Orðið á götunni: Formaðurinn tekur áhættu og nýir vindar blása um Samfylkinguna – áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn
EyjanSigur Péturs Marteinssonar, fyrrum atvinnumanns í fótbolta, í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík hljóta að teljast mikil tíðindi. Hann lýsti í byrjun janúar yfir framboði í 1. sæti flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor og skoraði sitjandi borgarstjóra á hólm. Þremur vikum síðar hefur hann tryggt sér leiðtogasætið með yfirburðum og lagt sitjandi borgarstjóra að velli. Ekki Lesa meira
Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn eru hræddir við Pétur – skrá sig í Samfylkinguna til að kjósa Heiðu
EyjanBeðið er eftir niðurstöðum prófkjörs Samfylkingarinnar í Reykjavík með nokkurri eftirvæntingu. Ekki er það einungis innan Samfylkingarinnar sem spenna ríkir. Orðið á götunni er taugatitringurinn sé ekki minni í Valhöll og að á þeim bæ óttist menn að samfylkingin geti gert Sjálfstæðisflokknum skráveifu í kosningunum í vor, en Sjálfstæðisflokkurinn er að mælast óvenju vel í Lesa meira
Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn er nú fjórði stærsti flokkur landsins með 13,5 prósent – Guðrún alveg gáttuð
EyjanÍ nýrri skoðanakönnun Maskínu ber helst til tíðinda að fylgi Sjálfstæðisflokksins heldur áfram að dvína og er nú komið niður í 13.5 prósent. Fylgið hefur lækkað frá kosningum fyrir rúmu ári um 5,9 prósentustig. Flokkurinn hefur misst hér um bil þriðja hvern kjósanda sinn á þessu rúma ári þó svo að úrslit kosninganna í nóvember Lesa meira
Orðið á götunni: Einkennileg staða innan Framsóknar í aðdraganda formannskjörs um miðjan febrúar
EyjanMikil óvissa einkennir ástandið í Framsóknarflokknum varðandi val á nýjum formanni sem fram fer á flokksþingi eftir tæpan mánuð. Línur eru ekki enn teknar að skýrast varðandi nýjan formann. Margir sýndu því áhuga að fylkja sér um Willum Þór Þórsson en hann mun nú hafa afþakkað stuðninginn. Willum tók við stöðu forseta ÍSÍ á síðasta Lesa meira
Orðið á götunni: Kyrrstöðuflokkarnir þurftu að víkja úr ríkisstjórn til að eitthvað gerðist í málefnum fjölmiðla
EyjanLogi Einarsson, menningar- og háskólaráðherra, sem meðal annars fer með málefni RÚV og einkarekinna fjölmiðla, hefur nú komið fram með tillögur sem taka fyrsta skref til að draga úr vægi RÚV á auglýsingamarkaði og einnig felst í tillögum hans aukinn styrkur við einkarekna fjölmiðla. Stjórnmálamenn hafa talað um það í áratugi að draga þyrfti úr Lesa meira
Orðið á götunni: Pólitísk afturganga fer á stjá – var skynsamlegt af VG að leiða Bjarna Ben til valda eða öfugt?
EyjanOrðið á götunni er að pólitísk afturganga hafi gert vart við sig í íslenskri stjórnmálaumræðu eftir sköruglegt viðtal Ingu Sæland, mennta- og barnamálaráðherra, í Kastljósi í gærkvöldi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sem gegndi ráðherraembætti í sjö ár í vita gagnslausri og aðgerðalausri vinstristjórn Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar, þótt enginn viti hvað hann var að gera Lesa meira
Orðið á götunni: Stjórnarandstaðan skrópar á nefndarfundum – Miðflokkurinn fremstur meðal jafningja
EyjanAlþingi kemur saman í vikunni, fyrr en upphaflega hafði verið áætlað. Hálfgildingsmálþóf stjórnarandstöðunnar og aðrir tafaleikir urðu til þess að ekki tókst að samþykkja á Alþingi eins mörg mál og stefnt hafði verið að fyrir jól. Við því bregst forseti með því að kalla þingmenn fyrr til vinnu úr jólafríi en ella og er það Lesa meira
Orðið á götunni: Dramb er falli næst – Sjálfstæðisflokkurinn toppar á vitlausum tíma og nú liggur leiðin niður
EyjanHildur Björnsdóttir verður fyrsti leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borginni sem verður ekki einnota allt frá árinu 1998. Hún verður þá hin fyrsta hjá flokknum sem fær að spreyta sig tvisvar á þessari öld. Síðast þegar Sjálfstæðisflokkurinn tefldi fram borgarstjóraefni í tvennum kosningum var þegar Árni Sigfússon leiddi árið 1994 og svo aftur árið 1998. Flokkurinn tapaði Lesa meira
Orðið á götunni: Gott ár Kristrúnar – styrkir stöðu sína svo um munar um áramót
EyjanOrðið á götunni er að Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, megi vel við una um þessi áramót. Fyrstu fjárlög ríkisstjórnar hennar voru samþykkt vel tímanlega fyrir jól þrátt fyrir ýmsa tilburði stjórnarandstöðunnar til að tefja og þvælast fyrir. Á gamlársdag mætti hún í Kryddsíldina á Sýn og leiddi valkyrjurnar af öryggi er þær höfðu algera yfirburði yfir Lesa meira
Orðið á götunni: Ólán Sjálfstæðisflokksins tekur engan enda
EyjanMestu mistök sem gerð hafa verið í stjórnmálum á Íslandi hin síðari ár er sú ákvörðun forystu Sjálfstæðisflokksins að fylkja sér ekki um Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, þáverandi varaformann Sjálfstæðisflokksins, og styðja hana til formannsstöðu í flokknum þegar Bjarni Benediktsson ákvað að stíga af sviðinu í byrjun árs 2025 eftir að hafa horfst í augu Lesa meira
