Óvæntur stórsigur Frjálslynda flokksins í sögulegum kosningum í Kanada
EyjanKanadískir vinir mínir á Facebook fagna flestir sigri Frjálslynda flokksins í Kanada – og þá ekki síður ósigri Stephens Harper. Það var löngu komið gott af stjórn Harpers sem var orðin spillt og makráð. Það hefði verið óhollt fyrir Kanada ef hann hefði náð endurkjöri, kosningabarátta hans var líka ljót og neikvæð. Stórsigur Frjálslyndra er Lesa meira
Píratar þurfa ekki að flækja málin
EyjanFyrir Píratahreyfinguna er feigð fólgin í því að ætla að verða öllum allt. Þegar einsmálshópar streyma inn í Pírata með kröfur sínar er stutt í endalokin. Maður talar nú ekki um ef Píratar myndu komast til valda og þyrftu að fara aða uppfylla óskir þeirra sem þola engar málamiðlanir eða tafir. Fyrir Pírata er það Lesa meira
Versti sjúkleiki íslenska hagkerfisins – og engin lækning í sjónmáli
EyjanÞegar Framsóknarflokkurinn var kosinn til valda var það í kjölfar háværrar umræðu um afnám verðtryggingar. Nú er staðan sú að forsætisráðherrann vill ekki mæta niður á Alþingi til að ræða verðtrygginguna. Í þessu fólust náttúrlega fyrirheit um laga vaxtakjörin á Íslandi – þau eru algjörlega fráleit. Sturluð. Þar kemur aðallega tvennt til, óstöðugleiki sem stafar Lesa meira
Gott partí hjá Helgarpóstinum
EyjanÉg fann þessa mynd af blaðamönnum og skríbentum hjá Helgarpóstinum – hún hefur líklega verið tekin 1983 eða aðeins síðar. Það er eiginlega ótrúlegt að sjá hversu mikið mannval var á þessu litla blaði. En það var alltaf mikil stemming í kringum Helgarpóstinn, ungt fólk í Reykjavík hlakkaði til þegar hann kom á göturnar – Lesa meira
Ekki missa af þessu!
EyjanÞað væri hálfgerð bilun fyrir tónlistarunnendur að fara ekki að hlýða á Philharmonia Orchestra frá London – fyrri tónleikarnir voru í Hörpu í kvöld, seinni tónleikarnir eru annað kvöld, semsagt mánudag. Ekki aðeins er þetta stór og ótrúlega þétt hljómsveit á heimsmælikvarða, heldur leikur líka með henni einhver frábærasti einleikari sem hefur komið í Hörpu, Lesa meira
Þögnuð umræða um flóttamenn – tilgangsleysi þess að reka fólk burt
EyjanHér eru tvær fjölskyldur sem vilja búa á Íslandi en Útlendingastofnun ætlar að vísa burt. Það er ekki eins og sé ofsalegur troðningur á Íslandi – og reyndar vantar vinnuafl. Önnur fjölskyldan komst í fréttir um daginn af því börnin komust ekki í skóla, því var bjargað svo sæmd var að. En allt kemur fyrir Lesa meira
Ýmiss konar svik í íslenskum stjórnmálum
EyjanSumir upplifa það þannig að mestu svik í íslenskum stjórnmálum í seinni tíð séu að ekki tókst að koma í gegn nýrri stjórnarskrá. Svo eru aðrir sem telja mestu svikin að ekki hafi verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum við ESB eins og þeir telja að núverandi stjórnarflokkar hafi lofað. Svo eru aðrir Lesa meira
Össur sakar Hönnu Birnu um dónaskap gagnvart forsetanum – Hollande er skúbb fyrir Ólaf Ragnar
EyjanÖssur Skarphéðinsson skensar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formann utanríkismálanefndar Alþingis, fyrir að halda aukafund um Þróunarsamvinnustofnun á sama tíma og Ólafur Ragnar Grímsson forseti er að ávarpa ráðstefnuna Arctic Circle í Hörpu. Össur segir að þetta sé rakinn dónaskapur gagnvart forsetanum. Meirihluta utanríkismálanefndar undir nýrri forystu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur liggur hins vegar svo rosalega á að Lesa meira
Mynd um Jóhönnu magnar upp svikabrigsl
EyjanLíklega finnst mörgum í stjórnarliðinu gaman að sjá vinstri menn rífa hver aðra á hol í gagnkvæmum ásökunum um hverjum sé um að kenna að stjórnarskrármálið fór út um þúfur. Svikabrigslin ganga fram og aftur. Ný mynd um Jóhönnu Sigurðardóttur ýfir upp þessar deilur – þar er sagan náttúrlega sögð frá bæjardyrum þessarar ágætu stjórnmálakonu. Lesa meira
Hví ættu þeir að spá rétt núna?
EyjanÞað er nóg af spám um að allt fari til andskotans á Íslandi ef laun hækka. Við heyrum þetta frá greiningardeildum banka og frá Samtökum atvinnulífsins. Það er svo merkilegt að spámennirnir voru margir í sömu hlutverkum fyrir hrun – en sáu þá ekki neitt. Allt kerfið féll saman með brauki og bramli – og Lesa meira
