fbpx
Laugardagur 25.maí 2024
FókusViðtalið

Breskur blaðamaður á Íslandi – Hollt að horfast í augu við að glansmyndin er ekki raunveruleikinn

Erla Hlynsdóttir
Sunnudaginn 1. maí 2022 20:00

Abby Young-Powell. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska blaðakonan Abby Young-Powell, nú búsett í Þýskalandi, hafðist við á Íslandi um tveggja mánaða skeið sem þátttakandi í alþjóðlegum blaðamannaskiptum á vegum IJP, International Journalists´ Programmes.

Á meðan á dvöl hennar hér stóð skrifaði Abby meðal annars greinar fyrir The Guardian um átakið „Meet us, don´t eat us“ sem hvetur til hvalaskoðunar frekar en hvalveiða við strendur Íslands, sem og grein um baráttuhópinn Öfga og umfang kynferðisofbeldis hér á landi.

Abby kom til Íslands um mánaðamótin febrúar/mars og fékk að kynnast landinu í alvöru vetrarham. „Ég reiknaði ekki með að það yrði hlýtt en það var sannarlega mun kaldara en ég reiknaði með og veðurofsinn kom mér á óvart. Ég var bara í þunnum buxum og strigaskóm þegar ég kom. Sá sem ég gisti hjá spurði hvort ég væri með vettlinga, aðra skó og aðrar buxur, en ég hélt að þetta væri í góðu lagi. Ég datt síðan þrisvar í hálkunni þá um kvöldið þegar við fórum út að fá okkur að borða,“ segir hún hlæjandi.

Hún fékk styrk frá IJP vegna ferðarinnar hingað en þátttakendur útvega sér sjálfir húsnæði og eru á launum hjá sínum vinnuveitenda á meðan á dvölinni stendur. Abby hefur því skrifað fyrir erlenda miðla síðustu vikur þó hún hafi verið á Íslandi en auk Guardian hefur hún í gegn um tíðina til að mynda skrifað fyrir the Independent, Deutsche Welle, the Telegraph, the London Evening Standard, the Huffington Post, Raconteur og Die Tageszeitung.  Hún er nú langt komin með umfjöllun um blóðmerahald á Íslandi og stefnir einnig á umfjöllun um geimiðnaðinn hér á landi.

Aðgangur að tengslaneti blaðamanna

Með því að komast inn í prógrammið hjá IJP fá þátttakendur aðgang að stóru tengslaneti blaðamanna um allan heim sem áður hafa tekið þátt. Það var þannig sem hún útvegaði sér gistingu á Íslandi og komst í framhaldinu í samband við þann blaðamann sem hér skrifar og hafði milligöngu um að Abby fékk vinnuaðstöðu á skrifstofu DV, en undir hatti fjölmiðlasamsteypunnar Torgs eru einnig Fréttablaðið og Hringbraut sem öll eru til húsa á Hafnartorgi í Reykjavík.

Hugmyndin með IJF er að efla alþjóðleg tengsl blaðamanna og veita þeim innsýn í hvernig fjölmiðlar í öðrum löndum starfa, og geta íslenskir blaðamenn sömuleiðis sótt um að taka þátt í þessu prógrammi.

Erfitt en ekki ómögulegt

Abby er fædd í Norfolk en flutti til Wales þegar hún var ellefu ára. Þar ólst hún upp í þorpi við ströndina. Fjölskyldan hennar er mikið útivistarfólk og foreldrar hennar sérlegt áhugafólk um fuglaskoðun og gönguferðir. Hún hafði alltaf áhuga á því að skrifa og áhuga á fólki en það hvarflaði aldrei að henni að hún yrði blaðamaður.

„Það er mjög erfitt að verða blaðamaður á Englandi og mjög eftirsótt. Margir þeirra sem verða blaðamenn tilheyra elítunni, hafa gengið í sömu fínu háskólana og síðan er nauðsynlegt að búa í London til að koma sér á framfæri. Þú ert líka að keppa um stöður við mjög klárt fólk þannig að þetta er erfitt, en ekki ómögulegt,“ segir hún.

Abby lærði upphaflega enskar bókmenntir og flutti síðan til London þar sem hún vann við þjónustustörf. Það æxlaðist síðan þannig að hún var farin að skrifa fyrir heimasíðu lögfræðifyrirtækis og samstarfsmaður hennar þar stakk upp á að hún gerðist blaðamaður. Í framhaldinu lauk hún meistaragráðu í blaðamennsku frá City háskólanum í London og boltinn fór að rúlla.

„Eftir á að hyggja var margt sem leiddi mig á þennan stað og má segja að örlögin hafi tekið völdin. Ég hef alltaf haft ástríðu fyrir því að læra meira um heiminn, kynnast fólki og sögum þess, og vonandi gera eitthvað gott með því að koma sannleikanum á framfæri og gefa fólki tilefni til að hugsa um hlutina á nýjan hátt.“

Flutti til Berlínar

Ferill hennar hefur verið farsæll og var Abby til að mynda verðlaunuð fyrir fréttaröð í Guardian þar sem hún ljóstraði upp um umfang kynferðislegs ofbeldis í breskum háskólum.

Hún var búin að vera starfandi blaðamaður í London um hríð þegar hún fann að hún vildi breyta til. Það var þá, árið 2015, sem hún sótti fyrst um hjá IJP og fór á vegum samtakanna í nokkrar vikur til Berlínar. Hún varð svo heilluð að hún flutti síðan til Berlínar og er þar nú búsett.

Aftur togaði útþráin í Abby og í þetta skiptið fékk hún styrk til að koma til Íslands. „Ég sótti um að fara til Norður-Evrópu og þar komu þónokkur lönd til greina. Ég hef komið til Osló og það hefði kannski verið eðlilegast að fara þangað en ég ákvað á endanum að sækja um styrk til Íslands. Ég sá fyrir mér að það væri ólíkast því umhverfi sem ég þekki og fannst forvitnilegt að dveljast á eyju frekar en meginlandinu.“

Einhliða umfjöllun um Ísland

Áður en Abby kom hingað þekkti hún engan á Íslandi en hafði heyrt margt um land og þjóð. „Það er talað um að Íslands sé besti staðurinn í heiminum fyrir konur, að hér séu allir mjög hamingjusamir og samfélagið afar framsækið en líka að hér trúi fólk á álfa og tröll. Mér fannst svolítið erfitt að láta þetta allt passa saman og vera hálf óraunverulegt,“ segir hún og hlær. „Nú þegar ég er búin að kynnast samfélaginu get ég horft á þetta raunsætt og sé bæði kostina og gallana. Mín upplifun er að það er ekki fjallað um Ísland á raunsæjan hátt í alþjóðapressunni heldur sé þetta almennt einhliða umfjöllun og ég held að engum sé gerður greiði með því.“

Í því sambandi bendir hún til að mynda á mýtuna um að hér sé feminísk paradís. „Samkvæmt alþjóðapressunni er Ísland hinn fullkomni staður fyrir konur. Nú veit ég hins vegar að hér er há tíðni kynferðislegs ofbeldis. Sú mynd sem er dregin upp af Íslandi erlendis getur síðan orðið til þess að það er erfiðara að tala um sannleikann. Ég hef heyrt konur hér tala um að þeim finnist þær ekki mega tala um ofbeldið því þær eigi bara að vera þakklátar fyrir hvað þær hafi það gott miðað við konur í öðrum löndum.“

Kom mjög á óvart

Og áður en hún kom hafði hún einnig heyrt að Ísland væri svo til „fullkomið“ þegar kemur að ábyrgð í stjórnmálum og að hér þrífist ekki spilling. Það hafi því komið henni mjög á óvart þegar hún heyrði af framkvæmdinni á sölu hlutar ríkisins í Íslandsbanka nú í mars, að faðir fjármálaráðherra, formanns eins ríkisstjórnarflokkanna, hefði verið einn kaupenda og að enginn í ríkisstjórninni vilji taka ábyrgð á því sem flestir eru sammála um að hafi verið algjört klúður, ef ekki eitthvað enn verra. „Ég reiknaði ekki með því að svona lagað myndi gerast á Íslandi,“ segir Abby.

Þá talar hún einnig sérstaklega um rasísk ummæli formanns Framsóknarflokksins, sem einnig situr í ríkisstjórn, um formann Búnaðarsambandsins. „Ég var mjög slegin þegar ég heyrði af þessu. Síðan sögðu allir við mig að hann myndi aldrei segja af sér því þannig væri það ekki á Íslandi. Ég get fullyrt að ef þetta hefði átt sér stað í Bretlandi eða Þýskalandi þá væri skýr krafa um afsögn.“

Bara ein vonbrigði

En þó að Ísland hafi ekki reynst þessi fullkomna paradís sem máluð hefur verið upp í erlendum fjölmiðlum vill Abby ekki vera sú sem hér fordæmir allt og alla. Síður en svo. „Það getur samt verið hollt að heyra hvernig aðrir sjá hlutina þegar þeir sjá hvernig þeir eru í raun og veru en ekki bara glansmyndina. Ég held samt að það sé ekki endilega gott að fólk tali um Ísland sem paradís þegar þau er ekki raunin. Ég held að það sé alltaf betra að fólk sjái mann eins og maður er.“

Hún þvertekur síðan fyrir að Ísland hafi verið vonbrigði á nokkurn hátt. „Ekki nema veðrið,“ segir hún á léttu nótunum.

Hún sat síðan ekki við skriftir allan tímann hér heldur náði að ferðast um landið og skoða þessa helstu fossa og strendur sem heilla ferðamanninn. Auk þess komu foreldrar hennar í heimsókn og voru þeir mjög spenntir að heimsækja hana til Íslands.

Nú er vika síðan Abby steig upp í flugvél og fór aftur heim til Berlínar. „Það hafa verið algjör forréttindi að vera hér. Ég er búin að kynnast mjög mörgum sem ég á eftir að sakna. Það er síðan annað; Allir sögðu Íslendinga vera lokaða og ekki gefa mikið af sér. Meira að segja hef ég heyrt þetta frá Íslendingum, en þetta er alls ekki mín reynsla. Allir hafa tekið mjög vel á móti mér og ég stefni á að koma aftur seinna. Um sumar. Þegar það er hlýrra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Fyrstu táningarnir til að skora í úrslitaleik síðan Ronaldo árið 2004

Fyrstu táningarnir til að skora í úrslitaleik síðan Ronaldo árið 2004
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Mainoo svaraði færslu á X: Gerðu grín að Manchester United – ‘OK’

Mainoo svaraði færslu á X: Gerðu grín að Manchester United – ‘OK’
Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Sakamál: Leyndarmál ættleidda sonarins – Vopnaðir menn brutust inn til hjóna í skjóli nætur

Sakamál: Leyndarmál ættleidda sonarins – Vopnaðir menn brutust inn til hjóna í skjóli nætur
Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Svona oft áttu að skipta um handklæði

Svona oft áttu að skipta um handklæði
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Besa deildin: Úlfur tryggði jafntefli á Hlíðarenda

Besa deildin: Úlfur tryggði jafntefli á Hlíðarenda
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Gríðarlega sár eftir að hafa misst af 140 milljónum: Missti hausinn á lokasekúndunum – ,,Þetta voru 50/50 líkur“

Gríðarlega sár eftir að hafa misst af 140 milljónum: Missti hausinn á lokasekúndunum – ,,Þetta voru 50/50 líkur“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Anita hvetur yfirvöld til að segja nafn látinnar dóttur sinnar upphátt – „Þetta eru óafturkræf mistök, óafturkræf vanræksla“

Anita hvetur yfirvöld til að segja nafn látinnar dóttur sinnar upphátt – „Þetta eru óafturkræf mistök, óafturkræf vanræksla“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Sópransöngkonan Hlín Leifsdóttir vekur hrifningu í Dubai

Sópransöngkonan Hlín Leifsdóttir vekur hrifningu í Dubai
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Geta ekki skýrt tilvist hrings eins í geimnum

Geta ekki skýrt tilvist hrings eins í geimnum
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ten Hag eftir sigurinn í dag: ,,Ef þeir vilja mig ekki þá fer ég annað og vinn titla“

Ten Hag eftir sigurinn í dag: ,,Ef þeir vilja mig ekki þá fer ég annað og vinn titla“
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Fyrstu táningarnir til að skora í úrslitaleik síðan Ronaldo árið 2004

Fyrstu táningarnir til að skora í úrslitaleik síðan Ronaldo árið 2004
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Mainoo svaraði færslu á X: Gerðu grín að Manchester United – ‘OK’

Mainoo svaraði færslu á X: Gerðu grín að Manchester United – ‘OK’
Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Sakamál: Leyndarmál ættleidda sonarins – Vopnaðir menn brutust inn til hjóna í skjóli nætur

Sakamál: Leyndarmál ættleidda sonarins – Vopnaðir menn brutust inn til hjóna í skjóli nætur
Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Svona oft áttu að skipta um handklæði

Svona oft áttu að skipta um handklæði
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Besa deildin: Úlfur tryggði jafntefli á Hlíðarenda

Besa deildin: Úlfur tryggði jafntefli á Hlíðarenda
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Gríðarlega sár eftir að hafa misst af 140 milljónum: Missti hausinn á lokasekúndunum – ,,Þetta voru 50/50 líkur“

Gríðarlega sár eftir að hafa misst af 140 milljónum: Missti hausinn á lokasekúndunum – ,,Þetta voru 50/50 líkur“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Anita hvetur yfirvöld til að segja nafn látinnar dóttur sinnar upphátt – „Þetta eru óafturkræf mistök, óafturkræf vanræksla“

Anita hvetur yfirvöld til að segja nafn látinnar dóttur sinnar upphátt – „Þetta eru óafturkræf mistök, óafturkræf vanræksla“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Sópransöngkonan Hlín Leifsdóttir vekur hrifningu í Dubai

Sópransöngkonan Hlín Leifsdóttir vekur hrifningu í Dubai
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Geta ekki skýrt tilvist hrings eins í geimnum

Geta ekki skýrt tilvist hrings eins í geimnum
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ten Hag eftir sigurinn í dag: ,,Ef þeir vilja mig ekki þá fer ég annað og vinn titla“

Ten Hag eftir sigurinn í dag: ,,Ef þeir vilja mig ekki þá fer ég annað og vinn titla“
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Fyrstu táningarnir til að skora í úrslitaleik síðan Ronaldo árið 2004

Fyrstu táningarnir til að skora í úrslitaleik síðan Ronaldo árið 2004
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Mainoo svaraði færslu á X: Gerðu grín að Manchester United – ‘OK’

Mainoo svaraði færslu á X: Gerðu grín að Manchester United – ‘OK’
Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Sakamál: Leyndarmál ættleidda sonarins – Vopnaðir menn brutust inn til hjóna í skjóli nætur

Sakamál: Leyndarmál ættleidda sonarins – Vopnaðir menn brutust inn til hjóna í skjóli nætur
Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Svona oft áttu að skipta um handklæði

Svona oft áttu að skipta um handklæði
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Besa deildin: Úlfur tryggði jafntefli á Hlíðarenda

Besa deildin: Úlfur tryggði jafntefli á Hlíðarenda
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Gríðarlega sár eftir að hafa misst af 140 milljónum: Missti hausinn á lokasekúndunum – ,,Þetta voru 50/50 líkur“

Gríðarlega sár eftir að hafa misst af 140 milljónum: Missti hausinn á lokasekúndunum – ,,Þetta voru 50/50 líkur“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Anita hvetur yfirvöld til að segja nafn látinnar dóttur sinnar upphátt – „Þetta eru óafturkræf mistök, óafturkræf vanræksla“

Anita hvetur yfirvöld til að segja nafn látinnar dóttur sinnar upphátt – „Þetta eru óafturkræf mistök, óafturkræf vanræksla“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Sópransöngkonan Hlín Leifsdóttir vekur hrifningu í Dubai

Sópransöngkonan Hlín Leifsdóttir vekur hrifningu í Dubai
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Geta ekki skýrt tilvist hrings eins í geimnum

Geta ekki skýrt tilvist hrings eins í geimnum
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ten Hag eftir sigurinn í dag: ,,Ef þeir vilja mig ekki þá fer ég annað og vinn titla“

Ten Hag eftir sigurinn í dag: ,,Ef þeir vilja mig ekki þá fer ég annað og vinn titla“
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Fyrstu táningarnir til að skora í úrslitaleik síðan Ronaldo árið 2004

Fyrstu táningarnir til að skora í úrslitaleik síðan Ronaldo árið 2004
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Mainoo svaraði færslu á X: Gerðu grín að Manchester United – ‘OK’

Mainoo svaraði færslu á X: Gerðu grín að Manchester United – ‘OK’
Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Sakamál: Leyndarmál ættleidda sonarins – Vopnaðir menn brutust inn til hjóna í skjóli nætur

Sakamál: Leyndarmál ættleidda sonarins – Vopnaðir menn brutust inn til hjóna í skjóli nætur
Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Svona oft áttu að skipta um handklæði

Svona oft áttu að skipta um handklæði
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Besa deildin: Úlfur tryggði jafntefli á Hlíðarenda

Besa deildin: Úlfur tryggði jafntefli á Hlíðarenda
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Gríðarlega sár eftir að hafa misst af 140 milljónum: Missti hausinn á lokasekúndunum – ,,Þetta voru 50/50 líkur“

Gríðarlega sár eftir að hafa misst af 140 milljónum: Missti hausinn á lokasekúndunum – ,,Þetta voru 50/50 líkur“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Anita hvetur yfirvöld til að segja nafn látinnar dóttur sinnar upphátt – „Þetta eru óafturkræf mistök, óafturkræf vanræksla“

Anita hvetur yfirvöld til að segja nafn látinnar dóttur sinnar upphátt – „Þetta eru óafturkræf mistök, óafturkræf vanræksla“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Sópransöngkonan Hlín Leifsdóttir vekur hrifningu í Dubai

Sópransöngkonan Hlín Leifsdóttir vekur hrifningu í Dubai
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Geta ekki skýrt tilvist hrings eins í geimnum

Geta ekki skýrt tilvist hrings eins í geimnum
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ten Hag eftir sigurinn í dag: ,,Ef þeir vilja mig ekki þá fer ég annað og vinn titla“

Ten Hag eftir sigurinn í dag: ,,Ef þeir vilja mig ekki þá fer ég annað og vinn titla“