Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
EyjanSjálfstæðisflokkur og Framsókn engjast öllum stundum og eru ekki enn þá búnir að læra að horfast í augu við valdamissinn sem tók gildi fyrir einu ári á Alþingi og í ríkisstjórn. Augljóst er að talsmenn þessara flokka kunna ekki að vera valdalausir. Þeir hafa setið svo lengi að völdum að þeir kunna ekki að vera Lesa meira
Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
EyjanOrðið á götunni er að það sé ekki tilviljunin ein sem ræður því að Miðflokkurinn er nú á miklu flugi, orðinn stærri en Sjálfstæðisflokkurinn og kominn yfir 20% í skoðanakönnunum. Breytt aðferðafræði flokksins sé markviss og vel undirbúin. Fylgisaukning flokksins hefur verið sett í samband við kjör Snorra Mássonar í embætti varaformanns en kosning Snorra Lesa meira
Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
EyjanStjórnarandstaðan brást við því að ráðherra ætli sér að nýta lagaheimild sína til að auglýsa stöðu skólastjóra Borgarholtsskóla eins og honum hafi verið sýnt banatilræði. Formælingar einstakra stjórnarandstöðuþingmanna á Alþingi í gær voru með þeim hætti að þeir urðu sér til skammar og minntu helst á æðið sem rann á suma þeirra síðasta sumar þegar Lesa meira
Orðið á götunni: Kappið ber fegurðina ofurliði hjá Sjálfstæðismönnum
EyjanÁ forsíðu Morgunblaðsins í dag er uppsláttur um að verið sé að hækka erfðafjárskatt. Talað er við Guðlaug Þór Þórðarson. þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem hneykslast á því að ríkisstjórnin sé „að hækka alla þá skatta sem hún mögulega getur.“ Heldur hann því fram að „áformaðri hækkun erfðafjárskatts“ hafi verið laumað inn í frumvarp fjármálaráðherra um breytingu Lesa meira
Orðið á götunni: Engin leið að hætta! Guðlaugur Þór íhugar að renna sér út á hála ísinn og leggja ferilinn að veði
EyjanErfitt er að trúa fréttum sem birtar hafa verið um að Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður og fyrrum ráðherra, hyggist taka þátt í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í janúar nk. og skora þannig Hildi Björnsdóttur á hólm, en hún er ákveðin í að sækjast áfram eftir efsta sæti flokksins í borginni. Orðið á götunni hefur verið að Guðlaugur Lesa meira
Orðið á götunni: Gagnrýni á falsfréttir Morgunblaðsins nú réttmæt – aðförin að eigendum Fréttablaðsins var það ekki
EyjanMennta- og barnamálaráðherra, Guðmundur Ingi Kristinsson, hefur gagnrýnt vinnubrögð Morgunblaðsins við fréttaflutning um vímuefnaneyslu ungmenna og staðhæfingar blaðsins um að hann hafi farið með rangt mál er hann upplýsti Alþingi um að fréttir um aukna almenna neyslu ungmenna væru rangar. Vitnaði ráðherrann Íslensku æskulýðsrannsóknina, sem kynnt var í síðustu viku. Þátt í þeirri könnun tóku Lesa meira
Orðið á götunni: Allt upp í háaloft hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjavík
EyjanÁ borgarstjórnarfundi 18. nóvember sl. skiptust þau á nefndarsætum Sandra Hlíf Ocares, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðismanna sem átt hefur sæti í heilbrigðisnefnd borgarinnar, og Björn Gíslason, borgarfulltrúi sem setið hefur í innkaupa- og framkvæmdaráði. Orðið á götunni að þessi sætaskipti séu niðurstaðan í miklu deilumáli sem upp kom innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna vegna afgreiðslu mála í heilbrigðisnefnd borgarinnar. Lesa meira
Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi
EyjanOrðið á götunni er að skýrsla starfshóps um þróun í útgáfu dvalarleyfa og misræmi við önnur Norðurlönd gefi stefnumörkun útlendingamála frá 2017 fullkomna falleinkunn. Kerfið hefur brugðist og það hlýtur að vera á ábyrgð þeirra sem hafa stýrt kerfinu. Fjölgun dvalarleyfa til þeirra sem eru með ríkisfang utan Evrópska efnahagssvæðisins hefur nær fimmfaldast frá 2017 Lesa meira
Orðið á götunni: Taugaveiklun og óskhyggja stjórnarandstöðunnar
EyjanOrðið á götunni er að þótt deila megi um þá túlkun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að aðstæður í heiminum nú réttlæti það að láta verndartolla fyrir málmblendi skuli taka til Íslands og Noregs líkt og annarra ríkja utan ESB leiki enginn vafi á því að heimildarákvæðið er til staðar í EES-samningnum og það vorum við Íslendingar sem Lesa meira
Orðið á götunni: Miðflokkur á flugi, miklar breytingar í borgarstjórn – enn má Sjálfstæðisflokkurinn bíða
EyjanMiðflokkurinn fengi þrjá borgarfulltrúa kjörna ef marka má nýja leynilega könnun um stuðning í borgarstjórnarkosningum. Miðflokkurinn hefur nú engan borgarfulltrúa og yrði því hástökkvari samkvæmt könnuninni sem einn flokkanna hefur látið gera fyrir sig og Eyjan hefur undir höndum. Viðreisn fengi einnig þrjá menn kjörna, Sjálfstæðisflokkurinn héldi sínum sex borgarfulltrúum en Samfylkingin bætti við sig Lesa meira
