fbpx
Föstudagur 09.maí 2025

Úkraína

Ekki koma heim segir úkraínskur ráðherra við samlanda sína

Ekki koma heim segir úkraínskur ráðherra við samlanda sína

Fréttir
26.10.2022

Fólk sem flúði frá Úkraínu í kjölfar innrásar Rússa í landið ætti að halda sig fjarri Úkraínu í vetur. Þetta sagði Iryna Vereshchuk, varaforsætisráðherra Úkraínu, í gær og vísaði til þess að Rússar hafi valdið svo miklu tjóni á orkuinnviðum landsins að rafmagn og hiti séu af skornum skammti. Hún hvatti fólk til að halda sig erlendis Lesa meira

Úkraínumenn skýra frá „ótrúlega háum“ tölum um mannfall Rússa – Ekki alveg óraunhæfar segir sérfræðingur

Úkraínumenn skýra frá „ótrúlega háum“ tölum um mannfall Rússa – Ekki alveg óraunhæfar segir sérfræðingur

Fréttir
26.10.2022

Í gær birtu úkraínsk stjórnvöld nýjar tölur yfir tap Rússa í stríðinu. Samkvæmt þeim hafa 68.420 rússneskir hermenn fallið í stríðinu. Ef þessar tölur eru réttar, þá þýðir það að mannfallið fram að þessu er fimm sinnum hærra en opinberar tölur um mannfall sovéska hersins í Afganistan frá 1979 til 1989. Þessar tölur Úkraínumanna hafa Lesa meira

Segir að þessir vilji fá forsetastól Pútíns

Segir að þessir vilji fá forsetastól Pútíns

Fréttir
26.10.2022

Það eru margir kandídatar sem bíða þess að taka við forsetaembættinu í Rússlandi af Vladímír Pútín. Þetta er mat Kyrylo Budanov, yfirmanns leyniþjónustu úkraínska hersins. Í viðtali við úkraínska Pravda skýrði hann frá hverjir berjast um að taka við af Pútín, að hans mati. Sky News skýrir frá þessu. Valdabarátta stendur yfir í Kreml og fór Budanov yfir hverjir eiga séns og hverjir geta gleymt því að komast í Lesa meira

Rússar hafa misst rúmlega fjórðung árásarþyrlna sinna

Rússar hafa misst rúmlega fjórðung árásarþyrlna sinna

Fréttir
26.10.2022

Frá upphafi stríðsins í Úkraínu hafa Rússar misst rúmlega fjórðung árásarþyrlna sinna. Þeir hafa misst að minnsta kosti 23 Ka-52 Hokum árásarþyrlur. Þetta kemur fram í stöðumati breska varnarmálaráðuneytisins á gangi stríðsins. Segir ráðuneytið að þetta sýni þann vanda sem Rússar glíma við í lofti því þeir hafa ekki náð að tryggja sér yfirráð í Lesa meira

Hætta sögð steðja að Pútín frá „Kokkinum“ – Sagður vilja taka við af honum

Hætta sögð steðja að Pútín frá „Kokkinum“ – Sagður vilja taka við af honum

Fréttir
26.10.2022

Svo virðist sem Yevgeny Prigozhin, eigandi Wagnerhópsins (sem er fyrirtæki sem útvegar rússneskum stjórnvöldum málaliða) gegni sífellt stærra hlutverki í stríðsrekstrinum í Úkraínu. Hann hefur gagnrýnt stríðsreksturinn og vill að Rússar beiti meiri hörku í stríðinu. Ekki er ólíklegt að Vladímír Pútín, forseta, stafi ákveðin hætta af þessum vini sínum sem er sagður hafa augastað Lesa meira

Meira að segja Rússum er nóg boðið – Sjónvarpsmaður rekinn eftir ummæli hans um úkraínsk börn

Meira að segja Rússum er nóg boðið – Sjónvarpsmaður rekinn eftir ummæli hans um úkraínsk börn

Fréttir
26.10.2022

Áróður, lygar og hatursræða hafa verið fyrirferðarmikil í rússnesku sjónvarpi síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. En það virðist sem það séu ákveðin takmörk á hvað sjónvarpsþulir geta leyft sér að segja og kemur það kannski mörgum á óvart. Að minnsta kosti var Anton Krasovsky sendur heim á sunnudaginn en hann hefur starfað hjá ríkissjónvarpsstöðinni RT. Margarita Simonjan, sjónvarpsstjóri, skrifaði Lesa meira

Rússneskur sérfræðingur í beinni útsendingu – „Við hófum stríð sem við vinnum ekki“

Rússneskur sérfræðingur í beinni útsendingu – „Við hófum stríð sem við vinnum ekki“

Fréttir
26.10.2022

Tveimur fréttaþulum á rússnesku ríkissjónvarpsstöðinni RT brá mjög í brún þegar þeir fengu Viktor Olevich, sem er stjórnmálafræðingur, í sjónvarpssal til að ræða fullyrðingar rússneskra ráðamanna um að Úkraínumenn hafi í hyggju að sprengja svokallaðar „skítugar sprengjur“. Þeir spurðu Olevich hvað honum fyndist um þessar fullyrðingar ráðamanna. Svar hans var líklega ekki í takt við það sem þeir bjuggust við. Lesa meira

Rússneskar hersveitir undirbúa sig undir að berjast í geislavirku umhverfi

Rússneskar hersveitir undirbúa sig undir að berjast í geislavirku umhverfi

Fréttir
25.10.2022

Rússar hafa síðustu daga sakað Úkraínumenn um að vera að undirbúa sig undir að nota „skítugar sprengjur“. Það eru venjulegar sprengjur sem búið er að bæta geislavirkum efnum við eða efnavopnum. Þessar ásakanir Rússar eru merki um ákveðið mynstur og þær vekja áhyggjur innan NATO. Í gær skýrði rússneska varnarmálaráðuneytið frá því að það hafi undirbúið Lesa meira

Ekki víst að það verði til bóta að losna við Pútín – Segir að næsti leiðtogi geti orðið enn herskárri

Ekki víst að það verði til bóta að losna við Pútín – Segir að næsti leiðtogi geti orðið enn herskárri

Fréttir
25.10.2022

Það verður ekki endilega til góðs ef Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, verður velt af stóli og nýr leiðtogi tekur við völdum. Rússar gætu vel fylkt sér að baki enn herskárri leiðtoga. Þetta segir Boris Bondarev, fyrrum stjórnarerindreki hjá rússnesku utanríkisþjónustunni, í grein í Foreign Affairs. Í greininni fer hann yfir stöðu mála eins og hún blasir við honum. Lesa meira

Færri rússneskar árásir benda til takmarkaðrar vopnaeignar

Færri rússneskar árásir benda til takmarkaðrar vopnaeignar

Fréttir
25.10.2022

Heldur hefur dregið úr árásum Rússa á Úkraínu með flugskeytum og drónum á síðustu dögum ef miðað er við stöðuna fyrir rúmri viku. Þetta er hugsanlega vísbending um að Rússar eigi ekki svo mikið af flugskeytum og drónum. Þetta kemur fram í daglegri stöðuskýrslu bandarísku hugveitunnar The Institute for the Study of War um gang stríðsins. Rússar gerðu tvær flugskeytaárásir og 28 drónaárásir á Úkraínu í gær.

Mest lesið

Ekki missa af