Orðið á götunni: Á hvaða plani er PLAN Samfylkingarinnar? Er ætlunin að leysa Vinstri græna af hólmi?
EyjanKjósendur reyna nú að átta sig á því á hvaða plani hið svokallaða PLAN Samfylkingarinnar er. Áform flokksins hljómuðu býsna vel þar til Kristrún formaður byrjaði að útskýra þau í smærri atriðum. Á undanförnum vikum hefur komið æ betur í ljós að dagar Vinstri grænna virðast vera taldir. Þegar lýst hefur verið á innihald áforma Lesa meira
Orðið á götunni: Verða fjórir flokkar efstir með svipað fylgi í kosningunum?
EyjanOrðið á götunni er að það stefni í að fjórir flokkar gætu orðið í efstu sætum í kosningunum þann 30. nóvember með svipað fylgi, á bilinu 16-18 prósent hver flokkur. Morgunblaðið birtir nú vikulega niðurstöður kannana Prósents sem gerðar eru í sömu viku, frá mánudegi til fimmtudags. Svo er niðurstaðan birt á föstudögum og útfærð Lesa meira
Orðið á götunni: Kristrún missir kúlið á ögurstundu – verður Samfylkingin utan stjórnar enn eitt kjörtímabilið?
EyjanÞað vekur furðu að formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir, virðist vera að missa tökin á flokki sínum þegar á hólminn er komið og styttist í kosningar. Á annað ár hefur flokkur hennar mælst með gríðarlegt fylgi og yfirburðastöðu, allt að 30 prósent í Gallupkönnunum. Orðið á götunni er að formaðurinn hafi fyllst hroka og sé smám Lesa meira
Orðið á götunni: Mistök sósíalista og sjálfstæðismanna gætu skotið líflínu til Vinstri grænna
EyjanMenn voru farnir að halda að Sósíalistaflokkur Íslands ætlaði að sýna þau klókindi að tefla Gunnari Smára Egilssyni ekki fram í framboð að þessu sinni og treysta alfarið á getu hinnar vinsælu Sönnu Magdalenu Mörtudóttur til að draga fylgi að flokknum. En á síðustu stundu gat Gunnar Smári ekki haldið aftur af löngun sinni til Lesa meira
Orðið á götunni: Birgir Ármannsson níunda einnota borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins?
EyjanBirgir Ármannsson lætur nú af þingmennsku eftir 21 ár á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Birgir, sem er 56 ára, segist samt ekki vera hættur afskiptum af stjórnmálum. Orðið á götunni er að hann vilji nú spreyta sig á því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur í kosningum sem munu fara fram vorið 2026. Verði honum Lesa meira
Orðið á götunni: Klúður byrjað hjá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki – verður Miðflokkurinn stærstur?
EyjanOrðið á götunni er að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hafi nú þegar gert þrenn alvarleg mistök við upphaf kosningabaráttunnar. Flokkurinn gæti misst það forskot sem hann hefur haft í skoðanakönnunum í meira en heilt ár vegna klúðurs formannsins. Margt bendir til þess að reynsluleysi Kristrúnar í stjórnmálum sé þegar farið að segja til sín og Lesa meira
Orðið á götunni: Dýrkeypt mistök Samfylkingarinnar
EyjanOrðið á götunni er að það hafi verið mikil mistök hjá Samfylkingunni að stilla sósíalistanum Þórði Snæ Júlíussyni upp í þriðja sæti á lista í Reykjavík. Það gæti leitt til þess að flokkurinn næði einungis tveimur þingmönnum þar. Samfylkingin hefur verið á flugi í skoðanakönnunum en mistök í uppstillingum lista gætu orðið dýrkeypt. Orðið á Lesa meira
Orðið á götunni: Panik í Valhöll – reynt að sannfæra Jón um að taka „baráttusætið“
EyjanOrðið á götunni er að andrúmsloftið í Valhöll sé fremur drungalegt þessa dagana. Sjálfstæðismenn, og raunar fleiri, áttu von á því að flokkurinn tæki góðan kipp upp á við í skoðanakönnunum í kjölfar þess að Bjarni Benediktsson sleit ríkisstjórninni og boðaði til kosningar. Almennt var talið að lítið fylgi flokksins í skoðanakönnunum að undanförnu stafaði Lesa meira
Orðið á götunni: Slagur hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi – Samherjatengsl nefnd til sögunnar
EyjanOrðið á götunni er að valdabarátta að tjaldabaki hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi stigmagnist. Þar sækist Tómas Ellert Tómasson, vinsæll byggingarverkfræðingur, eftir oddvitasæti er sagður mæta harðri andstöðu frá fylgismönnum Karls Gauta Hjaltasonar, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmanni Miðflokksins. Orðið á götunni er að slagurinn standi um það hvort flokkurinn muni fara aftur til fortíðar Lesa meira
Orðið á götunni: Blóðbað í Sjálfstæðisflokknum – níu af sautján þingmönnum fallnir eða í fallhættu
EyjanTrúlega hafa aldrei orðið önnur eins umskipti á þingflokki Sjálfstæðisflokksins eins og núna. Þingflokkurinn hefur talið sautján fulltrúa en níu þeirra eru annað hvort fallnir út eða í bráðri fallhættu. Einungis átta af núverandi þingmönnum hafa vissu fyrir því að eiga afturkvæmt til setu á Alþingi eftir kosningarnar í lok næsta mánaðar. Orðið á götunni Lesa meira