fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025

Óflokkað

Elvar Reykjalín: Blekktir stofnfjáraðilar

Elvar Reykjalín: Blekktir stofnfjáraðilar

Eyjan
09.02.2011

Elvar Reykjalín, fiskverkandi á Hauganesi, sendi þessa grein. — — — Ég er stofnfjáraðili, ég var blekktur og ég mótmæli greiðsluskyldu. Hversvegna segi ég þetta. Í samningalögum, 36. grein segir. Samningi má víkja til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir Lesa meira

Cameron í bandi bankanna

Cameron í bandi bankanna

Eyjan
09.02.2011

Guardian birtir hrollvekjandi upplýsingar. Meira en helmingur fjárins sem rennur til breska Íhaldsflokksins kemur úr fjármálageiranum í City. Talan hefur hækkað úr 2,7 milljónum punda árið 2005 í 11,4 milljónir punda 2010. Maður þarf eiginlega ekki að velta fyrir sér hver á hvern.

Sveinn Valfells: Hæstiréttur og heilbrigð umræða

Sveinn Valfells: Hæstiréttur og heilbrigð umræða

Eyjan
08.02.2011

Sveinn Valfells, eðlisfræðingur og hagfræðingur, sendir þessa grein: — — — Hæstiréttur og heilbrigð umræða Í grein á Pressunni í gær minnist formaður Lögmannafélags á „nýja lögspekinga“ sem eru „að sligast af réttlæti, hafa boðað nýja lögfræði. Í stað þess að fara eftir texta laganna og öðrum lögskýringargögnum á að fara eftir ‘anda’ laganna og Lesa meira

Fræðsluefni um siðblindu

Fræðsluefni um siðblindu

Eyjan
08.02.2011

Harpa Hreinsdóttir hefur tekið saman ýmislegt fróðlegt efni um siðblindu. Þetta er mjög umhugsunarverð umfjöllun í ljósi þeirra tíma sem við Íslendingar höfum lifað. Á vef Hörpu má meðal annars finna þessar skilgreiningar á því sem kallast Ógnandi sjálfsdýrkun: Tungulipurð / yfirborðskenndir persónutöfrar Stórmennskuhugmyndir um eigið ágæti Lygalaupur Slóttugur, falskur, drottnunargjarn Skortir á eftirsjá eða Lesa meira

Þvældust kosningalögin fyrir kjörstjórn?

Þvældust kosningalögin fyrir kjörstjórn?

Eyjan
08.02.2011

Haukur Örn Birgisson lögmaður sendi þessa grein: — — — Mikil umræða hefur skapast undanfarnar vikur eftir að Hæstiréttur Íslands ógilti kosningar til stjórnlagaþings. Töluvert meira hefur farið fyrir umræðunni um að niðurstaða Hæstaréttar sé augljóslega röng á meðan þeir sem telja hana rétta sitja hjá og fylgjast með. Sá einstaklingur sem hefur kannski hlotið Lesa meira

Íslenskan og breytingarnar

Íslenskan og breytingarnar

Eyjan
08.02.2011

Ég er ekki alveg tilbúinn að samþykkja að íslenskunni fari hnignandi. Með tilkomu bloggs og fésbókar skrifar fólk líklega meira en áður. Það orðar hugsanir sínar með öðrum hætti, en tungumálinu er oft beitt á mjög lifandi hátt. Mér sýnist að bækur sem eru gefnar út á íslensku séu einatt mjög vel stílaðar. Af því Lesa meira

Gabb?

Gabb?

Eyjan
08.02.2011

Þessi texti stendur nú á heimasíðu Árna Páls Árnasonar ráðherra. Á maður ekki að gera ráð fyrir að þetta sé gabb og einhver tölvuþrjótur hafi brotist inn á síðuna? — — —- Ég er kominn með nóg – Takk fyrir mig. Ég hef ákveðið að segja af mér vegna vaxandi óánægju í minn garð frá Lesa meira

Rumsfeld

Rumsfeld

Eyjan
08.02.2011

Þetta er einkenni siðblindingja. Sjá aldrei eftir neinu, viðurkenna aldrei mistök, biðjast aldrei afsökunar. Helst draga aðra niður í svaðið með sér.

Mest lesið

Ekki missa af