Hegðun umhverfisráðherra sögð glæfraleg en ekki lífshættuleg: „Sýnir ekki gott fordæmi“
EyjanLíkt og Eyjan greindi frá í gær þá sjósetti Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sérstakt GPS flothylki sem nota má til að fylgjast með plastrusli í sjónum. Guðmundur kastaði flothylkinu í sjóinn af dekkinu á varðskipinu Þór, með því að stíga upp á brúnina. Guðmundur var ekki klæddur neinum öryggisbúnaði, hvorki með hjálm né í björgunarvesti Lesa meira
Kolbrún: „Illa komið fyrir flokki sem á tyllidögum hjalar hvað mest um umhverfisvernd“
EyjanJón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, baðst undan því í Silfrinu á sunnudaginn að hann og Sjálfstæðisflokkurinn væru sagðir á móti umhverfisvernd. Tilefnið var gagnrýni Jóns á framgang umhverfisráðherra vegna friðlýsinga hans, sem Jón telur fara gegn lögum. Jón sagðist við það tækifæri vera mikill náttúruverndarsinni, en vildi að farið væri eftir því samkomulagi sem fyrir lægi. Lesa meira
Kísilver PCC þarf fimm milljarða til viðbótar – „I told you so“ segir fyrrverandi umhverfisráðherra
Eyjan„Mikið hryggir þetta mig , og mikið er hundfúlt að segja I told you so, en við þessu varaði ég og gott fólk í litlum flokki á þingi sem hét Björt Framtíð. Kísilmálver á Bakka er, og var alveg frá byrjun vond hugmynd. Keyrð áfram af fólki til að koma eitthvað um þúsund atkvæðum í Lesa meira
Jón hótar stjórnarslitum vegna umhverfisráðherra: „Verklag hans samræmist ekki lögunum“
Eyjan„Ég get ekki séð að við þingmenn Sjálfstæðisflokksins getum stutt stjórnarsamstarf sem fer fram með þessum hætti. Það er best að gera grein fyrir því strax,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra í niðurlaginu í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Tilefnið er aðferðarfræði umhverfisráðherra, Guðmundar I. Guðbrandssonar, VG, varðandi friðlýsingar og verklag Lesa meira
Kolbrún um þá sem sitja að kjötkötlunum í Reykjavík: „Stökkva gjarnan fram með einhverjar vanhugsaðar bombur“
EyjanKolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir framgang Lífar Magneudóttur borgarfulltrúa VG í gær, um að minnka eða hætta alfarið framboði á kjöti í mötuneytum Reykjavíkurborgar, vera vanhugsaðan. Það sé ekki í fyrsta skipti sem sá meirihluti er situr nú að kjötkötlunum fari sínu fram án umræðu eða samtals við borgarbúa: „Að henda inn svona sprengju Lesa meira
Ögmundur reiður út í Katrínu og stefnusvik VG: „Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“
EyjanÖgmundur Jónasson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra VG, gagnrýnir forystu flokksins harðlega í grein sem hann birtir á heimasíðu sinni. Hann fullyrðir að Bandaríkjaher sé að snúa aftur í þeirra boði, en sem kunnugt er þá hyggst Bandaríkjaher og NATO standa að 14 milljarða króna uppbyggingu hér á landi á næstu árum, þó svo Ísland teljist Lesa meira
Steinunn Ólína: „Hún Kata veit vel hvað hún syngur, þótt fölsk sé“
Eyjan„Herinn er að koma með 14 milljarðana sína krakkar! Alltaf leggst okkur eitthvað til. Bullandi plús fyrir heimilisbókhald Bjarna og Kötu og tyggjópökkum og nælonsokkum mun rigna yfir Suðurnesin meðan á uppbyggingu hersins á Keflavíkurflugvelli stendur.“ Svo hefst pistill Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur, leikkonu, í Fréttablaðinu í dag, hvar hún gagnrýnir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra harðlega, þar Lesa meira
Nýr stjórnmálaflokkur í bígerð til höfuðs VG – „Orrustan um Ísland er rétt að byrja“
EyjanÁhugafólk um umhverfisvernd hyggst stofna nýjan stjórnmálaflokk til höfuðs VG, ef marka má færslur Hrafns Jökulssonar á Facebook. Þar greinir Hrafn frá því að nauðsynlegt sé að stofna „almennilegan Umhverfisflokk – með stóru U“ sem: „…tekur að sér varðveislu íslenskrar náttúru, menningar og gætir að þeim, sem helst þurfa. Fylgist með, og verið með — Lesa meira
Marteinn Mosdal: Tekinn hefur verið upp fituskattur til þess að rétta af hlut ríkissjóðs
EyjanMarteinn Mosdal, hinn skeleggi talsmaður Ríkisflokksins, segir á Facebook að flokkurinn hafi tekið uppsvokallaðan fituskatt. Markmiðið sé að rétta af hlut ríkissjóðs: „Á meðan þegnar landsins fitna þá rýrnar ríkissjóður dag frá degi. Þetta ójafnvægi getur ekki staðið mikið lengur. Því hef ég … ég meina Ríkisflokkurinn tekið upp fituskatt til þess að rétta af Lesa meira
Finnbogi segir „elítuflokkinn“ VG á villigötum og ætlar ekki að kjósa þá aftur: „Hægfara fylgihnöttur Engeyjarættarinnar“
Eyjan„Fremur er ótrúlegt að fjölskyldan á Bakkavegi 11 í Hnífsdal flykkist á kjörstað til að exa við VG nema flokkurinn kúvendi og hætti stuðningi við erkiíhaldið í landinu og geri það fyrr en síðar. VG er á algjörum villigötum hvernig sem á það er litið,“ Svo segir í niðurlagi greinar Finnboga Hermannssonar, rithöfundar og fyrrverandi Lesa meira
