fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025

tónlist

Måns er mættur til landsins!

Måns er mættur til landsins!

09.03.2017

Måns Zelmerlöw, sem sigraði í Eurovision árið 2015 með lagið „Heroes“, er mættur til landsins en hann tekur lagið á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í ár. Rúv greinir frá því að SNARPT viðtal hafi náðst við hann þegar hann gekk inn í útvarpshúsið við Efstaleiti. Måns segir þar að hann viti nú ýmislegt um Ísland þar sem hann Lesa meira

Aldrei fór ég suður – Hljómsveitirnar í ár – Myndband

Aldrei fór ég suður – Hljómsveitirnar í ár – Myndband

07.03.2017

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin að vanda á Ísafirði um páskana. Ísafjarðarbær breytist þá hér um bil í 101 og hver einasti kimi er nýttur til tónlistarflutnings. Hljómsveitirnar sem verða á stóra sviðinu þetta árið voru kynntar í dag með þessu skemmtilega myndbandi: https://www.facebook.com/aldreiforegsudur/videos/1636690386359703/  

Ariana Grande og John Legend gefa út tónlistarmyndband við „Beauty and the Beast“

Ariana Grande og John Legend gefa út tónlistarmyndband við „Beauty and the Beast“

06.03.2017

Búðu þig undir Disney-töfra! Eftirvæntingin hefur verið mikil fyrir frumsýningu tónlistarmyndbandsins við lagið „Beauty and the Beast“ með Ariönu Grande og John Legend. Lagið er fyrir samnefnda bíómynd með Emmu Watson í aðalhlutverki. Bleikt hefur áður fjallað um myndina sem verður frumsýnd í Bandaríkjunum 17.mars. Sjá einnig: Fyrsta myndabrotið úr Beauty and the Beast með Lesa meira

Páll Óskar snýr aftur sem Frank-N-Furter – Rocky Horror á svið í Borgarleikhúsinu

Páll Óskar snýr aftur sem Frank-N-Furter – Rocky Horror á svið í Borgarleikhúsinu

02.03.2017

Í dag bárust þær stórfréttir frá Borgarleikhúsinu og Páli Óskari Hjálmtýssyni að söngvarinn hyggðist snúa aftur sem hinn lostafulli Dr. Frank-N-Furter í uppsetningu leikhússins á Rocky Horror. Frumsýning er fyrirhuguð í mars á næsta ári. Palli fór síðast í hlutverk doktorsins árið 1991 þegar Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð setti verkið upp í Iðnó. Leikstjóri var Lesa meira

Steinunn í Amabadama – Syngjandi danskennari sem googlar oft plottið í bíómyndum!

Steinunn í Amabadama – Syngjandi danskennari sem googlar oft plottið í bíómyndum!

25.02.2017

Steinunn Jónsdóttir er búin að vera önnum kafin að undanförnu við undirbúning tónleika Amabadama og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands sem eru í Hörpu í kvöld. Þar mun hún stíga á svið sjálfrar Eldborgar, ásamt Sölku Sól og Gnúsa Yones, og flytja dillandi reggae-tónlist með fulltyngi klassískra hljóðfæra. Við fengum að forvitnast aðeins um Steinunni fyrir lesendur Bleikt. Lesa meira

Stórkostlegt myndband frá Stephen West – Reykvískir kettir í stóru hlutverki

Stórkostlegt myndband frá Stephen West – Reykvískir kettir í stóru hlutverki

24.02.2017

Prjónahönnuðurinn Stephen West, sem dvelur á landinu um þessar mundir, verður að teljast með meira skapandi Íslandsvinum sem fyrirfinnast. Hann hannar prjónaflíkur og ryður frá sér uppskriftum sem prjónarar um allan heim elska, en hann er líka dansari, og eitt sinn var hann meðlimur í keppnisliði skólans síns í sippi (já með sippuband). Nýjasta myndbandið Lesa meira

Hlustaðu þegar söngur Lady Gaga á Superbowl er einangraður – Ótrúleg rödd!

Hlustaðu þegar söngur Lady Gaga á Superbowl er einangraður – Ótrúleg rödd!

17.02.2017

Lady Gaga sló í gegn í hálfleik Superbowl með ógleymanlegri sýningu. Atriðið í heild sinni var stórkostlegt. Sviðið, dansararnir og lagaval vöktu mikla athygli en það sem stóð helst upp úr var söngur Lady Gaga. Nú er búið að einangra söng hennar á sýningunni og er það sönnun þess að Lady Gaga er lifandi goðsögn Lesa meira

Emmsjé Gauti, Hildur og Friðrik Dór koma fram á Þjóðhátíð í ár

Emmsjé Gauti, Hildur og Friðrik Dór koma fram á Þjóðhátíð í ár

17.02.2017

Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti í dag að Emmsjé Gauti, Hildur og Friðrik Dór koma fram á Þjóðhátíð í ár. Þau eru með vinsælustu tónlistarmönnum landsins svo þetta eru frábærar fréttir fyrir þá sem ætla í dalinn um Verslunarmannahelgina. Þjóðhátíð í Eyjum hefst föstudaginn 4.ágúst en fleiri tónlistarmenn verða tilkynntir á næstu vikum. Forsala á Þjóðhátíð hefst 22.febrúar Lesa meira

Nýtt myndband frá Reykjavíkurdætrum: „Kalla mig hvað?“

Nýtt myndband frá Reykjavíkurdætrum: „Kalla mig hvað?“

16.02.2017

Reykjavíkurdætur voru að gefa út myndband við nýja lagið sitt „Kalla mig hvað?“ Lagið er tæpar fjórar mínútur og rappa fjórtán Reykjavíkurdætur í því línur eins og: ég vil haf´etta massaða kalla, ég vil haf´etta sköllótta kalla þessir pínulitlu forríku kallar ég elska þá alla Myndbandinu leikstýrðu Antonía Lárusdóttur og Alda Karen Hjaltalín. Horfðu á það Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af