Segja gæludýrafrumvarp Ingu ekki duga til – Eigendur brjóti ítrekað reglur, harðar deilur komi oft upp og heimildir til aðgerða skorti
FréttirDýraþjónusta Reykjavíkur gagnrýnir í umsögn frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra til breytinga á lögum um fjöleignarhús. Samkvæmt frumvarpinu þyrfti ekki lengur að óska eftir heimild annarra eigenda til að hafa hunda og ketti í fjöleignarhúsum. Dýraþjónustan segir að frumvarpið skorti heimildir til að framfylgja reglum um hunda- og kattahald eins og raunin sé um Lesa meira
Segja gæludýrafrumvarp Ingu ólýðræðislegt
FréttirHúseigendafélagið hefur veitt umsögn um frumvarp, Ingu Sæland, til breytinga á lögum um fjöleignarhús. Samkvæmt frumvarpinu verður ekki lengur þörf á því að fá sérstakt leyfi annarra eigenda í slíkum húsum fyrir katta- og hundahaldi. Segir félagið frumvarpið ganga mjög langt á kostnað þeirra sem treysti sér ekki til að vera í nábýli við hunda Lesa meira
Lýsa yfir miklum áhyggjum af styttingu tímabils atvinnuleysisbóta – Muni bitna harkalega á sveitarfélögunum
FréttirAllir fulltrúar í velferðarráði Reykjavíkur lýsa yfir töluverðum áhyggjum af áformum Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra um að leggja fram á Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um atvinnuleysistryggingar en fram hefur komið að stefnt sé að því að frumvarpið feli í sér að hámarkslengd tímabils sem atvinnuleysistryggingar eru greiddar verði stytt úr 30 mánuðum Lesa meira
Orðið á götunni: Maður breytinga allt í einu harður á móti – hvað veldur?
EyjanÁrsæll Guðmundsson, skólastjóri Borgarholtsskóla, hefur verið einna háværastur þeirra sem gagnrýna harðlega áform Guðmundar Inga Kristinssonar, menntamálaráðherra, um skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi sem fela í sér að komið verður upp nýju stjórnsýslustigi þar sem 4-6 svæðisskrifstofur fá það hlutverk að halda utan um rekstur skólanna og veita þeim stuðning og þjónustu. Tengist þetta samræmingu á gæðum Lesa meira
Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
FréttirSveitarfélagið Skagafjörður hefur gert athugasemdir við áform Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra um að leggja fram á Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um atvinnuleysistryggingar. Óttast Skagfirðingar meðal annars að stytting hámarkslengdar bótatímabils verði til þess að aukinn kostnaður muni lenda á sveitarfélögunum, þar með talið þeirra. En einnig er flutningur þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar frá Sauðárkróki Lesa meira
Borgarfulltrúar sameinast í áhyggjum sínum af áformum Ingu
FréttirSamstaða var um það á fundi velferðarráðs Reykjavíkurborgar síðastliðinn miðvikudag að lýsa yfir áhyggjum af ákveðnum þáttum í áformum Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra um breytingar á lögum um innflytjendur. Lýstu fulltrúar í ráðinu yfir sérstökum áhyggjum af áhrifum á börn vegna áforma um yfirfærslu verkefna, sem snúa meðal annars að aðstoð við flóttamenn og Lesa meira
Kristrún og Daði taka ekki undir með Ingu: „Það er ekkert slíkt til skoðunar“
FréttirKristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra taka ekki undir með Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins og félagsmálaráðherra, að hækka þurfi lægstu laun verði örorkubætur hærri en lægstu laun. Þetta segja Kristrún og Daði í samtali við Morgunblaðið í dag. Eins og kunnugt er kynnti Inga Sæland nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi síðastliðinn mánudag. Nýja Lesa meira
Hnýta í Ingu vegna hjásetunnar en hún segist hafa sparslað í götin
EyjanInga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra var glöð í bragði fyrr í dag þegar hún kynnti breytingar á örorkulífeyriskerfinu sem taka gildi frá og með deginum í dag. Inga sagði breytingarnar afar mikilvægar fyrir öryrkja og létta þeim lífið. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa einnig fagnað breytingunum og minnt rækilega á að hér sé verið að hrinda í Lesa meira
Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
EyjanInga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra dvelur nú á eftirlætis dvalarstað Íslendinga Tenerife. Fyrr í dag sendi hún beint út frá eyjunni í suðri á Facebook-síðu sinni. Ítrekaði Inga að þótt hún væri þarna stödd tæki hún sér ekki frí frá vinnunni og nýtti tækifærið til að leiðrétta ýmsar fullyrðingar sem hún segist hafa orðið vör Lesa meira
Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“
FréttirInga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, er harðorð í garð stjórnarandstöðunnar. Hún segist aldrei ætla að svíkja eldra fólk, öryrkja og fátækt fólk. „Ég sé að einhverjir eru þeir sem kalla mig svikara og lygara með meiru. Fyrir alla þá segi og skrifa: Ég mun aldrei svíkja eldra fólk, öryrkja og fátækt fólk með því að Lesa meira