Daði Már Kristófersson: Ábatinn meiri fyrir Ísland ef við göngum lengra í Evrópusamvinnunni
EyjanSú heimsskipan sem Bandaríkin höfðu forgöngu um, þar sem samskipti þjóða á milli byggðust á lögum og reglum en ekki styrk, hefur gefist okkur Íslendingum vel. Við eigum allt okkar undir alþjóðaviðskiptum. Nú er þessari heimsskipan ógnað og þá eigum við að færa okkur nær þeim þjóðum sem deila með okkur gildum og sýn. Daði Lesa meira
Daði Már Kristófersson: Flokkarnir eru þrír og ólíkir en starfa saman eins og einn samhentur flokkur
EyjanMikill munur er á ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins og ríkisstjórninni sem þjóðin hafnaði í nóvember. Nýja ríkisstjórnin er samhent, meira að segja svo að þingflokkar hennar halda sameiginlega þingflokksfundi. Ekki veitir af góðri samvinnu, verkefnin eru ærin, t.d. er innviðaskuldin eftir fyrri ríkisstjórn metin á 400 milljarða. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, er gestur Lesa meira
Daði Már Kristófersson: Hvatinn til að gera betur er veikur hjá hinu opinbera
EyjanHvatinn til að gera betur er veikur hjá hinu opinbera. Rammasetning ríkisútgjalda, sem felst í því að hvert ráðuneyti fær tiltekna fjárhæð í sinn málaflokk og ræður því síðan sjálft hvernig þeim fjármunum er forgangsraðað, er tilraun til að byggja öflugri jákvæða hvata hjá hinu opinbera. Þetta er ekkert nýtt heldur byrjaði þetta í fjármálaráðherratíð Lesa meira
Daði Már Kristófersson: Stenst ekki að leiðrétting veiðigjalda setji allt í kaldakol
EyjanÞað er skrítið að halda því fram að leiðrétting veiðigjaldanna þannig að 1/3 hagnaðar af veiðum renni til ríkisins, eins og alltaf stóð til þegar veiðigjöldum var komið á, setji allt í kaldakol í íslenskum sjávarútvegi. Kvótakerfið og frjálst framsal felur í sér hagræðingu og samþjöppun sem gagnast þjóðarbúinu en getur verið sársaukafull fyrir fólkið Lesa meira
Daði Már Kristófersson: Ríkissjóð þarf að reka með afgangi – áföll munu ríða yfir
EyjanEf við ætlum að hafa svigrúm til þess að ríkissjóður stígi inn og deyfi áföll eins og í kjölfar bankahrunsins, í kjölfar Covid og í kjölfar eldanna á Reykjanesi verðum við að reka ríkissjóð með afgangi inn á milli. Áföll eiga eftir að ríða aftur yfir, við vitum bara ekki hver þau verða eða hvenær. Lesa meira
Daði Már Kristófersson: Samsköttun hjóna vinnur gegn jöfnuði og nýtist fáum
EyjanÞað eru aðeins fimm prósent tekjuhæstu skattgreiðenda sem nýta sér samsköttun hjóna. Samsköttunin vinnur gegn því hlutverki kerfisins að jafna tekjur og eykur flækjustig skattkerfisins. Það er ekki óeðlilegt að þeir sem þéna meira greiði meira til samfélagsins. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar. Hægt er að hlusta á brot Lesa meira
Daði Már Kristófersson: Sannfærður um hallalaus fjárlög fyrir 2027 – samhent ríkisstjórn klárar málin
EyjanÞað er einkennilegt hvernig stjórnmálamenn gleyma því umsvifalaust þegar þeir eru komnir úr meirihluta hvað þeim þótti skynsamlegt þegar þeir voru í meirihluta. Það er verið að breyta gjaldtöku af bílum og eldsneyti til að bregðast við því að núverandi tekjustofnar eru að dragast hratt saman vegna tækniframfara. Þetta hafa ríkisstjórnir verið að gera og Lesa meira
Sigmar Guðmundsson: Átakahefð sem teygir sig langt aftur í tímann hluti af vandamálinu á Alþingi
EyjanÁsýnd íslenskra stjórnmála er gjörbreytt eftir síðustu kosningar og átakalínur hafa breyst. Horfnir eru af sviðinu flokkar og nýir búnir að festa sig í sessi. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa aldrei fengið jafn lélega kosningu og í síðustu kosningum. Þingmenn bæði stjórnar og stjórnarandstöðu bera ábyrgð á því að koma fram með þeim hætti að virðing Lesa meira
Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
EyjanStjórnarandstaða er mikilvæg og menn þurfa að nálgast það hlutverk af ábyrgð. Í lok þings nú í vor týndi stjórnarandstaðan sér í ábyrgðarleysi. Mörg mál sem frestað var koma aftur inn í þingið þegar það kemur saman í haust. Þinghlé er óvenju stutt núna vegna þess hve fundað var langt inn í sumarið því er Lesa meira
Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan„Mestan partinn af lýðveldistímanum hafa annaðhvort báðir eða annar flokkurinn auðvitað verið í ríkisstjórn. En núna verða þessi hreinu valdaskipti og ég held að þau séu ekki alveg búin að jarðtengja sig enn þá. Það er auðvitað stundum frústrerandi að vera í stjórnarandstöðu. Þig langar að gera fullt í pólitík en þú hefur ekki aflið Lesa meira
