Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
EyjanÍ síðustu viku fór á flug orðrómur um að Árvakur, útgáfufyrirtæki Morgunblaðsins, hefði áhuga á að kaupa fjölmiðlahluta Sýnar sem hefur gengið mjög illa hin síðari misserin. Vodafone-hluti Sýnar gengur vel og halar inn tekjur sem virðast svo hverfa að mestu í fjölmiðlahít Sýnar. Fyrirtækið hefur skipt reglulega um yfirstjórnendur án árangurs. Tilkynnt er um Lesa meira
Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanVaxandi örvæntingar gætir innan Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna sem fram fara eftir rúmt hálft ár. Talsmenn flokksins i borginni grípa hvert hálmstrá sem býðst og reyna að bæta stöðu sína með órökstuddum stóryrðum og beinlínis dónaskap sem kjósendur sjá í gegnum. Meginvandi Sjálfstæðisflokksins er sá að vinsældir ríkisstjórnarinnar haldast en flokkurinn nær engri viðspyrnu hvarvetna á Lesa meira
Orðið á götunni: Sægreifarnir læsa klónum í Sýn – væla svo út af fjölmiðlastyrknum
EyjanFjölmiðla- og fjarskiptafélagið Sýn gengur í gegnum mikla erfiðleika um, þessar mundir. Reksturinn hefur verið erfiður um langt skeið og sér ekki til lands í þeim efnum. Ein ástæðan fyrir þessum erfiðleikum er án efa sú staðreynd að RÚV fær, auk þess að þiggja 6-7 milljarða í gegnum nefskatt, að keppa af fullu afli á Lesa meira
Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi – missir Viðreisn fram úr sér
EyjanStóru tíðindin í nýrri skoðanakönnun Maskínu um fylgi stjórnmálaflokka er að Viðreisn er orðin stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Fylgi beggja flokka er um 16 prósent en Viðreisn er með 16,1 prósent og Sjálfstæðisflokkurinn með 15,9 prósent. Fylgi Sjálfstæðisflokksins heldur áfram að hríðfalla, lækkar um 2,7 prósentustig milli mánaða, á meðan Viðreisn hækkar um 1,8 prósentustig og Lesa meira
Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
EyjanÁ meðan aðrar útgerðir mala gull (hvernig er annað hægt þegar aðgangurinn að fiskinum í sjónum er nánast gefins?) virðist allt ganga á afturfótunum hjá Sigurgeiri Brynjari Kristgeirssyni, Binna í Vinnslustöðinni. Í dag var tilkynnt um sölu á skuttogaranum Þórunni Sveinsdóttur VE-401. Ástæðan sem Binni gefur upp er að leiðrétting veiðigjalda sé að sliga Vinnslustöðina. Lesa meira
Orðið á götunni: Leitið ekki langt yfir skammt
EyjanOrðið á götunni er að það hafi komið nokkuð á ýmsa sem mættu á ársfund Samtaka atvinnulífsins, jafnvel mætti ganga svo langt að segja að andlitið hafi dottið af þeim, er þeir hlýddu á ávarp formanns SA, Jóns Ólafs Halldórssonar. Einhverjir þurftu að líta betur á fundargögn til að athuga hvort þetta væri ekki örugglega Lesa meira
Orðið á götunni: Mikill titringur innan Framsóknar – sótt að Sigurði Inga
EyjanGreinilegur titringur er í Framsóknarflokknum sem nú undirbýr miðstjórnarfund sem haldinn verður laugardaginn 18. október. Í lokuðum hóp á Facebook er tekist á um orsakir þess að flokkurinn galt afhroð í alþingiskosningunum 30. nóvember á síðasta ári og hver séu eðlileg viðbrögð við því og hinu, að flokkurinn hefur haldið áfram að tapa fylgi ef Lesa meira
Orðið á götunni: Hálfgerður þursaflokkur
EyjanKosning varaformanns hjá Miðflokkum virðist valda ótrúlegu stressi hjá þeim sem sækjast eftir stöðunni. Það er merkilegt í ljósi þess að fram til þessa hefur ekki þótt ástæða til að hafa varaformann í flokknum en nú er ætlunin að kjósa í þá stöðu á flokksfundi sem fer fram um helgina. Þrír þingmenn flokksins sækjast eftir Lesa meira
Orðið á götunni: Átökin í borginni – stóra prófið fyrir Guðrúnu Hafsteins
EyjanÞað er ekkert leyndarmál að Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, er ekki í stuðningsmannaliði Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns flokksins. Hildur er góð vinkona Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og studdi hana með ráðum og dáð í formannsslagnum þar sem Guðrún fór með sigur af hólmi. Guðrún fór hægt af stað sem formaður og lagði ekki í að Lesa meira
Orðið á götunni: Hreinsanir í borgarstjórn – konur áfram í valdastöðum
EyjanFlest bendir til þess að líkja megi breytingum í borgarstjórn Reykjavíkur næsta vor við hreinsanir. Þegar liggur fyrir að ýmsir munu hætta að eigin ósk og enn fleiri falla út, ýmist vegna ákvarðana flokka þeirra eða í kosningunum sjálfum. Orðið á götunni er að helmingur borgarfulltrúanna tuttugu og þriggja sé nær óþekktur og hafi sig Lesa meira
