Svarthöfði skrifar: Þess vegna er Viðreisn í bjórfylgi
EyjanFastir pennarSvarthöfði er mikill áhugamaður um pólitík og fyrr í vikunni kom hann sér hægindalega fyrir í sófanum fyrir framan sjónvarpið með popp og kók, hreint iðandi í skinninu af eftirvæntingu eftir eldhúsdagsumræðum á Alþingi. Búast mátti við leiftrandi flugeldasýningu. Kvöldið fór vel af stað, svo sem við var að búast. Kristrún Frostadóttir var skelegg og Lesa meira
Svarthöfði skrifar: Styrk forysta Bjarna Ben – skýr framtíðarsýn – hyggst draga úr mannréttindabrotum
EyjanFastir pennarBjarni Benediktsson er prinsipp maður mikill. Vart var búið að telja upp úr kjörkössunum í forsetakosningunum er hann boðaði alla flokksformenn á Alþingi á sinn fundi til að ræða breytingar á stjórnarskránni. Eitt brýnasta málið er að fjölga meðmælendum, sem frambjóðendur til forseta þurfa að afla sér til að framboð þeirra teljist gilt. Svarthöfði telur Lesa meira
Svarthöfði skrifar: Tvö skref til hægri og vinstri snú – list hins ómögulega
EyjanFastir pennarSvarthöfði er áhugamaður mikill um íslensk stjórnmál og hefur raunar lengi verið. Jafnvel mætti segja hann vera eldri en tvævetur þegar að því kemur að rýna í og greina pólitíkina, sem löngum hefur verið kölluð list hins mögulega. Og óneitanlega eru möguleikarnir nær óþrjótandi í pólitíkinni, eins og dæmin sanna. Ræður þar miklu hversu valkvætt Lesa meira
Svarthöfði skrifar: Tapað – fundið … í naflanum
EyjanFastir pennarSvarthöfði las fréttir af færslu nýráðins starfsmanns þingflokks Vinstri-grænna. Sá kom nýlega til starfa hjá örflokknum eftir að hafa yfirgefið hlýjan faðm Ríkisútvarpsins. Ekki ber á öðru en að starfsmanninum líki ekki nýja vistin enda bendir hann á að fylgi vinnuveitandans sé nær horfið og mælist nú varla ef marka má nýjan Þjóðarpúls Gallups. Það Lesa meira
Svarthöfði skrifar: Skítabombur þá og nú
EyjanFastir pennarSvarthöfði er áhugamaður mikill um pólitík og kosningar, ekki hvað síst forsetakosningar. Hann kættist því mjög er Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir í áramótaávarpi sínu að hann hygðist axla sín skinn eftir aðeins átta ár í embætti forseta Íslands. Ekki svo að skilja að Svarthöfði gleðjist yfir brottför Guðna sem slíkri, enda hefur Guðni á Lesa meira
Svarthöfði skrifar: „Geislavirka“ fórnarlambið, Katrín Jakobsdóttir
EyjanFastir pennarSvarthöfði hjó eftir því í umræðuþætti forsetaframbjóðenda á Stöð 2 fyrir helgi að Katrín Jakobsdóttir virðist upplifa sig sem fórnarlamb í þessari kosningabaráttu. Hún sagði það áhyggjuefni að þátttaka hennar í stjórnmálum hafi gert hana „geislavirka“, sem væri ósanngjarnt. Vitaskuld er horft til starfsferils frambjóðenda til forseta þegar lagt er mat á þá. Í tilviki Lesa meira
Svarthöfði skrifar: Ríkismiðlarnir snúa saman bökum
EyjanFastir pennarÞað kom Svarthöfða á óvart í vikunni að svo virðist sem Morgunblaðið og Ríkisútvarpið hafi snúið bökum saman í umfjöllun sinni um komandi forsetakosningar, en ekki er betur vitað en að ritstjórnir ríkismiðlanna tveggja séu aðskildar, enn sem komið er hið minnsta. Mörgum þótti Stefán Einar Stefánsson, sem ku kalla sig siðfræðing, fara offari gegn Lesa meira
Svarthöfði skrifar: Ofurminni gamals þjóðarleiðtoga
EyjanFastir pennarSvarthöfði horfði andaktugur á þátt í Ríkissjónvarpinu að kvöldi baráttudags verkalýðsins um kennaraverkföll undangenginna áratuga og áhrif svonefndar þjóðarsáttar árið 1990 á kjaramálaumræðu. Margt forvitnilegt kom þar fram og upp rifjaðist ýmislegt sem snjóað hefur yfir í minni Svarthöfða í áranna rás. Sérstaka athygli og uppljómun vöktu minningar Ólafs Ragnars Grímssonar í tengslum við þjóðarsáttina Lesa meira
Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni
EyjanFastir pennarÞað er víða grösugt á Íslandi og er Svarthöfði í hópi þeirra sem vilja vernda líf og landið sem það þrífst í. Sumu af því landi hefur þurft að sökkva undir uppistöðulón til að nýta eina helstu auðlind landsins, fallvötnin. Flest af því hafa þó verið móar og heiðarlönd sem er, þegar öllu er á Lesa meira
Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
EyjanFastir pennarEitt sérkennilegasta mál síðari tíma er kaup ríkisbankans Landsbankans á einkarekna tryggingafélaginu TM. Svarthöfði skildi ekki þá og skilur ekki enn hvernig stjórnendum bankans fannst það góð hugmynd að kaupa tryggingafélag og bæta því undir hatt ríkisins. Látum það vera. En upp frá þessum kaupum hefur spilast út farsi sem engan enda ætlar að taka. Lesa meira