Lýsir hvernig hægt er að vigta framhjá og múta íslenskum stjórnmálamönnum -„Til dæmis Samherji og Brim“
EyjanGunnar Smári Egilsson, blaðamaður og stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, hefur farið mikinn um Samherjamálið eftir umfjöllun Kveiks og Stundarinnar. Hann birti í gær ítarlega úttekt á því hvernig hann telur að kvótagreifar og stórútgerðir borgi stjórnmálafólki mútur hér á landi. Greinin er sögð byggð á viðtölum við fólk með innsýn í „skuggaveröld stórútgerðarinnar“ : „Þau sem Lesa meira
Kristinn Hrafnsson: „Þorsteinn Már lenti jú í nauðgun í Namibíu“
EyjanKristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, fjallar um viðbrögð Sigríðar Á. Andersen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, við Samherjamálinu og meintum mútum fyrirtækisins í Namibíu. Líkir hann viðbrögðum Sigríðar við þegar dæmdur nauðgari sem hann fjallaði um fyrir mörgum árum, sagðist hafa „lent“ í nauðgun: „Fyrir löngu fjallaði ég í fréttaþætti um þekktan ofbeldisbrotamann og rakti hans dómasögu. Nefndi m.a. Lesa meira
Forsjálni Samherja eða kaldhæðni örlaganna ?
Orðið á götunni er að forsvarsmenn Samherja gætu verið í vondum málum vegna uppljóstrana um meintar mútugreiðslur og undanskot í starfsemi sinni í Namibíu. Vafasamir viðskiptahættir fyrirtækisins munu líklega leiða til sakamálarannsóknar og ákæru í framhaldinu en saksóknari hefur þegar hafið skoðun á málinu. Refsingin við að bera mútur á opinbera starfsmenn er allt að Lesa meira
Sjáðu hvernig mútufélag Samherja tengist Eyþóri Arnalds – „Ég er engum háður“
EyjanEyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er eigandi félagsins Ramses II ehf. sem er stærsti eigandi Þórsmerkur ehf. sem er stærsti eigandi Árvakurs hf. sem gefur út Morgunblaðið. Félag Eyþórs var fjármagnað óbeint af Esju Seafood sem skráð er á Kýpur. Esja Seafood er í eigu Samherja. Það er félagið sem tók við peningunum sem Lesa meira
Telur Samherjamálið veita sér uppreist æru –„Upphæð veiðileyfagjalds hefur lækkað um meira en helming“
EyjanÁgúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi á dögunum breytingartillögur ríkisstjórnarinnar á fjárlagafrumvarpinu, fyrir að lækka veiðileyfagjaldið um tvo milljarða til viðbótar. Sagði hann að skattgreiðendur þyrftu þar með að borga með útgerðinni. Ágúst Ólafur var gagnrýndur harðlega fyrir þessi skrif sín, bæði af þingmönnum ríkisstjórnarinnar, sem og Pírötum, þar sem framsetning hans væri röng: „Ástæða Lesa meira
Katrín krefst rannsóknar: „Til skammar fyrir Samherja – minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra“
EyjanKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, vill að Samherjamálið verði rannsakað, í kjölfar umfjöllunar Kveiks og Stundarinnar um málefni fyrirtækisinsí gær. Þetta sagði hún í hádegisfréttum RÚV: „Ég var mjög slegin og mér var mjög brugðið við að horfa á þau gögn sem voru birt í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi. Það er alveg ljóst að ef þessir málavextir Lesa meira
Óvíst með aðkomu Samherja að Fiskideginum mikla – Sveitarstjóri krefst afsökunarbeiðni frá RÚV –„Verulega særandi“
EyjanSveitastjórinn í Dalvíkurbyggð, Katrín Sigurjónsdóttir, segir við Eyjuna að RÚV skuldi íbúum Dalvíkur afsökunarbeiðni vegna þáttarins í gær um Samherja. Þáttur Kveiks hófst með þessum orðum um Fiskidaginn mikla, sem haldinn er árlega: „Aðra helgina í ágúst ár hvert blæs Samherji til mikillar veislu hér á Dalvík, mettar tugi þúsunda og býður öllum á glæsilega Lesa meira
Krefst þess að Kristján Þór stigi til hliðar og eignir Samherja verði frystar –„ Kemur ekkert annað til greina“
EyjanHelga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að ef tilefni þótti til að frysta eignir hljómsveitarinnar Sigurrósar vegna meintra skattalagabrota á sínum tíma, hljóti það einnig að verða gert í tilfelli Samherja. Hún krefst einnig að Kristján Þór Júlíusson stigi til hliðar vegna tengsla sinna við Samherja og Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra fyrirtækisins, en þeir eru Lesa meira
Kveikur hafnar ásökunum Samherja og birtir öll samskipti sín við fyrirtækið
EyjanKveikur hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrðingum Samherja, um að RÚV hafi nálgast fyrirtækið á fölskum forsendum, er hafnað. Eru öll samskipti fréttamanna við Samherja birt einnig því til staðfestingar: Vegna fullyrðinga forstjóra Samherja hf. í fjölmiðlum um að RÚV hafi nálgast fyrirtækið á fölskum forsendum, hafnað fundarbeiðni og ekki sinnt hlutleysisskyldu sinni Lesa meira
Íslendingur á vegum Samherja bendlaður við kvótabrask og ólöglegar millifærslur í Namibíu
EyjanFjölmiðlar í Namibíu hafa fjallað um opinbera rannsókn þar í landi þar sem um hálfur milljarður íslenskra króna var millifærður frá reikningi félags í eigu Samherja og annarra fyrirtækja í Namibíu, Articnam, árið 2016. Félagið hét áður Esja Fishing. Rannsakað er til hvaða fyrirtækja sú upphæð fór. Þarlend nefnd gegn spillingu, Anti Corruption Commission (ACC) Lesa meira