Orðið á götunni: Engin leið að hætta! Guðlaugur Þór íhugar að renna sér út á hála ísinn og leggja ferilinn að veði
EyjanErfitt er að trúa fréttum sem birtar hafa verið um að Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður og fyrrum ráðherra, hyggist taka þátt í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í janúar nk. og skora þannig Hildi Björnsdóttur á hólm, en hún er ákveðin í að sækjast áfram eftir efsta sæti flokksins í borginni. Orðið á götunni hefur verið að Guðlaugur Lesa meira
Segir margt benda til þess að fólk misnoti veikindaréttinn
Fréttir„Þessi háu veikindahlutföll lýsa auðvitað alvarlegum stjórnunarvanda hjá borginni,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, í samtali við Morgunblaðið í dag. Blaðið greinir frá því í dag að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi lagt fram tillögu sem miðar að því að lækka veikindahlutföll starfsmanna borgarinnar niður í 5% að hámarki. Verður tillagan tekin fyrir næstkomandi þriðjudag. Lesa meira
Orðið á götunni: Allt upp í háaloft hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjavík
EyjanÁ borgarstjórnarfundi 18. nóvember sl. skiptust þau á nefndarsætum Sandra Hlíf Ocares, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðismanna sem átt hefur sæti í heilbrigðisnefnd borgarinnar, og Björn Gíslason, borgarfulltrúi sem setið hefur í innkaupa- og framkvæmdaráði. Orðið á götunni að þessi sætaskipti séu niðurstaðan í miklu deilumáli sem upp kom innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna vegna afgreiðslu mála í heilbrigðisnefnd borgarinnar. Lesa meira
Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
EyjanBúist er við átakafundi í Verði, fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, næsta mánudag. Þá verður ákveðin aðferð við val á lista flokksins í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum, vorið 2026. Gert er ráð fyrir því að stjórn Varðar muni leggja fram tillögu um leiðtogaprófkjör, en að kosið verði um sex næstu sæti, hvert fyrir sig, á fulltrúaráðsfundi. Lesa meira
Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanVaxandi örvæntingar gætir innan Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna sem fram fara eftir rúmt hálft ár. Talsmenn flokksins i borginni grípa hvert hálmstrá sem býðst og reyna að bæta stöðu sína með órökstuddum stóryrðum og beinlínis dónaskap sem kjósendur sjá í gegnum. Meginvandi Sjálfstæðisflokksins er sá að vinsældir ríkisstjórnarinnar haldast en flokkurinn nær engri viðspyrnu hvarvetna á Lesa meira
Svarthöfði skrifar: Hildur mætir ólesin í munnlegt próf
EyjanFastir pennarÞað er gömul saga og ný að Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafi allt á hornum sér. Árum og jafnvel áratugum saman hafa þeir verið í minnihluta í borginni og mátt horfa á aðra stjórna. Vitaskuld hlýtur mesti harmurinn í þessu að vera sá að þeir geta sjálfum sér um kennt. Þau eru alls ekki best, sjálfskaparvítin. Lesa meira
Orðið á götunni: Átökin í borginni – stóra prófið fyrir Guðrúnu Hafsteins
EyjanÞað er ekkert leyndarmál að Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, er ekki í stuðningsmannaliði Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns flokksins. Hildur er góð vinkona Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og studdi hana með ráðum og dáð í formannsslagnum þar sem Guðrún fór með sigur af hólmi. Guðrún fór hægt af stað sem formaður og lagði ekki í að Lesa meira
Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn með Gallupkönnun um fylgi við mögulega oddvita
EyjanKominn er upp mikill titringur innan stjórnmálaflokkanna í Reykjavík vegna sveitarstjórnarkosninganna sem verða 16. maí í vor. Einhverjir oddvitar ætla að hætta á meðan aðrir segjast staðráðnir í því að leiða flokka sína í gegnum kosningarna. Ekki er titringurinn minnstur hjá Sjálfstæðismönnum. Hildur Björnsdóttir, oddviti flokksins, sem tapaði tveimur borgarfulltrúum í kosningunum 2022 heldur galvösk Lesa meira
Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl
FréttirHildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að endurhugsa þurfi samgönguskipulag Keldnalands frá grunni. Hildur viðrar áhyggjur sínar af framtíðarskipulagi svæðisins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Hún bendir á að undanfarnar vikur hafi verið til kynningar framtíðarskipulag fyrir Keldnaland sem er nýtt úthverfi í austurhluta borgarinnar. „Skipulagið gerir ráð fyrir 12.000 íbúum og Lesa meira
Svarthöfði skrifar: Stórt skarð höggvið í raðir skrímsladeildarinnar?
EyjanFastir pennarSú saga gengur fjöllum hærra að Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins, hafi sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. Ekki fylgir það sögunni hver ástæða hinnar meintu úrsagnar sé en spáð er og spekúlerað um að það tengist óánægju Andrésar með Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann flokksins. Andrés var, eins og öll skrímsladeildin, í liði Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í formannsslagnum Lesa meira
