Lögregla leitar að hestadrápara – „Þetta virðist ekki hafa verið slysaskot“
FréttirTólf vetra hestur var skotinn nálægt Egilsstöðum um helgina. Lögreglan á Austurlandi rannsakar málið en dýralæknir hefur staðfest að skot úr byssu hafi orsakað dauða hestsins. Mannlíf greindi fyrst frá málinu. „Þarna lá hann bara,“ segir Marietta Maissen, tamningamaður og eigandi hestsins. En hrossið fannst við inngang stórrar girðingar. „Ég hélt fyrst að hann væri Lesa meira
Vopnaður ræningi tæmdi peningaskáp í Breiðholti
FréttirVopnað rán var framið í verslun í Breiðholti í morgun. Þetta kemur fram í skýrslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynningin barst klukkan 9:30 í morgun í hverfi 109 (Breiðholti). Ræninginn tæmdi peningaskáp sem hafði að geyma uppgjör gærdagsins. Samkvæmt lögreglunni er málið í rannsókn. Í miðborginni var tilkynnt um innbrot, þjófnað og skemmdarverk í bifreið. Gerandinn er ókunnur Lesa meira
Tíu í gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnainnflutnings – Fíkniefnamál orðin 58 í ár á Suðurnesjum
FréttirÁ síðasta ári rannsakaði lögreglan á Suðurnesjum 69 mál vegna smygls á fíkniefnum, peningaþvættis og flutningi á reiðufé úr landi. Það sem af er þessu ári eru málin orðin 58. Í þessum málum voru sakborningar handteknir á Keflavíkurflugvelli við komu til landsins eða handteknir vegna gruns að vera með illa fengið fé á leið úr Lesa meira
Mannslátið á laugardagskvöld – Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir konunni
FréttirLögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist framlengingar á gæsluvarðhaldi yfir konu, sem fædd er árið 1981, vegna láts karlmanns á sextugsaldri á laugardagskvöldið. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir konunni rennur út í dag en krafist er áframhaldandi varðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna til miðvikudagsins fjórða október. Ævar Pálmi Pálmason yfirlögregluþjónn segir í samtali við DV að krufning hafi enn ekki Lesa meira
Mannslátið á laugardagskvöld – Konan sem situr í gæsluvarðhaldi með refsidóma á bakinu
FréttirKonan sem situr í gæsluvarðhaldi vegna láts manns á sextugsaldri síðastliðið laugardagskvöld er fædd árið 1981. Hún hefur í það minnsta fjóra refsidóma á bakinu, er sá elsti frá árinu 2006 og sá nýjasti frá árinu 2021. Allir dómarnir varða fíkniefnabrot. Samkvæmt óstaðfestum heimildum DV er talið ólíklegt að konan hafi orðið manninum að bana Lesa meira
Kona handtekin vegna láts manns á sextugsaldri
FréttirKona um fertugt var í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðuð í gæsluvarðhald til 27. september á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á andláti karlmanns á sextugsaldri í íbúð fjölbýlishúss í austurborginni um helgina, en konan var handtekin á vettvangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynning Lesa meira
Sverrir handtekinn og B lokað – Ósáttur við lögreglumann
FréttirSkemmtistaðnum B við Bankastræti 5, áður B5 og Bankastræti Club, var lokað á laugardag og eigandinn, Sverrir Einar Eiríksson handtekinn. Of margir voru inni á staðnum og sumir gestir undir lögaldri. Í yfirlýsingu Sverris segir hann frá sinni hlið. „Á aðfararnótt 17. september sl. kom upp ágreiningur um vinnubrögð lögreglu við eftirlit á veitingastað okkar Lesa meira
Morðið í Drangahrauni – Maðurinn sem talinn er hafa banað Jaroslaw ákærður og nafngreindur
FréttirÍ dag var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness mál sem héraðssaksóknari hefur höfðað á hendur Maciej Jakub Talik, sem fæddur er árið 1984, fyrir að hafa orðið Jaroslaw Kaminski, að bana, aðfaranótt 17. júní síðastliðinn. Atburðurinn átti sér stað í leiguhúsnæði sem þeir Jaroslaw og Maciej deildu, að Drangahrauni í Hafnarfirði. Í ákæru er verknaðinum lýst Lesa meira
Myndband af harkalegri handtöku hnífamanns – „Hann náði nánast að keyra mig niður“
FréttirMyndband er núna í dreifingu á samfélagsmiðlum af handtöku sérsveitarinnar í Mosfellsbæ. Hinn handtekni hafði ógnað fólki með hnífi í verslun. „Þeir eltu hann og hann var kominn í öngstræti þarna inni í Álafosskvosinni,“ segir Jón Julíus Elíasson, garðyrkjumeistari sem býr þarna í nágrenninu. Hann var á leið út í vinnubílinn sinn á þriðjudaginn þegar Lesa meira
Myndband af höggi mótmælandans á lögreglumann – „Þetta fer til héraðssaksóknara“
FréttirLögreglan á höfuðborgarsvæðinu er að ljúka við gerð skýrslu um hnefahögg mótmælanda, konu sem handtekin var við Reykjavíkurhöfn á þriðjudag. Konan, sem heitir Nic en eftirnafnið liggur ekki fyrir, er samverkakona Anahitu Babaei og Elissu Biou sem festu sig við möstur Hvals 8 og 9 í vikunni. „Þetta fer til héraðssaksóknara, ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni,“ segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi. Býst hann við Lesa meira