Skrifar um svarta sögu Samherja – „Ekki sagan um duglegu drengina“
EyjanGunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, hefur verið iðinn við kolann síðan Samherjamálið spratt fram á sjónarsviðið í síðustu viku. Hann hefur rakið sögu Samherja frá stofnun fyrirtækisins í fjórum hlutum og birt á Facebook, en óhætt er að segja að um afar gagnrýna nálgun sé að ræða, þar sem Gunnar segir að Lesa meira
Kristján kallaður á fund vegna Samherjamálsins
EyjanLilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar, segir við Morgunblaðið að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegráðherra, hafi verið boðaður á fund nefndarinnar til að svara spurningum um málefni Samherja. Var það Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður og fulltrúi VG í nefndinni, sem óskaði eftir nærveru Kristjáns á fundinum. Sagði Lilja við Morgunblaðið að full ástæða væri Lesa meira
Vilja ekki svara fyrirspurnum um mútugreiðslur né opna bókhaldið
EyjanÍ kjölfar umfjallana Kveiks og Stundarinnar um vafasama viðskiptahætti Samherja í Namibíu, hafa umræður um spillingu hér á landi verið áberandi. Hafa sumir fullyrt að stórútgerðin hafi mútað íslenskum stjórnmálamönnum og eru tengslin milli Samherja og Kristjáns Þórs Júlíssonar gjarnan nefnd í því samhengi, en Kristján var stjórnarformaður Samherja fyrir 19 árum síðan og er Lesa meira
Brynjar segir sýndarmennsku Samfylkingarinnar hina sönnu pólitísku spillingu
EyjanBrynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir breytingartillögu Samfylkingarinnar við fjárlögin, um að veita meira fé til yfirvalda svo rannsaka megi Samherjamálið, vera met í sýndarmennsku. Hann segir að upphrópanir sumra stjórnmálamanna í Samherjamálinu megi túlka sem aðför að réttarríkinu og þar af leiðandi pólitíska spillingu og er ljóst að hann beinir orðum sínum helst að Samfylkingunni: Lesa meira
Síldarvinnslan segir orðin slitin úr samhengi – „Villandi og rangur fréttaflutningur“
EyjanSídlarvinnslan hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fréttir af meintum blekkingum framkvæmdastjórans eru bornar til baka og sagður misskilningur. Fréttablaðið greindi frá í morgun að framkvæmdastjórinn hefði leitað ráða hjá Samherja til að blekkja út kvóta á Grænlandi. Sjá nánar: Leitaði ráða hjá Samherja um hvernig ætti að blekkja kvóta út úr Grænlendingum Tilkynningin Lesa meira
Þorsteinn Már neitar fyrir að hafa greitt mútur
EyjanBjörgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segist hafa spurt Þorstein Má hvort hann hafi tekið þátt í mútugreiðslum. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV. Var Björgólfur spurður af fréttamanni hvort hann hefði spurt Þorstein út í þetta, sem svaraði því játandi. Aðspurður hvernig Þorsteinn Már hefði svarað honum, sagði Björgólfur að Þorsteinn hefði svarað því neitandi. Lesa meira
„HVERNIG VÆRI ÞÁ AÐ SAMHERJAMENN HAGI SÉR EINS OG ÞEIR EIGI BÖRN?!??!!!“
Eyjan„HVERNIG VÆRI ÞÁ AÐ SAMHERJAMENN HAGI SÉR EINS OG ÞEIR EIGI BÖRN?!??!!! Helvítis andskotans „think of the children“ röksemdaleysisþvaður sem kemur frá þessum manni.“ Svo skrifar Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og deilir frétt Eyjunnar um grein Gunnars Braga Sveinssonar, þingmanns Miðflokksins, í Morgunblaðinu í dag. Þar fordæmir Gunnar Bragi fréttaflutning af Samherjamálinu, hann sé Lesa meira
Þorsteinn Már árið 2018: „Nokkuð ljóst að Már Guðmundsson er á leiðinni í fangelsi“
EyjanÞorsteinn Már Baldvinsson, sem stigið hefur til hliðar sem forstjóri Samherja meðan fyrirtækið rannsakar sjálft þær ásakanir um mútur og vafasama viðskiptahætti sem Kveikur og Stundin hafa greint frá, hefur lengi eldað saman grátt silfur við Má Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóra. Sem kunnugt er var Samherji undir smásjánni hjá Seðlabanka Íslands frá árinu 2010, þar sem Lesa meira
Bjarni Ben ósammála því að Ísland sé spillingarbæli – „Þurfi á smá sjálfsskoðun að halda?“
EyjanBjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ávarpar íslensku þjóðina á Facebook í dag vegna Samherjamálsins. Segir hann allt hafa sinn farveg og að nauðsynlegt sé að leyfa þar til bærum stofnunum að höndla málin og fara beri eftir lögum og reglum. Einmitt þess vegna sé Ísland eitt þeirra landa sem minnst spilling mælist: „Við erum stolt af landinu Lesa meira
Telur óásættanlegt að Björgólfur taki við Samherja –„ Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?
EyjanInga Sæland, formaður Flokks fólksins, er ekki sátt við að Björgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Íslandsstofu, taki við Samherja eftir að Þorsteinn Már Baldvinsson ákvað að stíga til hliðar meðan Samherji rannsakar sjálfan sig: „Íslandsstofa er andlit okkar út um allan heim. Íslandsstofu er ætlað að markaðssetja Ísland og aðstoða fyrirtæki við að koma vörum sínum á Lesa meira