fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Baltasar stendur í stórræðum

Egill Helgason
Miðvikudaginn 11. janúar 2012 08:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baltasar Kormákur er einhver besti og duglegasti listamaður sem er uppi á Íslandi.

Hann á ófáa sigra í leikhúsi og í kvikmyndum – og nú er framundan mikil vertíð hjá honum, frumsýning á tveimur kvikmyndum.

Ég var á Times Square í New York um daginn og þar hékk uppi mikið auglýsingaskilti fyrir myndina Contraband sem Baltasar hefur gert í Bandaríkjunum. Ég fór í bíó vestra og þar var sýnt úr myndinni.

Hér á Íslandi verður svo sýnd á næstunni Djúpið, mynd sem Baltasar hefur gert um hið mikla afrek Guðlaugs Friðþórssonar þegar hann bjargaði sér á sundi undan Vestmannaeyjum eina kalda og dimma nótt.

Afrek Guðlaugs hefur alltaf verið mér mjög hugleikið. Það er eiginlega utan og ofan við allt sem maður skilur – ég skrifaði í grein í vor eftir ferð til Vestmannaeyja að það væru þrjár stórar sögur sem fönguðu huga manns í Eyjum, Tyrkjaránið, gosið 1973 og sagan af Guðlaugi.

Mér sýnist á fjölmiðlaumfjöllun að Guðlaugi sé lítt um að þessi kvikmynd sé gerð. Það er skiljanlegt að Guðlaugur eigi erfitt með þessa ógnarlegu nóttt þegar félagar hans týndu lífi.

Ég hef samt trú á að þessi mynd verði öllum til sóma. Hún byggir á raunverulegum atburðum, vissulega, en um leið hafa þeir yfir sér ákveðinn goðsögulegan blæ.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt