Góðar horfur í efnahagsmálum á Íslandi – en ríkisstjórninni er ekki treyst
EyjanNú er undirskriftasöfnun Þjóðareignar lokið með 51.296 undirskriftum. Það ætti í raun að þýða að fyrirhuguð kvótasetning makríls sé með öllu óhugsandi. Óhjákvæmilegt er að vísa slíku frumvarpi í þjóðaratkvæði þar sem það yrði nær örugglega kolfellt. Frumvarpið er eitt dæmið um gönuhlaup ríkisstjórnarinnar – furðufréttir af álveri norður á Skaga eru annað. Og dæmin Lesa meira
Tsipras og ESB-elítan
EyjanAlexis Tsipras hefur einungis verið forsætisráðherra Grikklands síðan í janúar. Hann er formaður nýs stjórnmálaflokks sem nefnist Syriza, flokkurinn hefur verið kenndur við „nýtt vinstri“, það er að rísa víða í Evrópu á sama tíma og flokkar sósíaldemókrata eru hugmyndafræðilega gjaldþrota og lagstir í teknókratisma eftir tíma manna eins og Tonys Blair og Gerhards Schröder. Lesa meira
Ólafur Hannibalsson 1935-2015
EyjanÓlafi Hannibalssyni kynntist ég fyrst þegar ég var ungur blaðamaður á Helgarpóstinum. Ólafur kom þangað til starfa, það hefur líklega verið árið 1986, við vorum þar báðir ég og Gunnar Smári Egilsson. Okkur fannst maðurinn býsna furðulegur þar sem hann sat inni á kontór og hamraði á lyklaborð á nærbol. Við vorum forvitnir um hann, Lesa meira
Sigmundur ræði Grikkland við Juncker
EyjanSigmundur Davíð Gunnlaugsson á í vikunni fund með Jean Claude Juncker, formanni framkvæmdastjórnar ESB. Ég skora á hann að lýsa samstöðu með Grikkjum á þessum fundi og hvetja til þess að fundin verði lausn á Grikklandsvandanum sem felur í sér að Grikkir geti sótt fram til bættra lífskjara, en sökkvi ekki dýpra í kreppu sem Lesa meira
Smá samanburður á grískri og íslenskri flokkapólitík eftir hrun
EyjanÞað er dálítið forvitnilegt að bera saman niðurstöður síðustu skoðanakönnunar á fylgi íslensku flokkanna og úrslit kosninga í Grikklandi í janúar á þessu ári. Bæði Ísland og Grikkland gengu í gegnum efnahagshrun, pólitískur órói hefur verið í báðum löndunum, þó sýnu meiri í Grikklandi, enda er ástandið þar mun alvarlegra en nokkurn tíma á Íslandi. Lesa meira
Mýrarljós
EyjanSkrípaleikurinn vegna álvers á Skaga heldur áfram. Það hefur verið upplýst að orka fyrir álverið sé ekki til, að þessu standa aðilar sem eru langt í frá traustvekjandi, það er tæplega hægt að taka þá alvarlega, og þess utan er offramboð á áli í heiminum og álverð afar lágt. Nær óhugsandi er að slíkt álver muni Lesa meira
Grikklandsaðstoðin rann til evrópska banka
EyjanSkoski hagfræðingurinn Mark Blyth var gestur hjá mér í Silfri Egils á sínum tíma. Hann er prófessor við Brown University í Boston. Blyth er einn af þeim sem hefur verið mjög gagnrýninn á aðhald- og niðurskurð sem ræður ríkjum í heiminum eftir kreppuna 2008. Þetta sætir náttúrlega vaxandi gagnrýni, en Blyth er þeirrar skoðunar að Lesa meira
Grikklandskrísan og sósíaldemókratar
EyjanEitt af því sem er áberandi við grísku kreppuna og afstöðu Evrópusambandsins er hversu ringlaðir sósíaldemókratar eru. Hverjum eiga þeir að fylgja? Nýja vinstrinu sem gerir uppreisn gegn linnulausum niðurskurði og aðhaldi, mönnum eins og Bernie Sanders, Thomas Pikkety og Jeffrey Sachs sem hvetja til skuldaafskrifta og segja að niðurskurðurinn hafi misheppnast, Sigmar Gabriel, leiðtoga Lesa meira
Hvaða skynsemi?
EyjanJón Gunnarsson alþingismaður kallar eftir hávaðalausri skynsemi í umræðunni um náttúru Íslands, verndun og nýtingu. Jón er einn eindregnasti stóriðju- og virkjanasinninn á Alþingi. Nú talar hann um að einungis örfáir hafi farið um „ósnortin víðerni landsins“ – en samt vilji fólk vernda þau. En í raun er bara til ein skynsemi í þessu máli. Lesa meira
Grikkir, fordómarnir og lífsnautnin
EyjanNorður-Evrópubúum er tamt að líta niður á fólk sem býr syðst í álfunni. Þá sem búa á Suður-Ítalíu, Andalúsíumenn á Spáni – og Grikki. Þetta er ekkert nýtt. Bjarni Thorarensen orti í kvæðinu Þú nafnkunna landið um hið harðgera norðurfólk – sem er þá andstæða við meyra suðurlandabúa sem samkvæmt skáldinu stunda „læpuskaps ódyggðir“. Norræni Lesa meira
