Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
FréttirKona hefur verið ákærð fyrir brot í nánu sambandi með því að beita sambýliskonu sína ofbeldi á heimili þeirra í Kópavogi. Hlaut sambýliskonan beinbrot vegna ofbeldisins. Konurnar eru báðar á sextugsaldri en sú sem er ákærð er með erlent nafn en íslenska kennitölu en sú sem fyrir árásinni varð er íslensk. Fyrirkall og ákæra á Lesa meira
„Ömurlegt að í landi sem heitir Ísland, að það sé ekki hægt að iðka ísíþróttir“
FókusUnnið er ötullega að því að reist verði nýtt íþróttamannvirki á íþróttasvæðinu í Kópavogsdal. Það er Skautasamband Íslands sem hefur beitt sér fyrir þessu en á í samvinnu um það við fleiri aðila. Hugmyndin er að í húsinu verði fjórða skautahöll landsins en þar að auki aðstaða fyrir fleiri íþróttagreinar og þá ekki síst þær Lesa meira
Mikil óánægja með Kópavogsleiðina í leikskólum – „Þetta hentar ekki fólki sem þarf að mæta til vinnu á starfsstöð og þarf að skila 8 stunda vinnudegi“
FréttirMikil óánægja er hjá foreldrum í Kópavogi með hina svokölluðu Kópavogsleið í leikskólamálum. Margir foreldrar geta ekki nýtt tímann sem er gjaldfrjáls og því þurfa þeir að greiða upp í topp fyrir gæsluna. „Þekki engan sem getur nýtt bara þessa sex tíma,“ segir foreldri í íbúagrúbbu í Kópavogi í umræðu um hina umdeildu leið sem Kópavogsbær byrjaði Lesa meira
Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
FréttirHart var tekist á um hinn svokallaða Fannborgarreit í Kópavogi á fundi bæjarráðs í gær þegar lagt var fram til samþykktar uppfært uppbyggingarsamkomulag. Minnihlutinn sakar meirihlutann um upplýsingaóreiðu og segja íbúa á svæðinu ekki hafa fengið neinar upplýsingar í sjö ár. Fannborgarmálið hefur verið mikið hitamál síðan Kópavogsbær seldi eignir í Fannborg 2, 4 og Lesa meira
Sigurbjörg birtir dæmi um mikla hækkun í Kópavogi – „Já, þú last rétt“
Fréttir„Ég fordæmi þessar hækkanir og tel þær bæði óréttlátar og skammarlegar. Þetta er ekki forgangsröðun í þágu barna – þetta er forgangsröðun á kostnað þeirra.“ Þetta segir Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, í pistli á vef Vísis. Tilefni skrifanna eru hagræðingartillögur bæjarstjórans, Ásdísar Kristjánsdóttur, sem samþykktar voru í lok mars. Í pistli á Vísi í Lesa meira
Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“
EyjanÁsdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs gefur lítið fyrir gagnrýnisraddir úr röðum minnihlutans í Kópavogi varðandi fyrirhugaða lækkun á kjörum kjörinna fulltrúa hjá Kópavogsbæ. Segir hún að um útúrsnúning og pólitískt leikrit sé að ræða sem byggi ekki á staðreyndum. DV fjallaði um gagnrýnina á föstudaginn en hún snýr að tillögu frá meirihlutanum um lækkun launa bæjarfulltrúa Lesa meira
Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn
FréttirTalsverð óánægja er í Kópavogi með breytingar á skipulagi og starfsumhverfi leikskóla í bænum. Þetta sýnir könnun Prósents sem gerð var í sumar og kynnt bæjarráði á fundi í gær, fimmtudag. Einkum er það fólk sem þarf að nýta sér mesta þjónustu leikskóla sem er óánægðast. Breytingarnar sem voru kynntar sumarið 2023 hafa verið mjög Lesa meira
Hoggið á hnútinn í erfiðu máli í Kópavogi – Nágrannar mjög ósáttir
FréttirKópavogsbær hefur loks höggvið á hnútinn varðandi hið umdeilda hús við Melgerði 11 í Kópavogi. Í húsinu eru óleyfisframkvæmdir en engu að síður unnu eigendur mál gegn bænum fyrir úrskurðarnefnd. Lengi hefur bærinn trassað að afgreiða málið en nú hefur bæjarráð samþykkt umbeðnar breytingar og vísað málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn. Nágrannar mjög ósáttir DV Lesa meira
Meirihluti Kópavogs sakaður um óvirðingu gagnvart fráfarandi skjalaverði – Setti lyklana í umslag því enginn kom og talaði við hann
FréttirEnginn fulltrúi Kópavogsbæjar eða Þjóðskjalasafns kom til að tala við fráfarandi héraðsskjalasafns þegar hann sneri aftur úr sumarleyfi eftir að honum var sagt upp og safninu lokað. Sendi hann því lyklana í umslagi til bæjarráðs. Minnihluti bæjarráðs segir framkomuna í garð safnstjóra einkennast af óvirðingu. Hrafn Sveinbjarnarson, fráfarandi héraðsskjalavörður Kópavogs, sendi bæjarráði bréf þann 30. september Lesa meira
Magnús sorgmæddur yfir lokun Roðasala: „Þarna vildum við að Ellý fengi að búa“
FréttirMagnús Karl Magnússon, læknir og eiginmaður Ellýjar Katrínar Guðmundsdóttur, segist vera miður sín yfir fréttum þess efnis að til standi að loka Roðasölum í Kópavogi. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í vikunni að endurnýja ekki samning við Sjúkratryggingar Íslands vegna reksturs Roðasala, en samningurinn rennur út í lok mars á næsta ári. Kópavogsbær hefur rekið Lesa meira
