Sameinaður heimur í Stones lagi
EyjanRolling Stones lagið Gimme Shelter spilað af hópi sem kallar sig Playing for Change – það er leikið út um allan heim, í Afríku, á Ítalíu, Indlandi, Jamaíka og New York. Þetta er frábær útgáfa á frábæru lagi – ég játa að þetta er uppáhalds Stones lagið mitt.
Skollaleikur
EyjanMorgunblaðið birtir í dag frétt þar sem segir að skýrslu um Vaðlaheiðargöng hafi verið stungið undir stól í samgönguráðuneytinu í ráðherratíð Kristjáns Möller. Segir að í skýrslunni komi fram að veggjöld þurfi að vera allt að tvöfalt hærri en ætlað er til að framkvæmdin standi undir sér. Það var Hagfræðistofnun Háskólans sem vann þessa skýrslu Lesa meira
Vilja Kínverjar ekki Svefneyjar?
EyjanÞað hefur ekki heyrst af áhuga Kínverja á að kaupa Svefneyjar í Breiðafirði – sem nú eru til sölu. Samt ættu Svefneyjar í raun að henta betur en Grímsstaðir á Fjöllum ef miðað er við áform Kínverja – sem við vitum reyndar ekki alveg hver eru. Hafi þeir áhuga á að byggja upp ferðamennsku, þá Lesa meira
Bankastjórarnir og launin
EyjanÞað dynja yfir mann fréttir af ákafri kjarabaráttu bankastjóra. Þeim svíður greinilega hin bágu kjör. Bankastjóri Seðlabankans, Már Guðmundsson, vill fá hækkun upp á 300 þúsund krónur á mánuði. Segir að um það hafi verið samið við sig. Reyndar var það svo að launafólk víða um land – og líka hjá hinu opinbera – tók Lesa meira
Tveir menn
EyjanUm Yasser Arafat var sagt að hann væri allt annar maður eftir því hvort hann var að tala við Palestínumenn heima í Ramallah eða við alþjóðasamfélagið í gegnum heimspressuna. Arafat var mjög herskár heimafyrir, en þegar hann talaði við erlenda fjölmiðla var hann eins og dúfa – maður friðarins. Vilhjálmur Egilsson minnir svolítið á Arafat Lesa meira
Skattný
EyjanAMX-vefurinn hefur verið heldur rólegur upp á síðkastið og liggur við að maður sé farinn að sakna hans. AMX-verjar eru þó ekki dauðir úr öllum æðum, því í dag birtist lítill pistill þar – hreint eitraður. Í pistlinum er sagt frá því að spéfuglar séu komnir með nýtt nafn á fjármálaráðherra landsins, hún hafi fengið Lesa meira
Furðulegur frambjóðendahópur
EyjanGrínistinn Lizz Winstead dregur karlahópinn sem berst fyrir tilnefningu Repúblikana sundur og saman í háði. Þarna er Newt Gingrich sem varð fyrir svo miklu álagi við að elska föðurland sitt að hann varð að halda framhjá konunni sinni. Hann spáir því að Bandaríkin verði veraldlegt guðlaust land – þar sem róttækir íslamistar deila og drottna. Lesa meira
Formúlur og aðrar bækur
EyjanÞað er sagt að Hollywoodmyndin sem er byggð á fyrstu bókinni í Milleniumþríleik Stiegs Larsson sé að kolfalla – samt er það sjálfur James Bond, Daniel Craig, sem er í aðalhlutverki. Og myndin þykir ekki slæm. Eins og stendur er ólíklegt að ráðist verði í að gera myndir eftir hinum tveimur bókunum. Ég held að Lesa meira
Baltasar stendur í stórræðum
EyjanBaltasar Kormákur er einhver besti og duglegasti listamaður sem er uppi á Íslandi. Hann á ófáa sigra í leikhúsi og í kvikmyndum – og nú er framundan mikil vertíð hjá honum, frumsýning á tveimur kvikmyndum. Ég var á Times Square í New York um daginn og þar hékk uppi mikið auglýsingaskilti fyrir myndina Contraband sem Lesa meira
Ófærð í borg sem hefur stækkað mikið
EyjanÉg er ekki viss um að gagnrýnin á borgarstjórnina vegna ófærðarinnar og hálkunnar undanfarið sé að öllu leyti réttmæt. Það eru margir áratugir síðan svo langvarandi ótíð hefur verið í borginni. Viðbúnaður miðast eðlilega við það sem hefur verið undanfarin ár – sem hafa verið fjarska snjólétt. Það er engin von til þess að borgin Lesa meira
