Gera ráð fyrir 11 milljarða halla á rekstri borgarinnar á næsta ári
EyjanDagur B. Eggertsson, borgarstjóri, mælti fyrir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár í gær. Fram kom að borgin hyggist ráðast í fjárfestingar upp á 175 milljarða á næstu þremur árum, meðal annars í íbúðauppbyggingar og byggingu íþróttamannvirkja. Gert er ráð fyrir að hallarekstur A-hluta borgarsjóðs verði 11,3 milljarðar á næsta ári. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Lesa meira
Ósamræmi í fjárhagsáætlunum þriðjungs sveitarfélaga
EyjanFrumkvæðisathugun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins hefur leitt í ljós að framkvæmd fjárhagsáætlunar ársins 2016 var ekki í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga hjá a.m.k. þriðjungi sveitarfélaga landsins. Þetta kemur fram á vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Athugunin var gerð eftir samanburð ráðuneytisins á innsendum fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2016 og ársreikningum þeirra fyrir sama ár. Sá samanburður Lesa meira