin reka ísbúðir úti á Granda og á Frakkastíg í Reykjavík, en auk þess er útibú á Hvolsvelli sem kaupir af þeim vörur.

Sex ístegundir standa upp úr þegar kemur að vinsældum og eru alltaf til. Þetta eru myntuís með After Eight, bleikur jarðarberjaís, súkkulaðiís, ís með dönskum lakkrís og svo með Turkish pepper. Sjötta tegundin er sorbetís en mismunandi er eftir árstíðum hvaða ber og ávextir fara í hann en allur ís er búinn til frá grunni hjá Valdísi. „Ég fæ mér alltaf danskan lakkrís. Stundum prófa ég nýjar tegundir en veit að danski lakkrísinn er bestur. Ég fattaði síðan að það getur verið sniðugt að fá sér bara tvær ískúlur, setja fyrst danska lakkrísinn og nýju tegundina ofan á. Ef mér finnst nýi ísinn ekkert spes þá á ég hinn alltaf eftir.“

Þrátt fyrir öll þessi verkefni á Anna Svava sér leyndan draum sem hún hefur enn ekki komið í framkvæmd. „Mig langar að verða málari. Ég ligg oft uppi í rúmi og mála í huganum en treysti mér ekki til að prófa í alvöru. Ég skráði mig einu sinni í módelteikningu og það var mjög gaman en ég þyrfti meiri grunnmenntun. Mamma er málari og hún málar geggjaðar myndir. Mínar eru líka geggjaðar – í huganum.“

Hún svarar hreinskilnislega spurningunni um hvað sé að stoppa hana frá því að byrja að mála. „Að ég verði ömurleg. Þá er betra að eiga draum um að ég verði rosalega góður málari. Ég er svo hrædd við að koma heim með trönur og striga og eyðileggja drauminn.“

En hún er ekki alveg búin að útiloka þetta. „Ég veit að það sem skiptir máli er bara að æfa sig og æfa sig. Það er þannig sem maður verður góður. Ég verð bara að slá til einn daginn og byrja að æfa mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

„Fallegasta múmía heims“ sögð blikka augunum

„Fallegasta múmía heims“ sögð blikka augunum
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Undarlegt trend sækir á – Nota vökva úr leggöngum sínum sem ilmvatn

Undarlegt trend sækir á – Nota vökva úr leggöngum sínum sem ilmvatn
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Haaland átti tvær heppnaðar sendingar í dag

Haaland átti tvær heppnaðar sendingar í dag
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Lengjudeild kvenna: Skemmtilegasti fyrri hálfleikur sumarsins?

Lengjudeild kvenna: Skemmtilegasti fyrri hálfleikur sumarsins?
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ítalía: Lukaku tvær mínútur að skora – AC Milan byrjar á sigri

Ítalía: Lukaku tvær mínútur að skora – AC Milan byrjar á sigri
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Spánn: Barcelona byrjar á markalausu jafntefli

Spánn: Barcelona byrjar á markalausu jafntefli
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Atvinnuauglýsingin hleypti illu blóði í marga

Atvinnuauglýsingin hleypti illu blóði í marga
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

2. deild: Njarðvík aftur á sigurbraut

2. deild: Njarðvík aftur á sigurbraut
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ten Hag: Þetta var ömurlegt, þetta var lélegt

Ten Hag: Þetta var ömurlegt, þetta var lélegt
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Barnið sem varð táknmynd hryllingsins – Hver var drengurinn með hendurnar á lofti?

Barnið sem varð táknmynd hryllingsins – Hver var drengurinn með hendurnar á lofti?
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

„Fallegasta múmía heims“ sögð blikka augunum

„Fallegasta múmía heims“ sögð blikka augunum
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Undarlegt trend sækir á – Nota vökva úr leggöngum sínum sem ilmvatn

Undarlegt trend sækir á – Nota vökva úr leggöngum sínum sem ilmvatn
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Haaland átti tvær heppnaðar sendingar í dag

Haaland átti tvær heppnaðar sendingar í dag
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Lengjudeild kvenna: Skemmtilegasti fyrri hálfleikur sumarsins?

Lengjudeild kvenna: Skemmtilegasti fyrri hálfleikur sumarsins?
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ítalía: Lukaku tvær mínútur að skora – AC Milan byrjar á sigri

Ítalía: Lukaku tvær mínútur að skora – AC Milan byrjar á sigri
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Spánn: Barcelona byrjar á markalausu jafntefli

Spánn: Barcelona byrjar á markalausu jafntefli
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Atvinnuauglýsingin hleypti illu blóði í marga

Atvinnuauglýsingin hleypti illu blóði í marga
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

2. deild: Njarðvík aftur á sigurbraut

2. deild: Njarðvík aftur á sigurbraut
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ten Hag: Þetta var ömurlegt, þetta var lélegt

Ten Hag: Þetta var ömurlegt, þetta var lélegt
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Barnið sem varð táknmynd hryllingsins – Hver var drengurinn með hendurnar á lofti?

Barnið sem varð táknmynd hryllingsins – Hver var drengurinn með hendurnar á lofti?
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

„Fallegasta múmía heims“ sögð blikka augunum

„Fallegasta múmía heims“ sögð blikka augunum
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Undarlegt trend sækir á – Nota vökva úr leggöngum sínum sem ilmvatn

Undarlegt trend sækir á – Nota vökva úr leggöngum sínum sem ilmvatn
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Haaland átti tvær heppnaðar sendingar í dag

Haaland átti tvær heppnaðar sendingar í dag
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Lengjudeild kvenna: Skemmtilegasti fyrri hálfleikur sumarsins?

Lengjudeild kvenna: Skemmtilegasti fyrri hálfleikur sumarsins?
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ítalía: Lukaku tvær mínútur að skora – AC Milan byrjar á sigri

Ítalía: Lukaku tvær mínútur að skora – AC Milan byrjar á sigri
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Spánn: Barcelona byrjar á markalausu jafntefli

Spánn: Barcelona byrjar á markalausu jafntefli
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Atvinnuauglýsingin hleypti illu blóði í marga

Atvinnuauglýsingin hleypti illu blóði í marga
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

2. deild: Njarðvík aftur á sigurbraut

2. deild: Njarðvík aftur á sigurbraut
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ten Hag: Þetta var ömurlegt, þetta var lélegt

Ten Hag: Þetta var ömurlegt, þetta var lélegt
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Barnið sem varð táknmynd hryllingsins – Hver var drengurinn með hendurnar á lofti?

Barnið sem varð táknmynd hryllingsins – Hver var drengurinn með hendurnar á lofti?
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

„Fallegasta múmía heims“ sögð blikka augunum

„Fallegasta múmía heims“ sögð blikka augunum
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Undarlegt trend sækir á – Nota vökva úr leggöngum sínum sem ilmvatn

Undarlegt trend sækir á – Nota vökva úr leggöngum sínum sem ilmvatn
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Haaland átti tvær heppnaðar sendingar í dag

Haaland átti tvær heppnaðar sendingar í dag
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Lengjudeild kvenna: Skemmtilegasti fyrri hálfleikur sumarsins?

Lengjudeild kvenna: Skemmtilegasti fyrri hálfleikur sumarsins?
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ítalía: Lukaku tvær mínútur að skora – AC Milan byrjar á sigri

Ítalía: Lukaku tvær mínútur að skora – AC Milan byrjar á sigri
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Spánn: Barcelona byrjar á markalausu jafntefli

Spánn: Barcelona byrjar á markalausu jafntefli
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Atvinnuauglýsingin hleypti illu blóði í marga

Atvinnuauglýsingin hleypti illu blóði í marga
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

2. deild: Njarðvík aftur á sigurbraut

2. deild: Njarðvík aftur á sigurbraut
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ten Hag: Þetta var ömurlegt, þetta var lélegt

Ten Hag: Þetta var ömurlegt, þetta var lélegt
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Barnið sem varð táknmynd hryllingsins – Hver var drengurinn með hendurnar á lofti?

Barnið sem varð táknmynd hryllingsins – Hver var drengurinn með hendurnar á lofti?