Telja sig nærri því að vita af hverjum líkamshlutarnir eru sem fundust í sorpbrennslunni í Ilulissat
PressanUm síðustu helgi fannst hluti af líki í sorpbrennslunni í Ilulissat á Grænlandi og á þriðjudaginn fannst annar líkamshluti. Málið hefur að vonum vakið mikla athygli á Grænlandi og víðar og íbúum í Ilulissat, þar sem um 4.500 manns búa, stendur ekki á sama. Nú segist lögreglan telja sig vita af hverjum líkamshlutarnir eru. Fullvíst er talið að Lesa meira
Neitar að hafa myrt 8 nýbura og að hafa reynt að myrða 10 til viðbótar
PressanLuce Letby, 31 árs hjúkrunarfræðingur, kom fyrir rétt í Manchester á mánudaginn þar sem mál ákæruvaldsins gegn henni var þingfest. Hún er ákærð fyrir að hafa í starfi sínu á fyrirburadeild Countess of Chester sjúkrahússins myrt 8 nýbura og reynt að myrða 10 til viðbótar. Notast var við fjarfundabúnað en Letby er í gæsluvarðhaldi í HMP Peterborough fangelsinu. Ákæran er í 18 liðum, einn liður fyrir hvert Lesa meira
Morðgátan á Grænlandi vindur enn upp á sig – Fundu annan líkamshluta
PressanUm helgina fannst líkamshluti í sorpbrennslunni í Illulisssat á Grænlandi. Síðan hefur mikil vinna lögreglunnar staðið yfir á vettvangi og í gær fannst annar líkamshluti í sorpbrennslunni. Grænlenska lögreglan hefur óskað eftir aðstoð frá Danmörku og koma rannsóknarlögreglumenn, tæknirannsóknarmenn og réttarmeinafræðingar frá Danmörku til bæjarins í dag, í allt fimm manns. Jan Lambertsen, yfirmaður rannsóknardeildar grænlensku lögreglunnar, sagði Lesa meira
Verjandi Tom Hagen er ekki í vafa um endanlega niðurstöðu morðmálsins
PressanÞann 31. október næstkomandi verða þrjú ár liðin frá því að Anne-Elisabeth Hagen hvarf sporlaust frá heimili sínu í útjaðri Osló. Síðan hefur ekkert til hennar spurst. Norska lögreglan telur fullvíst að hún hafi verið myrt og grunar eiginmann hennar, Tom Hagen, um aðild að hvarfi Anne-Elisabeth og morðinu á henni. Verjandi Tom Hagen er ekki í vafa um endanlega niðurstöðu Lesa meira
Dularfullt mál skekur Grænland – Beðið um aðstoð frá Danmörku
PressanUm klukkan 20.30 á laugardaginn barst lögreglunni í Illulissat tilkynning um óeðlilegan hlut í sorpbrennslu bæjarins. Rannsókn hófst strax og seinnipartinn í gær var skýrt frá því að hluti af mannslíki hefði fundist í sorpbrennslunni. Lögreglan telur að að um morð hafi verið að ræða. Sermitsiaq.dk skýrir frá þessu. Fram kemur að lögreglan hafi sent frá Lesa meira
Telja að morðingi Sarah Everard hafi jafnvel framið fleiri afbrot
PressanÍ gær var breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir morðið á hinni 33 ára gömlu Sarah Everar í mars. Lögreglan er nú að rannsaka hvort Couzens hafi fleiri afbrot á samviskunni eftir að fram kom að bíll hans hafi sést við vettvang tveggja annarra afbrota. Couzens nam Everard á brott, nauðgaði henni, kyrkti og brenndi lík hennar og faldi síðan. Everard var ein á heimleið Lesa meira
Dóttir milljónamærings fannst látin í hótelherbergi – Unnustinn segir að hún hafi látist þegar kynlíf fór úr böndunum
PressanFyrir rúmlega tveimur árum fannst Anna Reed, 22 ára, látin í hótelherbergi í Sviss. Fjölskylda hennar hefur auðgast mjög á viðskiptum með hesta og þjálfun þeirra og var Anna erfingi fjölskylduauðsins. Hún var í fríi ásamt 32 ára unnusta sínum, Marc Schätzle. Snemma morguns þann 19. apríl 2019 kom hann í afgreiðslu hótelsins og sagði að unnustu hans Lesa meira
Nýjar og hrollvekjandi upplýsingar um morðið á Sarah Everard komu fram fyrir dómi í gær
PressanÞann 10. mars síðastliðinn fannst hin 33 ára Sarah Everard látin. Þá var vika liðin síðan hún hvarf þegar hún var á heimleið í Lundúnum. Réttarhöld yfir morðingja hennar standa nú yfir í Lundúnum og í gær komu nýjar og hrollvekjandi upplýsingar fram. Það hefur lengi verið vitað að það var lögreglumaðurinn Wayne Couzens sem myrti Everard en hann hefur viðurkennt það. Fyrir Lesa meira
Segir að kafbátsmorðinginn Peter Madsen hafi játað fleiri morð – Lögreglan gerði nýja uppgötvun tengda dularfyllsta morðmáli síðari ára
PressanPeter Madsen, afplánar nú lífstíðarfangelsi í Danmörku fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall í ágúst 2017 en hana myrti hann um borð í kafbát sínum, Nautilius. Fyrrum samfangi hans í Herstedvester fangelsinu segir að Madsen hafi sagt honum að hann hafi fleiri morð á samviskunni en morðið á Kim Wall. Þetta kemur fram í heimildarmyndinni „Nogen ved noget om Emilie Meng“ (Einhver veit eitthvað um Emilie Meng) sem Kanal 5 frumsýnir í kvöld. Í myndinni Lesa meira
Hún ætlaði bara að ganga 5 mínútna leið á pöbbinn – Þangað komst hún ekki
PressanÞann 17. september síðastliðinn fór Sabina Nessa, 28 ára, heiman frá sér í Lundúnum. Hún ætlaði að ganga fimm mínútna leið á næsta pöbb þar sem hún ætlaði að hitta vini sína. En þessi ungi grunnskólakennari komst aldrei á áfangastað. Lík hennar fannst síðar í almenningsgarði ekki fjarri heimili hennar. Málið hefur vakið mikinn óhug í Bretlandi Lesa meira
